Monday, May 26, 2008

Sumar og sól


Er í eitthvað voða litlu blogg stuði þessa dagana. Veit ekki hvað það er.... alltaf þegar ég er komin við tölvuna og ætla að byrja að þá bara hef ég ekki frá neinu að segja... súrt.

EENNN Helgin var vægt til orða YNDISLEG... Fengum Helguna mína og Gulla í heimsókn og það var borðað, drukkið, borðað, borðað, farið í sund, borðað, drukkið :) heheheh allavega er maður á blístri eftir helgina og það er sko komið að STRÖNGU aðhaldi. Nú gerist það :) hehe
Takk fyrir frábæra helgi Helgan mín :) hlakka til að fá ykkur aftur á norðurlandið eftir nokkrar vikur ;)

Vinnan gengur rosa vel og ég er mjög sátt þarna. Yndislegur vinnustaður og samstarfsfólk.

Jæja held ég láti þetta duga í bili. Gleymdi alveg að taka myndir um helgina... þannig að ég bíð spennt eftir myndum frá Helgu ;) blikk blikk :) hehe

over and out

Saturday, May 17, 2008

Sumarfríið mitt búið :(

Úff fékk nett sjokk þegar ég áttaði mig á því að 19.mai er á MÁNUDAGINN!!!!! Hvað er það. Þegar ég réð mig í vinnuna fannst mér eins og ég ætti alveg þónokkra daga í frí, frá því að skólinn kláraðist og þangað til 19. EENNNN þeir eru náttl búnir að þjóta áfram og mér finnst eins og hafi klárað prófin í GÆR. En ég er samt alveg spennt að byrja að vinna upp á Hlíð. Held ég verði bara ótrúlega sátt þarna. En það er svo skondið... maður ætlar alltaf að nota fríið sitt SVO vel :) ehehe ég ætlaði t.d að sauma mér peysu, þrífa allt hátt og lágt og sofa út og slappa af. EN er ekki búin að neinu... jú er að þrífa núna... er bara akkurat núna að bíða eftir að gólfið þorni :) hehe er þá nokkuð annað að gera við tíman enn að henda inn smá bloggfærslu :) thí hí Ætla svo að ráðast á geymsluna á eftir og henda öllu út úr henni og sortera. Ekki veitir af ef það verður af fluttningum. Sem ég vona svo INNILEGA. Er að bíða eftir svari frá manningum sem sér um stúdentagarðana. Hann ætlaði að ath hvað hann gæti gert í því að losa okkur sem fyrst úr Tröllagilinu. Það er náttl 3 mán uppsagnafrestur enn getum náttl ekki haldið hinni íbúðinni svo lengi. Þannig að ég krossa alla putta og allar tær um að þetta gangi og við flytjum um mánaðarmótin :) jeeiiiijjjj og þá verður sko UPPÞVOTTAVÉLIN sótt STRAX :) vá hvað ég get ekki beðið. Gubba á uppvaskið einn daginn. Shhiiiittt hvað það er leiðinlegt að vaska upp. Eða bara að þurfa að eiða tíma í það. Mér finnst ég sko alveg hafa nóg annað að gera enn að vaksa upp :) kannski má kalla þetta leti... enn rétt upp hönd sem finnst skemmtilegt að vaksa upp. Tala ekki um plássleysið sem við búum við núna(í eldhúsinu). En allavega að þá vona ég svo að þetta gangi upp. Ég þrífst ekki í svona óvissu :) hehe verður bara ekkert úr verki. Þarf að vita nákvæmlega hver dagskráin er til að geta skipulagt mig :)

Fór í sveitaferð með skottuna í gær. Dagmömmurnar fóru allar þannig að þetta voru 2 troðfullar rútur. Fórum í dýragarðinn að krossum. Bara frábær staður. Flott aðstaða.
mæðgur að skoða dýrin

úti að skoða geitur

Svo eftir sveitaferðina fórum við fjölskyldan, Sibba og María í Kjarnaskóg. Þvílík perla sem Kjarnaskógur er. Frábært veður og bara æði að rölta þarna um... smá svona útlanda fílingur :)


Jæja gólfið orðið þurrt og þá er engin afsökun lengur :)

Stefni svo á að nota rigningardagana í sumar til þess að sauma :)

Stórt knús

Tuesday, May 13, 2008

1.árið í Iðjuþjálfun búið :)

Jábbb tíminn hefur gjörsamlega flogið áfram :) erum að verða búin að búa hérna á norðurlandinu í 1 ár... hvað er það!!! En þetta fyrsta ár er búið að vera rosa gott... þannig að ég hlakka bara til hinna þriggja :)
Prófin gengur bara ágætlega nema í lífeðlisfræðinni... er ekki komin með eink í henni EENN prófið var grín. Það er dregið niður fyrir röng svör og svo voru ritgerðaspurningarnar spes. Þannig að ég ætla bara að byrja að læra í vikunni, með bros á vör, (DJÓK) fyrir endurtekt sem verður 27.mai.

En próflokunum var fagnað. Prófljótan var líka kvödd :) hehe skellti mér í klipp og lit á föstudeginum og svo var hittingur hjá bekknum á Staðnum. Svo var partý hjá Ástu og svo var haldið á Kaffi Akureyri... Það var sólgleraugna og hatta þema... bara gaman. Kvöldið var rosa fínt.

Er eitthvað ekki að nenna að blogga núna... hálf sibbin eitthvað. Eftir FRÁBÆRA helgi... Fengum góða gesti... það var borðað, drukkið og spjallað :) BARA NICE. Takk fyrir komuna Boggan mín og co
Ætla að henda inn nokkrum myndum frá kvöldinu

Nokkrar skvísur ú bekknum í gírnum :)

Ég og ásta í pósu :)

Hress

úúú Anna Karen, ég og Ásta

Greinilega eitthvað farið framhjá Evu að það var Zoolander þema :) hehe
Stórt knús