Friday, October 10, 2008

hvert stefnir ungdómurinn okkar???

... fór á róló með litlu skottuna mína og stóra prinsinn í gær... þegar við komum þangað að þá voru 4 strákar og 2 stelpur þar. Þau voru á aldrinum 7-8 ára og vá.... ég bara átti ekki orð og starði á þessi blessuð börn allan tímann. ÉG heyrði ekkert nema andskotans fokking fáviti, djöfulsins heilalausi hálfviti, og svo kom blót runan á ensku líka. Strákarnir voru að grýta steinum í stelpunrnar, þangað til gribban ég stoppaði það... gat bara ekki horft lengur upp á þetta. Strákarnir tóku dótið sitt og einn foringinn kallaði: komiði strákar, nennum sko ekki að veta hér hjá þessari fokking helvítis kerlingar tussu :S sjææjsss er bara eðlilegt að svona ung börn tali svona. Ég var SVO glöð þegar stóri prinsinn, 11 ára, leit á mig þegar þeir fóru og sagði: vá hvað þessir strákar voru dónalegir.

Og ég tók þá ákvörðun að ef að þessir gaurar verða aftur á þessum leikskóla þegar ég fer næst að þá ætla ég eitthvað annað. Litla skottan mín er SVO mikill páfagaukur þessa dagana :) hehe YNDISLEGT. Stóri bróðir hennar var að leita af hjóla hjálminum, sá loks í hann lengst upp á hillu, þá saðgi hann oo my good ég næ honum aldrei :) hehe þá heyrðist í litla skottinu: om good ég get ekki :) heheheheh bara krúttlegt og nú segir hún om good í öðru hverju orði :)

Ég hef alveg smá áhyggjur af því hvað börn bera litla virðingu fyrir öðru og öðrum. Hvað gerðist??? Ég man allavega eftir því þegar ég var lítil hvað mér fannst eldri krakkar spennandi og hvað ég horfði mikið upp til þeirra. Að ég eða bara krakkar á mínum aldri hefði dottið í hug að tala dónalega við eldra fólk. Er þetta okkur sjálfum að kenna??? eða hvað kom fyrir??? Agaleysið er náttl skelfilegt. Það mátti skamma þegar ég var lítil, en í dag má ekkert segja við þessi blessuðu börn. Ég held að það hafi enginn gott af þessu ofverndaða umhverfi.

En það er komið helgafrí og ég er SVOOOOOOOOOOO glöð. Þessi vika er búin að vera skelfing. Var alla síðust helgi upp í skóla að læra fram á nótt fyrir próf og verkefni og vikan var ekki skárri. Fór aldrei að sofa fyrir kl hálf 12, var yfirleitt að fara að sofa milli 1 og 2 :S sjææjjss þannig að orkan er orðin ansi lítil og helgin verður sko notuð í það að slaka á og auðvitað læra :) hehe engin pása í því EN það verður sko ekkert stress.... bara kósý og huggulegt.

Jæja over and out
blogg eftir helgi

3 comments:

Anonymous said...

Já það er alveg ótrúlegt hvað getur komið út úr þessum litlu munnum, maður er stundum alveg orðlaus...svo hugsar maður hvernig get ég komið í veg fyrir að snúllan mín fari á sama veg??? Vona að manni takist það upp að ala upp manneskju sem ber virðingu fyrir sér og öðrum.
Hlakka til að hitta þig næstu helgi;-)
Katrín

Helga Björg said...

Já ég hef sko oft þurft að halda að mér höndum og halda kjafti þegar þessir krakkavitleysingar opna á sér munninn og kalla mann öllum illum nöfnum! Einmitt helvítis heimska kerling og önnur mun grófari og ljótari orð....
Og það er sama hvað maður segir þau labba bara að manni - ögrandi... myndu örugglega ráðast á mann!! Ég allavega hef bara gengi í burtu áður en ég fæ nokkra 8 ára á mig!! hehe....

En já það er vonandi að börnin manns endi ekki svona, færi þá í stofufangelsi!!!!

Anonymous said...

Já ég held að það mikilvægasta í dag sem við getum kennt börnunum okkar er að bera virðingu fyrir sér og öðrum.