Tuesday, September 9, 2008

Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót.......

Fórum suður um helgina til þess að fara í afmæli hjá henni tengdamóður minni..... hún var að fagna þeim stóra áfanga að verða áttræð :) og henni hlakkar sko bara til að verða níræð :) hehe vona svo innilega að ég verði svona hress þegar ég verð áttræð ;)

Klárlega flottasta áttræða kona sem ég þekki :) Hleypur um allt eins og unglamb :)

Helgin hjá okkur einkenndist af afmælum. Byrjuðum á því að fara í 35 ára afmæli til Imbu á laugardeginum. Svo kíkti ég í smá heimsókn til Tinnu og Katrín kíkti yfir.... hún klikkar sko ekki á fjörinu þó svo hún sé kasólétt :) alltaf fyrsta manneksja á staðinn :) dáist af þér Katrín mín :)
ekki það að ólétta sé eitthvað sjúklegt ástand :) hehe en margar sem að bara eru þreyttar og nenna ekki að taka þátt í fjörinu :)

Svo var brunch hjá Ingþóri bróðir kl 11 á sunnud. Hann átti afmæli 1.sept og varð 15 ára, erum að tala um litla bróðir minn. Komin með skellinöðrupróf :S
og svo var brunað upp í bústað til Unu og Kristjáns, Tengdamamma ákvað nefnilega að vera ekki heima yfir afmælisdaginn :) og þau hjúin skelltu sér í bústað. Svo var veislan sjálf á Borg í Grímsnesi. Þar komi öll börn og barnabörn og borðuðu rosa góðan mat og höfðu gaman. Við vorum búin að ákveða að keyra heim á mánudeginum en á sunnudeginum áður en við fórum í afmælin,fór Birkir í það að pakka saman öllu dótinu okkar, bara svona ef okkur langaði að leggja af stað á sunnud kvöldinu. Hann fékk nú engar svakalegar undirtektir hjá frúnni, og hann langaði líka að keyra kjöl :S og svo varð úr að hann fékk að ráða..... hver segir svo að konan ráði öllu í sambandinu????? þannig að við lögðum af stað hálf 9 um kvöldið.

URÐ OG GRJÓT, UPP Í MÓT, EKKERT NEMA URÐ OG GRJÓT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! já held að það segi allt sem segja þar........ Þetta var lengsta og ÖMURLEGASTA ferð sem ég hef farið...... SJÆÆÆJJJJSSSS vegurinn var eins og þvottabretti ALLA leið. Við keyrðum semsagt megnið af leiðinni á ca 20-40 km hraða og vorum komin heim að ganga hálf 3.
Ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég þurfi að telja oft upp á 10 :) hehe en greyið kallinn var með blússandi samviskubit ALLA leiðina :) greyið :)
En við komumst heil heim og Hafdís Una svaf ósköpin af sér :) ótrúlegt en satt :) hún sofnaði við það að segja aaaaaaaa í takt við holurnar :) hahahhahaa

Jæja er víst líka að elda grjónagraut ;) ætla að klára að elda hann og skella mér svo í leikfimina.

Svo er kósýkvöld hjá mér á laugard kvöldið, við mæðgur veðrum einar heima. Birkir er að fara til Viffa= að djamma með heilögu þrenningunni ;)

Ætla að taka mér einhverja OFUR væmna mynd...... er einhver með tillögu????????

over and out

4 comments:

Anonymous said...

P.S I love you
er akkurat myndin til að horfa á ein hún er væmin og falleg :o)

Helga Björg said...

Er einmitt ekki búin að taka neinar svona stelpumyndir... þarf að fara að redda því! Við Gulli segjumst alltaf ætla að taka þessa og þessa þegar við verðum ein veik heima en það bara gerist aldrei þannig að!!! :)

En já Kjölur er ekki búinn að vera uppá sitt besta í sumar... ég held að ég hefði trompast! :) hehe...

Bið bara að heilsa í bili
Bjalla á þig fljótlega :)

Lalli og Eva said...

Hahaha við fórum Kjöl í sumar sem var í sjálfu sér alveg fallegt í mjög góðu veðri og rosa flottu útsýni en vá ef það hefði verið kvöld/nótt þá hefði ég aldrei meikað þetta - enda var ég farin að bíta ansi fast saman tönnunum og hálf gnísta þegar við hossuðumst síðasta spölinn - átt alla mína samúð!!

Það á bara að malbika þetta og þá hefðum við fínasta veg norður!!

Anonymous said...

já ég styð allavega vegaframkvæmdir um kjöl.... 100% :) leiðin er nefnilega mun styttir, sá það á bensínmælinum þegar við komum heim.