Tuesday, December 23, 2008

Jóla...jóla... jólajóla

Já nú er þetta bara að skella á. Jólin bara á morgun og allt að verða reddý.

Komum suður á laugardaginn og skottan byrjaði á að næla sér í hita..... þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í að hafa það MEGA kósý og gera ekkert. Ég fór á sunnud.kvöldinu og hitti skvísurnar mínar, Sif og Helgu og tókum við okkar árlega laugarveg. BARA yndi.... röltum allan laugarann, fengum okkur kaffi to go og röltum meira. Fórum inn á Solon og borðuðum, fengum okkur hvítt og kjöftuðum. Bara snilldar kvöld.

Svo var skottan mun hressari í gær og ákvaðum við því að fara í hveró og á Hellu í dag. Hitta Ía okkar, ömmur og afa ofl. Skottan var rosa hress fyrripartinn en rauk svo upp í 39 stiga hita um kaffileiti þannig að við brunuðum bara í bæinn þegar búið var að gera það allra nauðsynlegasta. Vorum á leið í mat til Sifjar og co en ég fór bara ein og þau feðginin knúsuðust heima á meðan. Helga og Gulli voru líka hjá Sif og vá SNIIIIILLLLDDDAAARRR súpa sem Sif ofur kokkur bauð uppá. Hef bara sjaldan smakkað jafn góða súpu...... verð klárlega að fá uppskriftina. Takk fyrir mig Sif mín... alltaf SVOOO gott og gaman að koma til þín ;)

Svo sit ég hér ein, klára að skreyta tréið, hlusta á Bubba á Bylgjunni og skrifa þessa færslu :) Birkir sofnaði með skvísuni. Hann er orðinn hálf slappur líka :( vonandi hristir hann það af sér fljótt.

En VÁÁÁ hvað ég var búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að keyra í rkv. Sjeeeettt er ekkert að grínast.... skil ekki hvað fólk getur verið ótrúlega stressað hérna. Ég skaust í gær og ætlaði að klára smá sem eftir var og ég er ekkert að grínast en ég var bara mega hrædd að keyra Miklubrautina. Fólk var að TAPA sér. Bibandi, svínandi og klessandi á hvort annað :S Ég keyrði að Kringlunni og þar var margra kílómetra röð inn og út af öllum bílastæðum og ég hætti SNARLEGA við að þurfa að fara þangað inn...... ákvað að prufa að fara á Korputorg.... er eitthvað verið að grínast með það????? Torg hvað? Þetta er margra kílómetra langt hús, ekki gegnumgengt á milli búða, ca 3 búðir í öllum þessum kílómetrum og eins og veðrið var í gær var þetta EKKI að gera sig.
Var líka búin að gleyma hvað er ÓG langt á milli staða í rvk :) hahahhahaha er semsagt voða glöð með Akureyri akkurat núna :) hahhaha

Jæja ætla að klára að skreyta, hlusta, tölvast og taka til og koma mér svo að sofa með feðginunum sem kúra sig saman upp í hjónarúmi :)

Monday, December 15, 2008

og svo var bara komið jólafrí :)

já lítið gerst hér :)

En jólafríið er skollið á á þessum bæ :) og ég er að fíla það :)

Gekk ágætlega í prófunum.... allavega þangað til annað kemur í ljós :) en nú er biðin endalausa.... er komin með SIbbu veikina á þetta og farin að kíkja á HA síðuna ansi oft á dag :) hehe enda á fyrsta eink að koma í hús í síðastalagi á miðvikudaginn... úff úr fyrsta prófinu sem var líffærafræði heilans..... krossum putta og VOOOOOOOOONUM það besta :) Er komin með eina eink, úr próflausa áfanganum og fékk 8,5. Maður er nú svo klikk að maður vill alltaf meira :( hefði alveg viljað 9 í þessum áfanga. En er samt bara alveg sátt.

Það var próflokadjamm á föstudeginum og ég var bara ekki að meika að fara. Birkir eldaði humar handa mér og Sibbu til að fagna próflokum...mmmmm humar ala Birkir klikkar ALDREI.
Svo kíkti ég aðeins niður til Sibbu og drakk 2 Mojito og kom mér svo heim að sofa. María gisti hjá okkur föstud nóttina og svo svissuðum við á laugardagsnóttina :) þá gisti HU hjá Sibbu sín og Maja sín :) og við hjónin skelltum okkur á jólahlaðborð á hótel KEA, á kaffi amor og svo á vélsmiðjuna á Hara systur, Abba þema. Þær systur klikka sko ekki frekar en fyrri daginn. Við hjúin náðum að hanga úti til hálf 4 :) hefur ekki gerst í mörg ár :) YNDISLEGT kvöld með skemmtilegu fólki.
Við hjúin á leið á jólahlaðborð :)

Ótrúlegt hvað er stutt til jóla..... við stefnum á að keyra suður snemma 20.des. Verðum í rvk á aðfangadag, við og pabbi. Verður voða kósý. Svo er það jóladagur hjá ömmu og afa. Það eru ekki jól án þess að fara þangað :) hlakka svo til að hitta alla fjölskylduna þar :)
Svo er bara óráðið hvernig áramótin verða??? Rvk eða Hveró???

SKottan byrjaði jólafríið á að verða veik..... held reyndar að henni hafi bara vantað mömmudag :) við mægður kúrðum okkur til kl 12 í hádeginu :) BARA NICE.... gerist aldrei á þessum bæ :)

Jæja ætla að halda áfram að knúsast í skottunni ;)
svo er spurning hvort maður prufi að reyna að baka sörur á morgun :S langar SVOO í smá sörur :) sjáum til hvernig þolinmæðin tekur því :) hehe

Jólaknús

Thursday, November 13, 2008

1 og hvað svo....

... held ég þurfi að læra að telja upp á nýtt..... það var 1. nóv og svo 11.nóv...... og á morgun er 14.nóv HVAÐ ER ÞAÐ?? sem þýðir það að það eru nákvæmlega 18 dagar í fyrsta prófið.... og ég á eftir að læra SVOOOOOOOO mikið.....

......... bretti ermar upp að öxlum og massa þetta........ ekkert annað í boði!!!!!


Átti frábært kvöld í kvöld..... fór á kaffihús með henni Birnu og það var bara yndislegt.... kjöftuðum frá okkur allt vit ;) algjörlega nauðsynlegt að komast út og tala um ALLT annað en skóla :) hehe

Svo á morgun verður rómó kósý kvöld hjá okkur hjúum ;) Nína ætlar að koma og passa prinsessuna og við ætlum á kaffihús, í bíó og eitthvað huggulegt ;) búið að vera svo mikið að gera hjá okkur svo lengi að við höfum ekkert gert saman.... og svo er að byrja önnur törn... prófatörn... þannig að þetta verður yndislegt.. að komast tvö saman og hafa það kósý í smá stund :)

Jæja ætla að klára að lesa eina grein um handbeitingu... er að vinna síðasta verkefnið þessa önnina.... er að vinna verkefni í Hreyfingafræði um það að skrifa með penna frá 1 árs til unglingsára.... þ.e. þróun handbeitingar. SPENNANDI?? ;)

stórt knús ;)

Wednesday, November 5, 2008

............

já þetta blogg er ekki að gera sig þessa dagana. Hef bara hreinlega ekki haft tíma til að skrifa neitt... oft sem mig langar að fá smá útrás hérna... en ekki tími til þess. Hef varla vitað hvað snýr upp og hvað snýr niður þessa dagana.... og prófatíðin er EKKI byrjuð. sjææjjs

En þetta hefst allt á endanum..... eins og alltaf.

en ojj.... var að googla eitthvað um daginn... leita af heimildum og ákvað að prufa að slá inn nafnið mitt og ég fékk alveg pínu sjokk..... æææ ég er svo ljóshærð með þetta net... hehe manni finnst maður bara vera að skrifa eitthvað sem nokkrir vinir lesa.... en svo er bara ekki og svo langt frá því :S þannig að ég er að spá í að læsa þessu bloggi. Ef ég ákveð að halda áfram með það..... er eitthvað ekki í blogg stuði þessa dagana... en það getur breyst eins og svo oft áður :) ehehe

en ef ég læsi því verður leyniorðið það sama og var á síðunni hjá Hafdísi Unu :)

en ætla að fara að horfa á dýrin í hálsaskógi með HU... hehe var ég ekki að segja um daginn að hún horfði ekki mikið á tv :) en þegar allir eru þreyttir og pirraðir að þá er þetta mjög gott meðal fyrir alla. Liggjum saman, knúsums og horfum .... getur ekki verið slæmt ;) hehe

over and out

Friday, October 24, 2008

Hvað ber framtíðin í skauti sér????

..... já er mikið búin að vera að spá í því síðustu daga. Finnst stundum eins og maður sé staddur í einhverju tívolí tæki sem snýst í hringi, hring eftir hring eftir hring og maður kemst ekki úr tækinu. Maður opnar ekki fyrir sjónvarpið eða flettir blaði án þess að orðið kreppa sé á ALLRA vörum og á ÖLLUM blaðsíðum. Vá hvað maður getur verið þreyttur á þessu ástandi. Og hvað.... hverjum á að treysta og hver er að segja satt. Eina sem mér finnst ég heyra þessa dagana er KREPPA, reyniði að horfa jákvæðum augum á lífið og svo finnst mér ég heyra ANSI oft þessa dagna....: ég minnist þess ekki. Ef stjórnarmenn eru krafðir svara að þá er þetta greinilega vinsælasta línan hjá þeim í dag: ég minnist þess ekki. Minnið greinilega eitthvað farið að gefa sig.
En aftur að tívolítækinu..... ég hef það á tilfinningunni að við, þessi meðal jón, sitjum öll í þessu tívolítæki og stjórnarmennirnir sjái um skemmtunina.... í fyrstu var þetta skemmtilegt en hvað svo.... er ekki einhver takki til að slökkva á þessu tæki. Hefur enginn lykilinn af stjórnklefanum???? Hver ber ábyrgðina á þessu tívolítæki??? Eru það mennirnir sem sigruðu heiminn, keyptu tívolítækið, settu tækið af stað og stungu svo af. Nú sitja þeir í öðrum löndum og skemmta sér og sínum á meðan við erum föst í tívolítækinu hér á þessari litlu eyju.

Heyrði viðtal um daginn við séra Pálma og einhvern geðlækni. Séra Pálmi sagði að við myndum öll ganga í gegnum reiði á þessu miður spennadni tímabili sem við göngum í gegnum í dag.... sumir væri búnir að ganga í gegnum reiðina og byrjaðir á uppbyggingu, aðrir ættu hana eftir og óttuðust hana jafnvel. Ég er oft búin að ræða þetta blessaða mál og verð alveg pínu reið... en vá hvað hún er eitthvað að magnast þessa dagana. Þegar maður sest niður og hugsar um þetta. Hvað er í gangi í þjóðfélaginu okkar..... það voru örfáir menn sem ,,áttu,, landið okkar fyrir nokkrum mánuðum.....HVAR ERU ÞEIR NÚNA?????????? án gríns....

Þessi óvissa á held ég eftir að draga marga í gröfina. Hugsið ykkur alla þá sem eru veikir fyrir, eru að berjast við þunglyndi og þess háttar. Held við verðum að reyna öll að hlúa að náunganum næstu árin. Því þó svo að tívolítækið fari að hætta að snúast (sem ég vona svo innilega að fari að gerast fljótlega því ég er orðin ANSI ringluð) að þá er sko mikil vinna að baki. Þá meina ég ekki bara til að rétta landið okkar við peningalega séð heldur til að púsla öllum brotnu sálunum saman aftur.

Það er einn jákvæður punktur sem ég sé í þessu öllu... það er að vonandi fara þá ummönnunarstöður að verða full mannaðar. Þær stöður hafa setið á hakanum síðustu ár á meðan viðskipta og peningageirinn hefur tröllriðið öllu.

Jæja þá er rausið komið :) hehe búin að romsa út úr mér um efnahagsvandann okkar og nú er ég hætt :) og ætla að vera eins og þyngmennirnir og segja.... verum góð við hvort annað og knúsumst ;)

Að allt öðru:
Ég gat ekki annað en hlegið af mér um daginn. Mér varð hugsað alveg þó nokkur ár til baka, þegar ég sat í tíma í Fsu, í uppeldisfræði. Ég var í hópavinnu með nokkrum öðrum og við vorum að ræða um uppeldi. Hvað okkur finndist rétt og hvað rangt. Þá kom einn með sögu af systur sinni, hann sagði frá því að litla frænka hans, sem var bara lítil skotta þá, gæti kveikt á sjónvarpinu og videoinu alveg sjálf. Hann var vægt til orða tekið mjög hneikslaður á systir sinni :) hehe og ég tók sko undir með honum og við í hópnum öll minnir mig. Ég man að við ræddum sko að þegar við myndum eignast börn að þá ætluðum við (allir í hópnum) sko ekki að hafa þetta svona. Það skyldi sko hafa svona akkurat uppeldi :) svo um daginn að þá er ég eitthvað að vesenast, að undirbúa matinn og eitthvað. Ég ákvað að kaupa mér smá frið til að geta eldað og setti dvd mynd í tækið.... svo þegar ég lít við næst að þá er litla skottan mín búin að opna dvd spilarann, taka diskinn úr og setja nýjann disk í og loka :) hahahhahahah gat ekki annað en hlegið af þessu :) þar fór þetta SÚPER uppeldi sem ég hafði ætlað mér :) en tek það reyndar fram að hún horfir ekkert óeðlilega mikið á sjónvarp :) hehe á maður ekki bara að túlka þetta þannig að hún sé bara ofurklár :) hahahha

En svo að ALLT öðru :)
það er Hvítvínskvöld í kvöld. Erum að fara að hittast nokkrar sem unnum saman í sumar. Það var ákveðið að halda krepputallaust hvítvínskvöld :) hehe hljómar OFUR vel í mínum eyrum.

Svo held ég að það sé skyldumæting fyrir mig í balance tíma í fyrramálið :) er svo vel ballanceruð eftir þessa tíma að allt þetta krepputal nær ekki til mans :)

Jæja over and out!!!!!

Thursday, October 16, 2008

Frystiskápur svar við kreppunni ;)

Já ég fór og fjárfesti í einu st frystiskáp áðan. Er búin að vera að skoða út um allt og ástandið er frekar fyndið. Frystiskápar og kistur eru klárlega söluhæsta varan í ár :) hehe allt búið allstaðar :) Var búin að vera að skoða einn í Byko, pínu lítinn og frekar dýrann miða við það. Prufaði svo að googla frystiskápar áðan og fann þar voða fínan skáp í Heimilistækjum. Hann kostaði alveg sitt en er líka helmingi stærri. Ég var reyndar voða glöð þegar ég borgaði, hann var 10þ kr dýrari á netinu :) maður er alltaf að græða :)
Ég er svo bráðlát :) hehehe plataði Sibbu með mér til að skoða skápinn.... og svo var bara tekin ákvörðun einn tveir og í gær, hlupið út í bíl og öllum sætum skellt niður.... inn skyldu skápurinn :) hehe og það tókst. Svo skröltumst við tvær upp með hann úr bílnum og inn í íbúð :) KARLMENN HVAÐ ?? hahahaha

Svona lítur skápurinn út ;)

Þannig að mitt svar við kreppunni er að gera stór innkaup um helgina og baka. Ætla að baka brauðbollur, muffins og rosa góða orkustöng ;) Þannig að nú verður bara smurt nesti tekið með í skólann, brauðbolla og orkustöng :)


Ég skellti mér í nudd áðan. Sá auglýsingu í dagskránni, nemi að auglýsa klukkutíma nudd, bak, herðar háls og höfuð á 2500 :) oo þetta var svo notarlegt... og reyndar rosa vont líka :) hehe en svona gottvont.

Helgi framundan og ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að komast í smá frí. Var til 2 í nótt að klára verkefnið um iðjumynd. Því var svo skilað í morgun með bauga út á kinn :) hehe
En helgin fer bara í það að knúsa fjölskylduna, baka, knúsast og baka aðeins meira. Var búin að ákveða að læra ekkert en Birkir þarf eitthvað að læra þannig að við hjónin ætlum að sitja á móti hvort öðru og læra saman, með kertaljós, fulla skál af nammi :) kósý :) hehe

Jæja farina að taka til í geymslunni til að koma skápnum fyrir :)
Knús Valgý bráðláta :)

Tuesday, October 14, 2008

Slökun

.... er nauðsynleg á þessum síðustu og vestu.
Fór í Body balance áðan og þetta er bara, eins og hef örugglega sagt svo oft áður, algjörir snilldar tímar. Tala nú ekki um í öllu þessu stressi og óvissu sem einkennir þjóðina okkar í dag. Maður fer með eldfjallið í maganum inn í tíma og algjörlega endurnærður út aftur. Skora á ykkur öll að prufa. Gott fyrir líkama og sál ;)

Ætlaði að fara að rausa eitthvað voða merkilegt um efnahagsástandið hérna... en er bara ekki að nenna því.... er í svo góðu jafnvægi eftir tímann :) hehe þannig að ég held ég leggi ekki í þá umræðu í dag.... sjáum til hvort þið fáið rausið um það á morgun eða hinn.... ef það liggur voða illa á mér :)

Munum bara hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu ;) held að maður verði bara að fókusa á það þegar ástandið er svona.... knúsumst oft á dag og segjum ég elska þig ;)

Jæja farin að klára verkefni.... uu eða allavega vinna í því... klára sennilega ekki fyrr en á morgun.

Stórt knús
Valgý ofurslaka :)

Friday, October 10, 2008

hvert stefnir ungdómurinn okkar???

... fór á róló með litlu skottuna mína og stóra prinsinn í gær... þegar við komum þangað að þá voru 4 strákar og 2 stelpur þar. Þau voru á aldrinum 7-8 ára og vá.... ég bara átti ekki orð og starði á þessi blessuð börn allan tímann. ÉG heyrði ekkert nema andskotans fokking fáviti, djöfulsins heilalausi hálfviti, og svo kom blót runan á ensku líka. Strákarnir voru að grýta steinum í stelpunrnar, þangað til gribban ég stoppaði það... gat bara ekki horft lengur upp á þetta. Strákarnir tóku dótið sitt og einn foringinn kallaði: komiði strákar, nennum sko ekki að veta hér hjá þessari fokking helvítis kerlingar tussu :S sjææjsss er bara eðlilegt að svona ung börn tali svona. Ég var SVO glöð þegar stóri prinsinn, 11 ára, leit á mig þegar þeir fóru og sagði: vá hvað þessir strákar voru dónalegir.

Og ég tók þá ákvörðun að ef að þessir gaurar verða aftur á þessum leikskóla þegar ég fer næst að þá ætla ég eitthvað annað. Litla skottan mín er SVO mikill páfagaukur þessa dagana :) hehe YNDISLEGT. Stóri bróðir hennar var að leita af hjóla hjálminum, sá loks í hann lengst upp á hillu, þá saðgi hann oo my good ég næ honum aldrei :) hehe þá heyrðist í litla skottinu: om good ég get ekki :) heheheheh bara krúttlegt og nú segir hún om good í öðru hverju orði :)

Ég hef alveg smá áhyggjur af því hvað börn bera litla virðingu fyrir öðru og öðrum. Hvað gerðist??? Ég man allavega eftir því þegar ég var lítil hvað mér fannst eldri krakkar spennandi og hvað ég horfði mikið upp til þeirra. Að ég eða bara krakkar á mínum aldri hefði dottið í hug að tala dónalega við eldra fólk. Er þetta okkur sjálfum að kenna??? eða hvað kom fyrir??? Agaleysið er náttl skelfilegt. Það mátti skamma þegar ég var lítil, en í dag má ekkert segja við þessi blessuðu börn. Ég held að það hafi enginn gott af þessu ofverndaða umhverfi.

En það er komið helgafrí og ég er SVOOOOOOOOOOO glöð. Þessi vika er búin að vera skelfing. Var alla síðust helgi upp í skóla að læra fram á nótt fyrir próf og verkefni og vikan var ekki skárri. Fór aldrei að sofa fyrir kl hálf 12, var yfirleitt að fara að sofa milli 1 og 2 :S sjææjjss þannig að orkan er orðin ansi lítil og helgin verður sko notuð í það að slaka á og auðvitað læra :) hehe engin pása í því EN það verður sko ekkert stress.... bara kósý og huggulegt.

Jæja over and out
blogg eftir helgi

Saturday, October 4, 2008

Sprellið búið

Það var sprellmót í skólanum í gær og heppnaðist það líka svona ferlega vel........ ætla að henda inn nokkrum myndum... nenni ekki að skrifa.... enda segja myndirnar allt sem segja þar ;)

Vinkonurnar tilbúnar í sprellið.... sveitadurgar


Mættar á kaffi Amor að hita upp

Ester sveitadurgur :)

Ég og Erna í gírnum á torginu

sveitadurgaþrenningin

Mættar til Ernu og Völu... Vala að gera Mojito

og Erna að mylja ísinn í þessari líka flottu ísvel :)

Ester komin með drykkinn í hönd

Ég enn að bíða eftir mínum ;)
Sæt þrenna
mis flippaðar :) heheh
fórum í mjög skemmtilegan leik....
mjög skemmtilegur :)
amma mín er veik....... hvað er að henni
hún er með botnlangabólgu :) haha mjög erfitt með tannstöngulinn upp í sér :)
Katla ég og Vala mættar á Sjallann
Andri að fara að keppa í bjórþambi.... Erna að gefa góð ráð :)
Enda rústuðu þau keppninni ;)
Flotta atriðið okkar í söngvakeppninni.... ég og heilinn minn



hhmm og svo voru sagðir prumpubrandarar í lokinn.... er það ekki alveg viðeigandi í háksóla :) hahahaha.... okkur Kötlu fannst þeir allavega DREP fyndnir í gær :)

Svo er bara að læra undir sálfræðipróf það sem eftir er helgi.....brjálað fjör

over and out

Tuesday, September 30, 2008

SNJÓR...... hvað er málið ????



Svona er útsýnið út um eldhúsgluggann hjá mér akkurat núna.....16:55......

Vaknaði í snjókomu.... svo stefndi í ágætis veður rúmlega hádegi.... en svo byrjaði aftur að snjóa :S úfff er ekki alveg tilbúin fyrir þennan blessaða snjó.... en vonandi er þetta bara eitthvað svona smá sýnishorn :) þarf allavega að fara að leita að svona gormum undir skóna mína til að geta haldið áfram að skokka í vetur ;)

Bara svo ég komi því nú frá mér en ég HATA ALLT SEM TENGIST BÍLAMÁLUM..... vá en nenni ekki að tala um það.....

túrilú

Friday, September 26, 2008

Föstudagurinn 13 þann 25.sept

úfff já það var sko föstudagurinn 13. hjá mér í gær


Dagurinn byrjaði á því að ég var að slétta á mér hárið. Sléttujárnið er búið að vera smá að stríða mér, eitthvað sambandsleysi í því. En ég hef ekki gefið mig með það, en í gær að þá gaf það heldur betur upp öndina. Ég var sem betur fer ekki með það í hárinu þegar það SPRAKK.... úff það kom þvílíkur kvellur og BLÁIR blossar og KOLNIÐA myrkur :S Ég var alveg viss um að ég hefði slegið út allri blokkinni.... en fjúkk það var bara mín íbúð :) hehe og ég sem var ekki búin að slétta á mér hárið.... þannig að spennur voru það :)



Svo fer ég í skólann og þar gengur allt svona þokkalega..... fékk reyndar yfir mig eitt vatnsglas... var eins og ég hefði pissað á mig :) hehe en það var fljótt að þorna. En þetta var samt snilldarlega gert :) ein úr bekknum var að segja svo spennandi sögu að hún varð að nota hendurnar til að leggja áherslur á orð sín og sló í tómt glas sem valt á fullt glas sem valt í fangið á mér :) hahaha snilld.

Ég fékk glænýjar kartöflur sendar um daginn frá tengdó, úr garðinum hennar. Það var ákveðið að það yrði soðinn fiskur og nýjar kartöflur í kvöldmatinn. Ég skellti töflunum í pottinn og fiskinum og kveikti á hellunum. ÉG horfði vel á takkana þegar ég snéri þeim og passaði að ég væri að kveikja á efri hellunum. Svo fór ég bara ða leika við HU í smá stund. Svo ætlaði ég að fara að lækka undir hellunum, geng að eldavélinni og þá BÚÚÚÚMMMMMMM það semsagt sprakk glerlok yfir ALLT!!!!!!!!!! ÉG hafði semsagt kveikt á vitlausri hellu. Þar var lokið af pottinum og það splúndraðist (enda var hellan á 9) sjæææjjjsss hvað mér brá.... gargaði á HU greyið og saðgi henni að vera kjurri meðan ég reyndi að taka sem mest af glerbrotunum. Fiskinum og kartöflunum var semsagt hent og Dominos varð fyrir valinu. ÉG hringdi í Dominos og panntaði pizzu, eitthvað sparitilboð A og varð spurð hvort ég vildi sækja eða fá sent. Bað um að það yrði sent. SVo rétt fyrir átta að þá rak ég kallinn af stað að sækja pizzuna :) hahahhahhahahha hann greyið rauk af stað...... hringdi svo eftir smá og spurði hvort ég væri byrjuð að borða :) hahahhahha engin pizza á mínu nafni til að sækja :) hahhahaha en hann kom heim á sama tíma og pizzan.... heppilegt :)
En á meðan við vorum að bíða eftir pizzunni að þá hringdi pabbi. Á meðan ég spjallaði við hann að þá náði HU að teyjga sig í vatnskönnuna og hellti öllu úr henni og það YFIR SÍMANN MINN :( þannig að ég skellti á pabba, hennti símanum á ofninn og þurkaði restina.

Ég var búin að ákveða að fara út að hlaupa um kvöldið,...... en var avarla að þora því.... var alveg VISS um að það yrði keyrt á mig :) hahhaha en það slapp :) þegar ég kom heim að þá mundi ég eftir blessaða símanum og tékkaði á honum.... það lá við að hann væri bráðnarður :) hehe þá hafði mín bara trukkað ofninn í BOTN í öllum látunum..... en hann fór í gang.... en slekkur reyndar á sér svona þegar honum henntar :S sjáum hvað hann endist :) búinn að þurfa að þola mjög margt þessi blessaði sími :)

Ef að þetta er ekki föstudagurinn 13. á fimmtudegi að þá veit ég ekki hvernig hann er :) hehe

Knús
Valgý ofurheppna ;)

Monday, September 22, 2008

lífið og tilveran

skrítið hvernig maður dettur í og úr bloggstuði :) hehe stundum skrifar maður og skrifar og svo ekki söguna meir.

En lífið hérna á Ak city gengur sinn vana gang. Allir sáttir í sinni rútínu. Reyndar er brjálað að gera hjá Birki... hann er ALLTAF vinnandi þessi elska.... já og í skólanum :) er svo duglegur þessi elska... ákvað að drífa sig í smá nám... nota tímann á meðan við erum hér :)

Helgin hjá okkur fór í ALGJÖRA leti.... og kannski má svona kverkaskít. Við Hafdís Una vorum hálf slappar eitthvað... en höfðum það samt ofur kósý á náttfötunum alla helgina.... og elska svona helgar þegar það er barasta ekkert plan :) hehe ekki eins og það sé neitt rosa mikið plan hjá okkur hérna um helgar. En samt... þar var bara akkurat ekkert og við bara dúlluðum okkur heima, laga til og leika ofl. Á sunnudeginum var tekinn smá sunnud bíltúr... eða við erum eiginlega frekar farin að kalla það andanefjubíltúr :) hehe því við brunum alltaf beint að pollinum og stoppum þar í smá stund til að ath hvort þær sýni okkur ekki einhverjar listir ;) oftast er nú Brynja með í för :) mmm Andanefjurnar voru á sínums tað.... reyndar bara 3 því að ein er dáin.... blessuð sé minning hennar. Festist í ainhverri bauju og dó greyið. En hinar 3 voru á sínum stað en voru í rólegri kanntinum. Mér datt helst í hug að þær væru sorgmæddar og Birki fannst ég heldur til ótillitsöm að taka myndir af þeim á meðan þær syrgja :) hahahhaa
En það sem mér fannst merkilegt og ótrúlega mikil hugrekki var að það var æfing hjá siglingaklúbbnum. Það voru ca 7 litli seglskútubátar að æfa sig. Það var ekkert spes veður, og bátarnir hvolfdu og allt og alltaf voru nefjurnar á svamli þarna í kringum þá.... sjæææjjjsss hvað ég myndi ekki þora þessu
Hér eru blessuðu nefjurnar á sundi



einn á hlið

tveir á hvolfi

huggulegur félagsskapur :)




andanefja að kíka á bátana :)


En fegin ég að vera ekki í þessum siglingaklúbb :) hehe

Var á foreldrafundi í leikskólanum í dag. Voða fínt að fá svona vetrardagskránna og svona. Voða yndislegar konur sem vinna þarna. En það er samt rosa breyting að fara frá dagmömmu yfir í leikskóla.... eða mér finnst það allavega. Það er eitthvað svo notarlegt allt hjá dagmömmunni... ææ þið vitið... bara 5 börn og þess vegna bara 5 foreldrar sem eru að hittast og ná í börnin sín og ææ stoppaði oft í smá stund og spjallaði við Lindu á meðan maður var að ná í HU og fara með hana. En þetta er svo allt öðruvísi á leikskólum.... ekkert verra neitt... er ekki að segja það.... maður er samt bara einn af svo miklu fleirum þar :) hehe ææ skiljiði hvað ég á við. Svo kannski líka bara afþví að maður þekkir konurnar ekkert ennþá... þetta á sjálfsagt eftir að breytast þegar lengra líðru á veturinn.... sá alveg að þær sem áttu fleiri börn á leikskólanum voru búnar að mynda tengsl við leikskólakennarana sem eru búnar að vera lengst.

EEEENN allavega að þá er ég farin að reyna að læra.... sjææss er að vinna heimaverkefni 2 í hreyfingafræði og það er einhver meinloka í gangi.... er EKKI að ná þessu. Þurfum að reikna Newton kraftinn sem extensor vöðvarnir í baki þurfa að hafa til þess að vinna á móti þunganum (sem er 25 kg kassi sem maðurinn heldur á) svo að maðurinn detti ekki framfyrir sig??????

allavega
over and out
Stórt knús á alla

Thursday, September 11, 2008

Það getur verið mjög snúið að vera fatlaður

Þetta er búin að vera snilldar dagur. Mættum í skólan rétt fyrir hádegi í Iðju tíma. Þar fengum við þau verkefni að vera lömuð fyrir neða mitti, blind, gömul og jafnvægislaus og með skerta sjón og snertiskyn. Svo var haldið niður í bæ. Ég byrjaði í hjólastólnum og lyftan í skólanum er nú ekki upp á marga fiska og skólinn allur á pöllum þannig að við þurftum að fara í 2 PONSU litlar lyftur. Svo varð smá bras að koma sér út í bíl, þannig að það endaði með smá svindli. Svo var skundað í miðbæinn. Þar fórum við í zikzak, á sýsló, í ríkið og á kaffihús. Myndirnar tala sínu máli... njótið ;)

ég orðin lömuð fyrir neðan mitti


Erna með skerta sjón og Vala blind

og þá var að koma sér út í bíl

mættar niður í bæ og tilbúnar í að takast á við verkefnin

ég er reyna að komast inn á pósthús, þurfti að bakka inn

Sibba blind í zikzak

Erna með skerta sjón og snertiskyn búin að versla sér skirtuSibba blind að bíða eftir aðst hjá Tryggingastofnun :)

Erna þurfti smá aðstoð upp til að komast inn á sýsló

ég búin að versla eina hvíta í ríkinu :) alveg nauðsylegur leiðangur :) hehe


Með skerta sjón og skert snertiskyn í ríkinu ;)


Sibba orðin 82 ára gömul og blaut og þá er mjög nauðsynlegt að komast í ríkið :) hhehe

Sibba orðin lömuðm ég blind og Rannveig með skert sjónsvið :)
Vala klæddi Sibbu í regnslánna :) ég eins og píanó snillingur ;)

Erna blind að borða, henni fannst það mjög erfitt

Sibba með skert sjón og sn.skyn að drekka kaffi :) gekk vel

Mættar aftur upp í skóla, Rannveig á leið í lyftuna upp í skóla

Vinkonurnar báðar orðnar blindar :) huggulegar ;)

Allir orðnir blindir og svona gengum við um skólann :) gekk ágætlega en var samt mjög erfitt

Over and out