Monday, September 22, 2008

lífið og tilveran

skrítið hvernig maður dettur í og úr bloggstuði :) hehe stundum skrifar maður og skrifar og svo ekki söguna meir.

En lífið hérna á Ak city gengur sinn vana gang. Allir sáttir í sinni rútínu. Reyndar er brjálað að gera hjá Birki... hann er ALLTAF vinnandi þessi elska.... já og í skólanum :) er svo duglegur þessi elska... ákvað að drífa sig í smá nám... nota tímann á meðan við erum hér :)

Helgin hjá okkur fór í ALGJÖRA leti.... og kannski má svona kverkaskít. Við Hafdís Una vorum hálf slappar eitthvað... en höfðum það samt ofur kósý á náttfötunum alla helgina.... og elska svona helgar þegar það er barasta ekkert plan :) hehe ekki eins og það sé neitt rosa mikið plan hjá okkur hérna um helgar. En samt... þar var bara akkurat ekkert og við bara dúlluðum okkur heima, laga til og leika ofl. Á sunnudeginum var tekinn smá sunnud bíltúr... eða við erum eiginlega frekar farin að kalla það andanefjubíltúr :) hehe því við brunum alltaf beint að pollinum og stoppum þar í smá stund til að ath hvort þær sýni okkur ekki einhverjar listir ;) oftast er nú Brynja með í för :) mmm Andanefjurnar voru á sínums tað.... reyndar bara 3 því að ein er dáin.... blessuð sé minning hennar. Festist í ainhverri bauju og dó greyið. En hinar 3 voru á sínum stað en voru í rólegri kanntinum. Mér datt helst í hug að þær væru sorgmæddar og Birki fannst ég heldur til ótillitsöm að taka myndir af þeim á meðan þær syrgja :) hahahhaa
En það sem mér fannst merkilegt og ótrúlega mikil hugrekki var að það var æfing hjá siglingaklúbbnum. Það voru ca 7 litli seglskútubátar að æfa sig. Það var ekkert spes veður, og bátarnir hvolfdu og allt og alltaf voru nefjurnar á svamli þarna í kringum þá.... sjæææjjjsss hvað ég myndi ekki þora þessu
Hér eru blessuðu nefjurnar á sundi



einn á hlið

tveir á hvolfi

huggulegur félagsskapur :)




andanefja að kíka á bátana :)


En fegin ég að vera ekki í þessum siglingaklúbb :) hehe

Var á foreldrafundi í leikskólanum í dag. Voða fínt að fá svona vetrardagskránna og svona. Voða yndislegar konur sem vinna þarna. En það er samt rosa breyting að fara frá dagmömmu yfir í leikskóla.... eða mér finnst það allavega. Það er eitthvað svo notarlegt allt hjá dagmömmunni... ææ þið vitið... bara 5 börn og þess vegna bara 5 foreldrar sem eru að hittast og ná í börnin sín og ææ stoppaði oft í smá stund og spjallaði við Lindu á meðan maður var að ná í HU og fara með hana. En þetta er svo allt öðruvísi á leikskólum.... ekkert verra neitt... er ekki að segja það.... maður er samt bara einn af svo miklu fleirum þar :) hehe ææ skiljiði hvað ég á við. Svo kannski líka bara afþví að maður þekkir konurnar ekkert ennþá... þetta á sjálfsagt eftir að breytast þegar lengra líðru á veturinn.... sá alveg að þær sem áttu fleiri börn á leikskólanum voru búnar að mynda tengsl við leikskólakennarana sem eru búnar að vera lengst.

EEEENN allavega að þá er ég farin að reyna að læra.... sjææss er að vinna heimaverkefni 2 í hreyfingafræði og það er einhver meinloka í gangi.... er EKKI að ná þessu. Þurfum að reikna Newton kraftinn sem extensor vöðvarnir í baki þurfa að hafa til þess að vinna á móti þunganum (sem er 25 kg kassi sem maðurinn heldur á) svo að maðurinn detti ekki framfyrir sig??????

allavega
over and out
Stórt knús á alla

2 comments:

Anonymous said...

Bara langt og flott blogg hjá minni :-) Glæsilegt.

Vona að okkur takist að klára þetta hel...verkefni á eftir !!! Og vona líka að næsta verkefni verði ekki svona hrikalega snúið.

Knús UPP til þín, Sibba

Helga Björg said...

Úff... ekki hefði ég áhuga á að svamla með þessum andanefjum!! Það er alveg hreint og klárt :)

Og með helgina... ohhh það er svo gott að slappa bara af og vera ekki með nein plön! Ekki oft sem það gerist hjá Helgunni en naut þess í botn núna :)

Og newton bleble... get ekki hjálpað þér! hehe... :) :) :)

Knús í kotið