Friday, September 26, 2008

Föstudagurinn 13 þann 25.sept

úfff já það var sko föstudagurinn 13. hjá mér í gær


Dagurinn byrjaði á því að ég var að slétta á mér hárið. Sléttujárnið er búið að vera smá að stríða mér, eitthvað sambandsleysi í því. En ég hef ekki gefið mig með það, en í gær að þá gaf það heldur betur upp öndina. Ég var sem betur fer ekki með það í hárinu þegar það SPRAKK.... úff það kom þvílíkur kvellur og BLÁIR blossar og KOLNIÐA myrkur :S Ég var alveg viss um að ég hefði slegið út allri blokkinni.... en fjúkk það var bara mín íbúð :) hehe og ég sem var ekki búin að slétta á mér hárið.... þannig að spennur voru það :)



Svo fer ég í skólann og þar gengur allt svona þokkalega..... fékk reyndar yfir mig eitt vatnsglas... var eins og ég hefði pissað á mig :) hehe en það var fljótt að þorna. En þetta var samt snilldarlega gert :) ein úr bekknum var að segja svo spennandi sögu að hún varð að nota hendurnar til að leggja áherslur á orð sín og sló í tómt glas sem valt á fullt glas sem valt í fangið á mér :) hahaha snilld.

Ég fékk glænýjar kartöflur sendar um daginn frá tengdó, úr garðinum hennar. Það var ákveðið að það yrði soðinn fiskur og nýjar kartöflur í kvöldmatinn. Ég skellti töflunum í pottinn og fiskinum og kveikti á hellunum. ÉG horfði vel á takkana þegar ég snéri þeim og passaði að ég væri að kveikja á efri hellunum. Svo fór ég bara ða leika við HU í smá stund. Svo ætlaði ég að fara að lækka undir hellunum, geng að eldavélinni og þá BÚÚÚÚMMMMMMM það semsagt sprakk glerlok yfir ALLT!!!!!!!!!! ÉG hafði semsagt kveikt á vitlausri hellu. Þar var lokið af pottinum og það splúndraðist (enda var hellan á 9) sjæææjjjsss hvað mér brá.... gargaði á HU greyið og saðgi henni að vera kjurri meðan ég reyndi að taka sem mest af glerbrotunum. Fiskinum og kartöflunum var semsagt hent og Dominos varð fyrir valinu. ÉG hringdi í Dominos og panntaði pizzu, eitthvað sparitilboð A og varð spurð hvort ég vildi sækja eða fá sent. Bað um að það yrði sent. SVo rétt fyrir átta að þá rak ég kallinn af stað að sækja pizzuna :) hahahhahhahahha hann greyið rauk af stað...... hringdi svo eftir smá og spurði hvort ég væri byrjuð að borða :) hahahhahha engin pizza á mínu nafni til að sækja :) hahhahaha en hann kom heim á sama tíma og pizzan.... heppilegt :)
En á meðan við vorum að bíða eftir pizzunni að þá hringdi pabbi. Á meðan ég spjallaði við hann að þá náði HU að teyjga sig í vatnskönnuna og hellti öllu úr henni og það YFIR SÍMANN MINN :( þannig að ég skellti á pabba, hennti símanum á ofninn og þurkaði restina.

Ég var búin að ákveða að fara út að hlaupa um kvöldið,...... en var avarla að þora því.... var alveg VISS um að það yrði keyrt á mig :) hahhaha en það slapp :) þegar ég kom heim að þá mundi ég eftir blessaða símanum og tékkaði á honum.... það lá við að hann væri bráðnarður :) hehe þá hafði mín bara trukkað ofninn í BOTN í öllum látunum..... en hann fór í gang.... en slekkur reyndar á sér svona þegar honum henntar :S sjáum hvað hann endist :) búinn að þurfa að þola mjög margt þessi blessaði sími :)

Ef að þetta er ekki föstudagurinn 13. á fimmtudegi að þá veit ég ekki hvernig hann er :) hehe

Knús
Valgý ofurheppna ;)

6 comments:

Anonymous said...

OMG ertu ekki að grínast í mér.. ég hefði skoo ekki þorað út að hlaupa heldur verið mjög fljót að segja við sjálfan mig að það væri ekkert vit í því og lagst svo í sófann með nammi og kók og horft á imbann hihi ennnn sumir eru bara svo fljótir að gera vel við sig...
Hlakka til partýhelgarinnar MJÖG fljótlega

Anonymous said...

hver á svo þetta komment??? með hverjum er ég að fara í partýhelgi :) hehehhehe

Helga Björg said...

Hehe... greyið vinkona :)

Þetta hefur verið fjörugur dagur hjá þér... þessar eldavélar geta verið annsi hættulegar :)

En gott að þú komst þó heil í bólið þetta kvöldið!

Love you
Helga Björg

Anonymous said...

tíhí nú auðvitað á Boggan þetta fína comment maður bara gleymir að kvitta undir vittleysuna í manni...

Anonymous said...

haha gat verið að þetta væri þú mín kæra :) sjald séðir hvítir hrafnar ;) hehe

Já hlakka itl partýhelgarinnar MIKLU ;)

Lalli og Eva said...

Hahahaha sorrý Valgý þetta er of fyndið!! Gerði alveg daginn fyrir mér - svona fyrst að þetta endaði vel og enginn slasaðist í öllum látunum þá er nú alveg hægt að hlægja að þessum óförum... Greyið mitt alveg búin að taka út óheppni fyrir árið held ég!