Monday, August 25, 2008

Sjæjs... Íþróttaföt

Hvað er málið með að finna ekki íþróttabuxur. Síðasta haust mátaði ég pottþétt ALLAR íþróttabuxurnar sem til voru í Sportver og fann loksins einar sem eru samt hálf glataðar í leikfimi. Þær eru svo þykkar. En hef samt neyðst til að nota þær afþví að ég á ENGAR aðrar. Kíkti smá rölt á Glerártorg áðana, og inn í Sportver í sömu erindargjörðum og síðast.... ÉG FINN BARA EKKI ÍÞRÓTTABUXUR.....AAARRRGGG. og hitinn þarna inni var óbærilegur.....

Er að byrja í leikfimi á morgun og langar ekki að fara í þessum bév buxum sem ég á. Ætla að prufa íþróttabúðina niðrí í bæ á morgun. Er ekki að leita af alveg svona sleiktum buxum, aðeins svona lausum á manni.... óþarfi að sýna allt sem maður á :) hehe

En svona fyrir utan það að þá byrjaði skólinn í morgun, fáum ágætis aðlögun :) það var bara einn tími í dag og einn á morgun, svo er reyndar fullur dagur á miðvikudaginn.... En það duttu nefnilega út sálfræðitímar fyrstu vikuna og er þetta þvi voða nice :) Ég er búin að vera að skipuleggja mig á fullu í dag, það á sko að taka ofurskipulagið á þetta í ár :) fór meira að segja beint heim og las fyrir miðvikudaginn :) Það er eitthvað klikk á kerfinu hjá skólanum þannig að við komumst ekki inn til að sjá hvað við eigum að lesa fyrir morgun daginn, þannig að ég bara dreif það af að lesa fyrir miðvikudaginn :) fínt að vera búin að því. Var í heilsufélagsfræði í morgun og líst bara ágætlega á.... held reyndar að þetta efni geti alveg verið pínu svona þurrt, en erum í svo mörgum lifandi áföngum þannig að þetta hlýtur að sleppa. Svo er það hreyfingafræðin á morgun hjá Sólveigu Ásu, er bara spennt fyrir þeim tíma, verður pottþétt lifandi og skemmtilegur hjá henni.

Það var voða gaman að hitta alla aftur eftir sumarfrí :)

Jæja farin að hafa það kósý með prinsessunni..... hahha nýjasti frasinn hjá henni er ég áedda(ég á þetta) og mamma kaupa mér( kaupa svona handa mér :) Pabbanum brá heldur betur í brún þegar hann heyrði hana segja þetta.... sagði bara djö, erfðiru kaupæðið frá mömmu þinni :) hehehe

túrilú


2 comments:

Helga Björg said...

Ég keypti mér æðislegar íþróttabuxur síðasta vetur frá Reebok. Þær eru reyndar þröngar um lærin en með huges streng, breiður og flottur, gæti haft hann upp að brjóstum ef þú vildir hehehe... Svo er hægt að reima þær að neðan eða bara hafa þær víðar niður :)
Allavega elska ég þær! Keypti mínar í Intersport og svo eru þær einmitt til í Nínu á Akranesi líka :)

Ég er einmitt alveg að fríka núna mig vantar svo almennilega reglulega hreyfingu! Fór að skoða það sem er í boði í bænum og fékk bara tár í augun! Það er nákvæmlega ekkert í boði á Skaganum, EKKERT!! Gulli stakk nú bara uppá því að ég myndi keyra í bæinn, er ekki að nenna því en... það getur vel verið að ég skelli mér á eitt námskeið í bænum! :)

Jæja... komin með ritgerð hérna!
Heyri bara í þér krúslan mín, bjalla kannski á þig eftir vinnu :)

Knúúúúúússss.....

Anonymous said...

ooo já mig langar í svona buxur með breiðum streng.... svo þæjó.
Ég er búin að fara á nokkur fit-pilates námskeið og fíla þau í botn, en ætla að prufa Bjargarboltann, í hinni líkamsræktarstöðinni, ææ maður er eitthvað að eins að horfa í bensínið, ég get labbað/hjólað í Bjarg en þarf að keyra í Átak. Ætla allavega að gefa þessu séns, annars fer ég bara aftur niður í Átak :) ekkert smá flott að hafa 2 svona flottar stöðvar hérna á AK.

En hvað, er ekki námskeiði aftur í vetur, sem þú varst í síðasta vetur???

Knús til þín mín kæra