Saturday, August 30, 2008

daddara

Var að skoða heimasíðuna hjá leikskólanum hennar Hafdísar Unu.... ekkert smá gaman að geta fylgst með svona úr fjarlægð hvað hún er að gera þarna :)

Þessi mynd var meðal annars þar :) hehehheh OF krúttleg :)

Annars eyddi ég föstudagskvöldinu bara í það að skipuleggja skólann... fór yfir allar námsáætlanir og skráði samviskusamlega í dagbókina hvað ætti að lesa heima fyrir hvern dag og hvenar ætti að skila verkefnum...... og ég sá það að það verður FULLT að gera :S Ennnn það verður bara gaman að takast á við það.
Það er Akureyrarvaka þessa helgi.... spurning hvort maður tékki eitthvað á dagskránni þar.... hélt að það ætti að vera flugeldasýning, en sé það hvergi á dagskránni.... væri svo til í að kíkja aðeins á bæjinn í kvöld, bara með HU í kerru og hafa það kósý. Þarf að skoða dagskránna aðeins betur.

Jæja er að spá í að skella mér í ræktina, ath hvort að Hafdís Una samþykki það að vera í pössun þar meðan mamman reynir að brenna speeki. Birkir er nefnilega að vinna, en ekki hvað!!! :) er sko alveg farin að þrá að komast í bústað.... er ekki einhver til í að hittast á miðri leið í vetur og kíkja í bústað???????
Annars erum við að fara suður næstu helgi.... tengdamamma er 80 ára.... jebb :) hún er orðin stór þessi yndislega kona :) hehe hún á afmæli á sunnudaginn og verður afmælið upp í bústað á sunnudeginum.... þannig að við förum örugglega suður á föstud og komum norður aftur á mánudegi.

Jæja over and out.

Wednesday, August 27, 2008

Punkteruð

Er gjörsamlega punkteruð eftir daginn...... fengum ágæsti aðlögun í skólanum mánud og þriðjud... en sjæjs vorum frá 8-3 í dag og í FIMMFÖLDUM tíma í líffærafræði 3 sem er um heilann..... lærðum um miljón gróf og skorur í heilanum. Úfff hefði nú alveg verið til í að það hefði einhver tekið upp á video svipinn á bekknum þegar kennarinn tók smá upprifjun á okkur :) hahhahahahha hún hefur POTTÞÉTT hugsað... OMG tossabekkur DAUÐANS :) hahahaha sjæjs hvað var eitthvað djúpt á öllum gáfum í dag :) En ég verð nú bara að viðurkenna það að það flaug aftur í gegnum huga minn (eins og á fyrri önninni í fyrra) að loka bókunum bara og hætta.... fannst ég ekki kunna neitt.... EENNN þetta hlýtur að hafast :) og ég var líka voð glöð í frímínútunum að það voru fleiri en ég sem voru að gefast upp í þessum tíma.... verðum bara að herða hvort annað upp. Morgundagurinn verður KLÁRLEGA notaður í að læra.... enginn skóli (sem betur fer :) hehe) Ég var bara hálf lasin eftir skóla í dag.... þreytt, hausverk, flökurt ofl pottþétt með einhverja LUMBRU í mér :) hahahhaha alltaf að komast betur og betur inn í akureyrísku :)

Ég er búin að vera að taka ofurskipulagið á þetta.... er búin að lesa heima fyrir tímana :) hehe maður á það nefnilega til að vera SMÁ kærulaus svona fyrstu dagana... ææ skólinn bara rétt að hefjast... en nú er það ekki í boði.... harkan 666666666!!!!

Byrjaði í leikfimi í gær, í Bjargarbotla, sem er svona einhvert sambland af Fit-pilates, jóga ofl. Fínasti tími. Var síðasta vetur í líkamsræktarstöðinni Átak og fannst það æði. Var þar í fit-pilates og var rosa ánægð. En svo ákvað ég að prufa allavega eitt námskeið í Bjargi. Spara bensínið :) hehe ææ maður verður pínu að horfa á það þessa dagana, sérstaklega þegar maður á Dísel jeppa.... hvaða rugl er það :) Nú hjóla ég í leikfimina og finnst það æði, rosa gott að fá upphitunina á leiðinni í tímann :) ætla samt að reyna að vera tímanlega til að geta farið smá á hlaupabrettið líka... ná upp góðri brennslu. Svo er bara að sjá hvort ég taki annað námskeið þarna ;) eða færi mig aftur í Átak... sjáum til :)

Fór eftir leikfimi niður til Sibbu með gamlar myndir og fékk að skanna þær inn. Myndir af mér, Birki og Ívari :) ekkert smá gaman að geta skannað þær inn og komið þeim í tölvuform :) skelli inn tvem, smá sýnishorn af gamla settinu :) hehe


Hverjum er svo daman lík


Tuesday, August 26, 2008

Litla ljónið mitt



Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Konungurinn í frumskóginum er mættur og vill einmitt vera meðhöndlaður í samræmi við tign sína. Litla ljónið þarfnast athygli (við erum að tala um að vera alltaf miðdepill athyglinnar!) og vill láta taka eftir sér og láta dást að sér. Það getur verið mikil vinna að eiga börn í ljónsmerkinu. Börnin eru oft hávaðasöm og mjög opin í tjáningu. Ef barnið er ánægt er það yndislegasta og fallegasta barn í heimi en ef það er óánægt öskrar það og lætur öllum illum látum. Heimilislífið kemur til með að snúast mikið í kringum kraftmikinn ljónsungann sem getur verið mjög stjórnsamur og frekur. Það þýðir ekki að segja ljóninu að læðast meðfram veggjum því slíkt er andstætt eðli þess og er ekki til annars en að brjóta það niður. Vingjarnleg ákveðni er það sem dugar best. Ljónið er merki stjórnunar og foreldrar þurfa að virða þörf þess fyrir persónulegt sjálfstæði og því er gott að fela því snemma ábyrgð. Mikilvægt er að kenna því að taka tillit til annarra. Það þarf að taka tillit til þess í uppeldi að ljónið er einstakt og veita því athygli, hvatningu og ekki síst að hrósa því þegar það hefur gert eitthvað jákvætt.

Þessi stjörnuspá passar SVO við litla ljónið mitt :) hahahhahaha það er bara eins og það sé verið að tala um hana :)

Monday, August 25, 2008

Sjæjs... Íþróttaföt

Hvað er málið með að finna ekki íþróttabuxur. Síðasta haust mátaði ég pottþétt ALLAR íþróttabuxurnar sem til voru í Sportver og fann loksins einar sem eru samt hálf glataðar í leikfimi. Þær eru svo þykkar. En hef samt neyðst til að nota þær afþví að ég á ENGAR aðrar. Kíkti smá rölt á Glerártorg áðana, og inn í Sportver í sömu erindargjörðum og síðast.... ÉG FINN BARA EKKI ÍÞRÓTTABUXUR.....AAARRRGGG. og hitinn þarna inni var óbærilegur.....

Er að byrja í leikfimi á morgun og langar ekki að fara í þessum bév buxum sem ég á. Ætla að prufa íþróttabúðina niðrí í bæ á morgun. Er ekki að leita af alveg svona sleiktum buxum, aðeins svona lausum á manni.... óþarfi að sýna allt sem maður á :) hehe

En svona fyrir utan það að þá byrjaði skólinn í morgun, fáum ágætis aðlögun :) það var bara einn tími í dag og einn á morgun, svo er reyndar fullur dagur á miðvikudaginn.... En það duttu nefnilega út sálfræðitímar fyrstu vikuna og er þetta þvi voða nice :) Ég er búin að vera að skipuleggja mig á fullu í dag, það á sko að taka ofurskipulagið á þetta í ár :) fór meira að segja beint heim og las fyrir miðvikudaginn :) Það er eitthvað klikk á kerfinu hjá skólanum þannig að við komumst ekki inn til að sjá hvað við eigum að lesa fyrir morgun daginn, þannig að ég bara dreif það af að lesa fyrir miðvikudaginn :) fínt að vera búin að því. Var í heilsufélagsfræði í morgun og líst bara ágætlega á.... held reyndar að þetta efni geti alveg verið pínu svona þurrt, en erum í svo mörgum lifandi áföngum þannig að þetta hlýtur að sleppa. Svo er það hreyfingafræðin á morgun hjá Sólveigu Ásu, er bara spennt fyrir þeim tíma, verður pottþétt lifandi og skemmtilegur hjá henni.

Það var voða gaman að hitta alla aftur eftir sumarfrí :)

Jæja farin að hafa það kósý með prinsessunni..... hahha nýjasti frasinn hjá henni er ég áedda(ég á þetta) og mamma kaupa mér( kaupa svona handa mér :) Pabbanum brá heldur betur í brún þegar hann heyrði hana segja þetta.... sagði bara djö, erfðiru kaupæðið frá mömmu þinni :) hehehe

túrilú


Thursday, August 21, 2008

Sumarið á enda

jæja nú er barasta sumarið á enda... kominn 21.ágúst, síðasti vinnudagurinn á morgun og skóli á mánudaginn :) verður voða gott að byrja aftur í skólanum :) :) Það er eitthvað SVO gaman að vera orðin 2.árs iðjuþjálfanemi :) hehe allt annað líf :)
Þetta sumar er gjörsamlega búið að ÞJÓTA áfram..... en búið að vera voða fínt líka. Hefði reyndar viljað fara í MIKLU fleiri útilegur, en þar sem að við þurftum að vera svo mikið fyrir sunnan að þá varð minna úr útilegum en búið var að plana. En þetta verður sko EKKI svona næsta sumar. Þá ætla ég sko að taka mér smá sumarfrí og njóta þess að skottast með skvísunni minni og kallinum :) við vorum eiginlega ekkert saman í fríi þetta sumarið. Svo erum við komin með eitt boðskort í brúðkaup næsta sumar :) Bogi og Elísabet ætla að ganga í það heilaga...... í Svíþjóð :) 11 júlí..... væri æði að skella sér bara til Svíþjóðar í 2 vikur næsta sumar. Hele famillýan í sumarfrí saman.

Já skólinn er bara að byrja á mánudaginn :) en ég er nú í ágætis æfingu... þar sem ég þurfti að taka upp bév lífeðlisfræðina. Ég var held ég við það að lesa yfir mig :) hehe BJÓ upp á bókasafni í rúma viku, og var líka búin að glugga í þetta allan júlí. Svo nú er bara að krossa puttana með að þetta hafi sloppið.

Tók mynd af básnum mínum upp á bókasafni..... var orðin eins og í auglýsingunni ,,stjórnstöð, það vantar kaffi,, :)

Ég varð bara hálf lasin eftir þessa törn, spennufall og eitthvað. Drakk náttl óg mikið af kaffi á meðan á þessu stóð, hélt samt að ég væri í æfingu eftir sumarið :) hehe drekk rosa mikið kaffi þar, en það var samt ekkert miðað við próftörnina.

Jæja ætla að fara að finna til eitthvað gúmmelaði til að taka með í vinnuna á morgun :) verður pottþét mikil veisla, þar sem að Kristín er líka að hætta á morgun og hún ætlar líka að koma með eitthvað voða voða gott :) eins gott að megrunin byrjar ekki fyrr en á mánudaginn :) hahhahha

Over and out
túrilú

Wednesday, August 6, 2008

Alltaf á leiðinni heim

Hálf ruglingslegt þegar maður á ,,Heima,, á tvem stöðum. Maður er alltaf á leiðinni heim :) Hvort sem það er að fara norður eða suður.
Heimþráin er pínu búin að vera að plaga mig í dag :( er búin að vera niðrí sveit í allan dag, frábært veður og allt eitthvað svo fallegt. Ég fæ eiginlega aldrei heimþrá nema þegar ég er búin að vera í sveitinni, í kringum Víðigerði
Húsið mitt

Ömmulundur í bakgarðinum

og lífið svo yndislegt :)

úfff en það þíðir ekkert að hugsa svona, við förum þangað aftur eftir einhver ár. Og svo hugga ég mig líka við það hvað það er yndislegt á Akuryeri :) hehe frekar öfugsnúin þessi færsla mín :) ææ voða flókið eitthvað hjá mér. Okkur líður SVO vel á Akureyri, en ÞOLI ekki íbúðina sem við erum í. Námið FRÁBÆRT og bara allt sem tengist skólanum. Þannig að það má eiginlega segja að það eru tvær hliðar á öllum málum :) hehe ÆÆ nú er ég hætt þessu rugli og VÆLI :) hehe

Hittingur hjá Hveróskvísunum á morgun :) verðu yndi að hitta þær og það stefnir í 100% mætingu :)

þarf eitthvað að ræða það hvað við vorum flottar :) haha tekin ca 1997

2005

over and out