Tuesday, September 30, 2008

SNJÓR...... hvað er málið ????



Svona er útsýnið út um eldhúsgluggann hjá mér akkurat núna.....16:55......

Vaknaði í snjókomu.... svo stefndi í ágætis veður rúmlega hádegi.... en svo byrjaði aftur að snjóa :S úfff er ekki alveg tilbúin fyrir þennan blessaða snjó.... en vonandi er þetta bara eitthvað svona smá sýnishorn :) þarf allavega að fara að leita að svona gormum undir skóna mína til að geta haldið áfram að skokka í vetur ;)

Bara svo ég komi því nú frá mér en ég HATA ALLT SEM TENGIST BÍLAMÁLUM..... vá en nenni ekki að tala um það.....

túrilú

Friday, September 26, 2008

Föstudagurinn 13 þann 25.sept

úfff já það var sko föstudagurinn 13. hjá mér í gær


Dagurinn byrjaði á því að ég var að slétta á mér hárið. Sléttujárnið er búið að vera smá að stríða mér, eitthvað sambandsleysi í því. En ég hef ekki gefið mig með það, en í gær að þá gaf það heldur betur upp öndina. Ég var sem betur fer ekki með það í hárinu þegar það SPRAKK.... úff það kom þvílíkur kvellur og BLÁIR blossar og KOLNIÐA myrkur :S Ég var alveg viss um að ég hefði slegið út allri blokkinni.... en fjúkk það var bara mín íbúð :) hehe og ég sem var ekki búin að slétta á mér hárið.... þannig að spennur voru það :)



Svo fer ég í skólann og þar gengur allt svona þokkalega..... fékk reyndar yfir mig eitt vatnsglas... var eins og ég hefði pissað á mig :) hehe en það var fljótt að þorna. En þetta var samt snilldarlega gert :) ein úr bekknum var að segja svo spennandi sögu að hún varð að nota hendurnar til að leggja áherslur á orð sín og sló í tómt glas sem valt á fullt glas sem valt í fangið á mér :) hahaha snilld.

Ég fékk glænýjar kartöflur sendar um daginn frá tengdó, úr garðinum hennar. Það var ákveðið að það yrði soðinn fiskur og nýjar kartöflur í kvöldmatinn. Ég skellti töflunum í pottinn og fiskinum og kveikti á hellunum. ÉG horfði vel á takkana þegar ég snéri þeim og passaði að ég væri að kveikja á efri hellunum. Svo fór ég bara ða leika við HU í smá stund. Svo ætlaði ég að fara að lækka undir hellunum, geng að eldavélinni og þá BÚÚÚÚMMMMMMM það semsagt sprakk glerlok yfir ALLT!!!!!!!!!! ÉG hafði semsagt kveikt á vitlausri hellu. Þar var lokið af pottinum og það splúndraðist (enda var hellan á 9) sjæææjjjsss hvað mér brá.... gargaði á HU greyið og saðgi henni að vera kjurri meðan ég reyndi að taka sem mest af glerbrotunum. Fiskinum og kartöflunum var semsagt hent og Dominos varð fyrir valinu. ÉG hringdi í Dominos og panntaði pizzu, eitthvað sparitilboð A og varð spurð hvort ég vildi sækja eða fá sent. Bað um að það yrði sent. SVo rétt fyrir átta að þá rak ég kallinn af stað að sækja pizzuna :) hahahhahhahahha hann greyið rauk af stað...... hringdi svo eftir smá og spurði hvort ég væri byrjuð að borða :) hahahhahha engin pizza á mínu nafni til að sækja :) hahhahaha en hann kom heim á sama tíma og pizzan.... heppilegt :)
En á meðan við vorum að bíða eftir pizzunni að þá hringdi pabbi. Á meðan ég spjallaði við hann að þá náði HU að teyjga sig í vatnskönnuna og hellti öllu úr henni og það YFIR SÍMANN MINN :( þannig að ég skellti á pabba, hennti símanum á ofninn og þurkaði restina.

Ég var búin að ákveða að fara út að hlaupa um kvöldið,...... en var avarla að þora því.... var alveg VISS um að það yrði keyrt á mig :) hahhaha en það slapp :) þegar ég kom heim að þá mundi ég eftir blessaða símanum og tékkaði á honum.... það lá við að hann væri bráðnarður :) hehe þá hafði mín bara trukkað ofninn í BOTN í öllum látunum..... en hann fór í gang.... en slekkur reyndar á sér svona þegar honum henntar :S sjáum hvað hann endist :) búinn að þurfa að þola mjög margt þessi blessaði sími :)

Ef að þetta er ekki föstudagurinn 13. á fimmtudegi að þá veit ég ekki hvernig hann er :) hehe

Knús
Valgý ofurheppna ;)

Monday, September 22, 2008

lífið og tilveran

skrítið hvernig maður dettur í og úr bloggstuði :) hehe stundum skrifar maður og skrifar og svo ekki söguna meir.

En lífið hérna á Ak city gengur sinn vana gang. Allir sáttir í sinni rútínu. Reyndar er brjálað að gera hjá Birki... hann er ALLTAF vinnandi þessi elska.... já og í skólanum :) er svo duglegur þessi elska... ákvað að drífa sig í smá nám... nota tímann á meðan við erum hér :)

Helgin hjá okkur fór í ALGJÖRA leti.... og kannski má svona kverkaskít. Við Hafdís Una vorum hálf slappar eitthvað... en höfðum það samt ofur kósý á náttfötunum alla helgina.... og elska svona helgar þegar það er barasta ekkert plan :) hehe ekki eins og það sé neitt rosa mikið plan hjá okkur hérna um helgar. En samt... þar var bara akkurat ekkert og við bara dúlluðum okkur heima, laga til og leika ofl. Á sunnudeginum var tekinn smá sunnud bíltúr... eða við erum eiginlega frekar farin að kalla það andanefjubíltúr :) hehe því við brunum alltaf beint að pollinum og stoppum þar í smá stund til að ath hvort þær sýni okkur ekki einhverjar listir ;) oftast er nú Brynja með í för :) mmm Andanefjurnar voru á sínums tað.... reyndar bara 3 því að ein er dáin.... blessuð sé minning hennar. Festist í ainhverri bauju og dó greyið. En hinar 3 voru á sínum stað en voru í rólegri kanntinum. Mér datt helst í hug að þær væru sorgmæddar og Birki fannst ég heldur til ótillitsöm að taka myndir af þeim á meðan þær syrgja :) hahahhaa
En það sem mér fannst merkilegt og ótrúlega mikil hugrekki var að það var æfing hjá siglingaklúbbnum. Það voru ca 7 litli seglskútubátar að æfa sig. Það var ekkert spes veður, og bátarnir hvolfdu og allt og alltaf voru nefjurnar á svamli þarna í kringum þá.... sjæææjjjsss hvað ég myndi ekki þora þessu
Hér eru blessuðu nefjurnar á sundi



einn á hlið

tveir á hvolfi

huggulegur félagsskapur :)




andanefja að kíka á bátana :)


En fegin ég að vera ekki í þessum siglingaklúbb :) hehe

Var á foreldrafundi í leikskólanum í dag. Voða fínt að fá svona vetrardagskránna og svona. Voða yndislegar konur sem vinna þarna. En það er samt rosa breyting að fara frá dagmömmu yfir í leikskóla.... eða mér finnst það allavega. Það er eitthvað svo notarlegt allt hjá dagmömmunni... ææ þið vitið... bara 5 börn og þess vegna bara 5 foreldrar sem eru að hittast og ná í börnin sín og ææ stoppaði oft í smá stund og spjallaði við Lindu á meðan maður var að ná í HU og fara með hana. En þetta er svo allt öðruvísi á leikskólum.... ekkert verra neitt... er ekki að segja það.... maður er samt bara einn af svo miklu fleirum þar :) hehe ææ skiljiði hvað ég á við. Svo kannski líka bara afþví að maður þekkir konurnar ekkert ennþá... þetta á sjálfsagt eftir að breytast þegar lengra líðru á veturinn.... sá alveg að þær sem áttu fleiri börn á leikskólanum voru búnar að mynda tengsl við leikskólakennarana sem eru búnar að vera lengst.

EEEENN allavega að þá er ég farin að reyna að læra.... sjææss er að vinna heimaverkefni 2 í hreyfingafræði og það er einhver meinloka í gangi.... er EKKI að ná þessu. Þurfum að reikna Newton kraftinn sem extensor vöðvarnir í baki þurfa að hafa til þess að vinna á móti þunganum (sem er 25 kg kassi sem maðurinn heldur á) svo að maðurinn detti ekki framfyrir sig??????

allavega
over and out
Stórt knús á alla

Thursday, September 11, 2008

Það getur verið mjög snúið að vera fatlaður

Þetta er búin að vera snilldar dagur. Mættum í skólan rétt fyrir hádegi í Iðju tíma. Þar fengum við þau verkefni að vera lömuð fyrir neða mitti, blind, gömul og jafnvægislaus og með skerta sjón og snertiskyn. Svo var haldið niður í bæ. Ég byrjaði í hjólastólnum og lyftan í skólanum er nú ekki upp á marga fiska og skólinn allur á pöllum þannig að við þurftum að fara í 2 PONSU litlar lyftur. Svo varð smá bras að koma sér út í bíl, þannig að það endaði með smá svindli. Svo var skundað í miðbæinn. Þar fórum við í zikzak, á sýsló, í ríkið og á kaffihús. Myndirnar tala sínu máli... njótið ;)

ég orðin lömuð fyrir neðan mitti


Erna með skerta sjón og Vala blind

og þá var að koma sér út í bíl

mættar niður í bæ og tilbúnar í að takast á við verkefnin

ég er reyna að komast inn á pósthús, þurfti að bakka inn

Sibba blind í zikzak

Erna með skerta sjón og snertiskyn búin að versla sér skirtuSibba blind að bíða eftir aðst hjá Tryggingastofnun :)

Erna þurfti smá aðstoð upp til að komast inn á sýsló

ég búin að versla eina hvíta í ríkinu :) alveg nauðsylegur leiðangur :) hehe


Með skerta sjón og skert snertiskyn í ríkinu ;)


Sibba orðin 82 ára gömul og blaut og þá er mjög nauðsynlegt að komast í ríkið :) hhehe

Sibba orðin lömuðm ég blind og Rannveig með skert sjónsvið :)
Vala klæddi Sibbu í regnslánna :) ég eins og píanó snillingur ;)

Erna blind að borða, henni fannst það mjög erfitt

Sibba með skert sjón og sn.skyn að drekka kaffi :) gekk vel

Mættar aftur upp í skóla, Rannveig á leið í lyftuna upp í skóla

Vinkonurnar báðar orðnar blindar :) huggulegar ;)

Allir orðnir blindir og svona gengum við um skólann :) gekk ágætlega en var samt mjög erfitt

Over and out

Tuesday, September 9, 2008

Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót.......

Fórum suður um helgina til þess að fara í afmæli hjá henni tengdamóður minni..... hún var að fagna þeim stóra áfanga að verða áttræð :) og henni hlakkar sko bara til að verða níræð :) hehe vona svo innilega að ég verði svona hress þegar ég verð áttræð ;)

Klárlega flottasta áttræða kona sem ég þekki :) Hleypur um allt eins og unglamb :)

Helgin hjá okkur einkenndist af afmælum. Byrjuðum á því að fara í 35 ára afmæli til Imbu á laugardeginum. Svo kíkti ég í smá heimsókn til Tinnu og Katrín kíkti yfir.... hún klikkar sko ekki á fjörinu þó svo hún sé kasólétt :) alltaf fyrsta manneksja á staðinn :) dáist af þér Katrín mín :)
ekki það að ólétta sé eitthvað sjúklegt ástand :) hehe en margar sem að bara eru þreyttar og nenna ekki að taka þátt í fjörinu :)

Svo var brunch hjá Ingþóri bróðir kl 11 á sunnud. Hann átti afmæli 1.sept og varð 15 ára, erum að tala um litla bróðir minn. Komin með skellinöðrupróf :S
og svo var brunað upp í bústað til Unu og Kristjáns, Tengdamamma ákvað nefnilega að vera ekki heima yfir afmælisdaginn :) og þau hjúin skelltu sér í bústað. Svo var veislan sjálf á Borg í Grímsnesi. Þar komi öll börn og barnabörn og borðuðu rosa góðan mat og höfðu gaman. Við vorum búin að ákveða að keyra heim á mánudeginum en á sunnudeginum áður en við fórum í afmælin,fór Birkir í það að pakka saman öllu dótinu okkar, bara svona ef okkur langaði að leggja af stað á sunnud kvöldinu. Hann fékk nú engar svakalegar undirtektir hjá frúnni, og hann langaði líka að keyra kjöl :S og svo varð úr að hann fékk að ráða..... hver segir svo að konan ráði öllu í sambandinu????? þannig að við lögðum af stað hálf 9 um kvöldið.

URÐ OG GRJÓT, UPP Í MÓT, EKKERT NEMA URÐ OG GRJÓT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! já held að það segi allt sem segja þar........ Þetta var lengsta og ÖMURLEGASTA ferð sem ég hef farið...... SJÆÆÆJJJJSSSS vegurinn var eins og þvottabretti ALLA leið. Við keyrðum semsagt megnið af leiðinni á ca 20-40 km hraða og vorum komin heim að ganga hálf 3.
Ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég þurfi að telja oft upp á 10 :) hehe en greyið kallinn var með blússandi samviskubit ALLA leiðina :) greyið :)
En við komumst heil heim og Hafdís Una svaf ósköpin af sér :) ótrúlegt en satt :) hún sofnaði við það að segja aaaaaaaa í takt við holurnar :) hahahhahaa

Jæja er víst líka að elda grjónagraut ;) ætla að klára að elda hann og skella mér svo í leikfimina.

Svo er kósýkvöld hjá mér á laugard kvöldið, við mæðgur veðrum einar heima. Birkir er að fara til Viffa= að djamma með heilögu þrenningunni ;)

Ætla að taka mér einhverja OFUR væmna mynd...... er einhver með tillögu????????

over and out