Friday, February 29, 2008

Suður um páskana... verkefna vinna ofl


Aðeins kominn páska fílingur í mann :)
Og það er barasta komin helgi enn og aftur... vá hvað tíminn gjörsamlega hleypur frá manni. Og þið sem hafið ekki áttað ykkur á því að það er 1.MARS á morgun. ÚFFF er bara ekki að trúa því. En það er víst bara svoleiðis. Þessi vika er einhvern vegin ekki búin að vera með í okkar dagatali.... En tíminn bíður víst ekkert. Var í gær til hálf 12 uppi hjá Sibbu að vinna verkefni sem við eigum að skila á mánudaginn. Ótrúlega skemmtilegt verkefni. Eigum að flytja fyrirlestur með glærum og svo eigum við að gefa út kynningarbækling. Við erum að gera verkefni um nálgunarðaferð sem heitir Spark of life=lífsneistinn: Hvernig ástvinur þinn getur notið þess að búa á hjúkrunarheimili. Þessi aðferð er notuð með fólki með heilabilun. Þar er unnið mikið með leiki og liti. Ótrúlega spennandi :)

Við erum enn með Hafdísi Unu heima. Ætlum ekki að taka neina sénsa núna... (gerðum það reyndar ekki heldur síðast..hhmm) en vonum að þetta sé búið í bili. En vá hvað hún þarf að fara að komast í rútínuna sína með krökkunum og Lindu. Búin að vera lokuð inn í litlu rými aðeins of lengi. En við ætlum nú að taka smá bíltúr um helgina og svona... aðeins að skoða hérna í kringum okkur.

Erum búin að pannta okkur flug suður um páskana :) Var ekki að nenna að keyra þetta enn eina ferðina. Var búin að kíkja reglulega á flugið og það var svo óg dýrt. Var komið vel yfir 30 þúsund. EN svo í fyrradag kom páskatilboð þegar ég sat fyrir framan tölvuna og ég bara panntaði án þess að hugsa það neitt lengra :) hehe Fengum flug fyrir okkur öll á 17þ :) þannig að þá er orðið ódýrara fyrir okkur að taka flug :) Reyndar er smá ókostur við að taka flugið og það er að verða bíllaus fyrir sunnan. EN það eru allir að vilja gerðir að lána okkur bíla og húsnæði :) þannig að ég held að þetta reddist. Ætla reyndar að reyna í þetta skitpið að hafa það bara svolítið rólegt. Vera ekki á endalausum þvælingi.... hehe segi þetta núna.... var að tala um það í gær hvað mig hlakkaði til að fara í kringluna(á nefnilega enn gjafabréf þar :) jeiijj)... svo komst ég ekkert í IKEA síðast þegar ég var fyrir sunnan. Þanngi að mig grunar nú að það verði nú tekin eins og ein Shop ferð í höfuðborgina :) Allavega þá eigum við flug kl 16:40 miðvikud 19.mars og norður aftur á mánud kl 11:15

Jæja orðin langloka :)
sendum bara knús á alla og vonandi sjáumst við bara sem flest um páskana :)


Wednesday, February 27, 2008

Spítalavistin


Úfff þetta er sko búin að vera þvílík veikindi á þessari litlu skottu.

Hún byrjaði á því að fá sýkingu í eyrað fyrir rúmu hálfum mán síðan. Var búin að vera með hita í tæpa viku þegar það fór að leka úr eyranu á henni. Þá skelltum við okkur upp á læknavakt og fengum pensilín við sýkingunni. Ákváðum að halda HU inni hitalausri í alveg 2 daga til að vera örugg :) þannig að hún fór til dagmömmunnar í 2 daga(miðvikud og fimmtud) og svo var hún komin með bullandi hita aftur á föstudeginum. Ég ákvað að fara með hana strax aftur til upp á vakt til að láta ath hvort það væri nokkuð komin aftur sýking í eyrað enn svo var ekki. Læknirinn sá ekkert athugavert og sendi okkur heim. Hún hékk alla helgina í 39-40 stiga hita. Svo á sunnudaginn að þá var okkur hætt að lítast á blikuna. Hún var bara varla með rænu. Sofnaði og vaknaði í fanginu á mér allan daginn. Svo um hádegi hætti hún algjörlega að vilja drekka. Um hálf fimm ákváðum við því að hringja vaktlækni og hann sagði okkur að koma með hana strax. Þannig að það var pakkað skvísunni inn og brunað af stað. Yndislegur læknir sem tók á móti okkur. Hann var rólegur og yfirvegaður og skoðaði hana vel. Hann sá ekkert sérstakt að henni fyrir utan það hvað hún væri ofboðslega slöpp. Hann vildi fá annað álit og kallaði til barnalækni. Á meðan við biðum eftir barnalækninum kom læknir af lyfjadeildar og kíkti á hana, ásamt hjúkrunarfræðingi. Svo kom barnalæknirinn.. YNDISLEGUR alveg hreint. Hann skoðaði hana voða vel og svo þegar við vorum að skoða hana að þá sá ég eins og húðblæðingarbletti í handarkrikanum á henni og sýndi honum þá og þá hófst kapphlaupið. Hann reif hana úr sokkabuxunum og þar voru fleiri blettir á ristunum á henni. Úfff andrúmsloftið á þessari stundu var mjög þrungið. Það fór allt á þrjúhundruð og læknar og hjúkrunarfræðingar hlupu á milli hæða með sýni í rannsókn. Það voru teknar fleiri fleiri blóðsýni og svo var tekin mænuvökvi. Við foreldrarnir vorum beðnir um að bíða frammi á meðan það sýni yrði tekið. Og ég ætla ekki að reyna að lísa því hvað það var erfitt. Og hugsanirnar sem þjóta í gegnum hugan á svona stundu... úff fæ nú bara sting í hjartað bara við að skrifa þetta. EN það tók fljótt af. Svo hófst bara biðin endalausa. Við vorum færð í einangraða stofu á barnadeildinni og þar vorum við þangað til í dag. Það var Hafdís Una tengd við alls konar slöngur og vélar. Hún lá algjörlega hreyfingarlaus og svaf og vaknaði. Svo sofnaði hún við hliðiná mér um 10 og svaf til morguns. Læknarnir komu með reglulegu millibili alla nóttina. Til að ath með húðblettina ofl. Morguninn eftir vaknaði hún mun hressari. Enn samt voða lasin ennþá. Dagurinn leið svo bara hægt og rólega hjá okkur í einangruninni. Birkir fékk að stökkva heim (þ.e. þegar hann var búinn að fara í gegnum sótthreinsun) og ná í hrein föt á okkur og svona smotterí. Læknarnir og hjúkkurnar skiptust á að koma til okkar og gefa henni pensilín í æð, mæla blóþr. Mettun ofl. Svo þegar leið á daginn fóru þeir nú að anda léttar. Allar rannsónirnar voru að koma mun betur út en sýndist í fyrstu. Seinnipart á mánud var næringin tekin úr æðinni hennar þannig að þá gat hún nú aðeins farið að spássera um herbergið. Hún fór að borða ágætlega og fylltist orku :) og við foreldrarnir bara krossuðum putta um að við þyrftum ekki að vera lengi með hana inn í þessari litlu stofu svona hressa :) hehe hún byrjaði að príla upp á allt, tosa í allar snúrur og fikta í ÖLLUM græjunum sem voru þarna inni :) En svo kom boðaði læknirinn fund um kl 10 á þriðjud morguninn og sagði að við gætum bara farið að undibúa heimkomu... það hefði ekkert ræktast úr sýnunum. En það hefði fundist Influensa B í horsýni hjá henni. Og hefur hún verið að valda húðblæðingunni. Við höfum ALDREI verið jafn glöð með flensu :) þannig að þá fór allt á fullt að flytja út aftur :) ótrúlegt dót sem fylgir manni alltaf :)

Það var SVO gott að komast aftur heim. Hafdís Una er reyndar enn með smá hita, hangir í 7-8 kommum. En er sko ALLT önnur. Verst er að mamman virðist vera að smitast :( ekki í boði.

Ég hef oft hugsað það þegar börn vinkvenna minna hafa þurft að fara inn á spítala, hvernig það yrði ef að ég þyrfti að fara með HU. Hún náttl stoppar ALDREI. Gæti aldrei verið lokuð inn í herbergi inn á sjúkrahúsi og verið kjurr þar. EN raunin varððð önnur. Hún lá bara eins og slitti þetta litla grey og svo var maður SVO glaður þegar hún fór að fikta í öllu dótinu :) var bara orðin eins og hún átti að sér að vera J

Nú krossum við bara putta um að veikindin séu búin í bili :)

Stefnum suður um páskana :) Fengum bara hálfgerða heimþrá við öll þessi veikindi :)

Fyrir utan þetta allt saman er bara gott af okkur að frétta. Skólinn er náttl búinn að mæta rest síðustu daga út af veikindunum þannig að það er víst NÓG að gera þar.. úff púfff. En þá er bara að spíta í lófana og bretta ermarnar hátt :)

Látum þessa langloku duga í bili

Knús á ykkur öll og njótið þess að vera til.


Mynd: við foreldrarnir ákvaðum að útskrifa skvísuna af spítalanum þegar hún var komin í þennan gír :) farin í húsverkin :) þá var skvísan okkar orðin eins og hún átti að sér að vera :) hehe

Friday, February 22, 2008

Veikindi á veikindi ofan


Já geta varla sagt þetta án þess að fara að gráta... en elskulega dóttir mín er orðin lasin AFTUR!!! Hún fékk pensilín á mánudaginn þarsíðasta. Kláraði það á miðvikudaginn og var semsagt góð eftir það í einn dag. Svo í gærkveldi að þá fór ég að heyra svona ískur hljóð í henni aftur (alveg eins og síðast) þegar hún grét eða hóstaði að þá ískraði í henni. Svo í morgun að þá var hún komin með 38,5 stiga hita og MJÖG slöpp. Hún lá í fagninu á mér og svaf og vakti til skiptis og hreyfði sig varla. Þetta er sko EKKI hún... stoppar aldrei. Svo ákvað ég að fara með hana á læknavaktina kl hálf 3 og láta tékka í eyrun hennar og bara skoða hvort þetta væri alveg eðlilegt. Rétt áður en við lögðum af stað þangað þá ældi hún smá.... svo þegar við vorum að bíða á biðstofunni að þá ældi hún og ældi... greyið litla. Ég vissi alveg hvað þetta þýddi... hitinn var að hækka hjá henni... datt ekki einu sinni í hug að þetta væri ælupest... sem reyndist líka vera rétt... þegar læknirinn mældi hana með eyrnamæli var hitinn kominn upp í 39,3 (og hún ný vöknuð) og svo er alltaf sagt að maður eigi að bæta nokkrum kommum við þessa eyrna mæla. En læknirinn sá ekkert athugasamt þannig að við vorum bara sendar heim aftur. Ég byrjði strax á því að gefa henni stíl til að sjá hvort að hann myndi ekki slá á hitann og mér svona sýnist hann gera það... hún er aðeins farin að hreyfa sig.

Veit ekki hvað þetta á að þýða... hún var veik alla þarsíðustu helgi... þegar mamma og Harpa voru hérna... þannig að það var lítið gert þá. SVo núna eru Imba og Valli á leiðinni og þá aftur... Held að ef að einhver ætli að koma til okkar að þá verði hann bara að koma surprice :) hehe

Jæja ætla að halda áfram að knúsa sjúklinginn minn.
Set inn eina mynd af skvísunni :) þennan morgun rifumst við mæðgur um hvaða húfu hún ætti að fara með :) og auðvitað vann hún :) hvernig verður þetta :) hún er BARA 1 og hálfs :)

Thursday, February 21, 2008

Já það er sko marg sem þarf að hugsa um... þó maður sé lítill :)

hahaha já lífið getur verið ansi flókið og margt sem hugsa þarf um... þó maður sé lítill :) fékk þessa mynd á maili í gær og finnst hún SNILLD :)

Hér í tröllagilinu er allt í ljómandi standi.... allir orðnir hressir og komnir á fullt.

Það er búið að vera svo hlítt hérna að það er allur snjór farinn... eða svona nánast.... eini snjórinn sem eftir er eru hrúgur hér og þar... aðalega eftir mokstur. Það var svo mikill snjór hérna um tíma að það mynduðust há fjöll þegar búið vara að moka göturnar að mestu. Og þær húgur standa sumar hverjar enn... En allar götur og stéttar já og grös orðnar snjólausar. Þegar allur snjórinn var að bráðna voru göturnar VIBBI.... blautar og skítugar. Það er nefnilega ekki saltað hérna... heldur borinn á sandur.. þannig að það var ekkert mjög snyrtilegt að keyra göturnar og þar sem ég er að reyna að koma að með þessari rullu er að bíllinn minn er ÓGEÐ... shitt hvað hann er skítugur. Ætlaði að skjótast áðan, áður en ég myndi ná í HU, og renna bílnum í gegnum einu þvottarstöðina hérna... en það voru víst fleiri en ég sem fengu þessa BRILL hugmynd :) þegar ég keyrði inn á bílaplanið hjá þvottastöðinni að þá var ca 10 bíla röð :( þannig að það varð ekkert úr þvotti. Það er eiginlega orðið of kalt núna til að þvo hann úti... Ætla að tékka á stöðinni aftur á eftir. Það er ekki hægt að fara inn í bílinn svona eins og hann er.. OOJJJ Held samt að það mætti alveg vera ca ein þvottastöð í viðbót á Akureyri....

Svo er bara komið að því á morgun að við fáum gesti :) Jeiiijj :) Imba, Valli og Alma Rún koma til o kkar á morgun og gista eina nótt hjá okkur og svo eina nótt á hóteli held ég :) Þannig að annað kvöld verður bara kósý prinsessu kvöld :) náttfatapartý hjá skvísunum :)
Svo á laugardagskvöldið förum við ásamt ásamt fleirum að borða á Greifanum (held ég) og svo bara eitthvað tjútt :) verður æði... á eftir að fletta biblíunni og ath hvort eitthvað er um að vera um helgina :)

Svo er það hausverkurinn mikli.... erum að reyna að ákveða hvort við förum suður um páskana. Langar ótrúlega að vera bara heima hjá mér og slappa af... vera bara öll í fríi. EN langar líka ótrúlega að hitta alla fyrir sunnan. En þetta blessaða ferðalag... er algjörlega komin með ógeð. En sjáum til hvernig ég verð stemd fram að páskum :)

Jæja ætla út að leika með skvísuna.

Over and out

Monday, February 18, 2008

Allt hefst þetta á endanum


Úfff var að skila af mér verklýsingu. Erum að vinna verkefni sem heitir skapandi iðja. Áttum að velja okkur eitt verkefni, eitthvað skapandi, til þess að gera og kenna 3 samnemendum. Það er reyndar ekki alveg komið að því að gera verkefnið sjálft.. þe að kenna það. En urðum að gera verklýsingu sem lýsti verkefninu algjörlega frá a-ö. Þannig að utanaðkonandi manneksja gæti sest og gert þetta án þess að fá nánari leiðbeiningar. Þetta er ekkert rosalega flókið. EENN samt eitthvað ótrúlega flókið þegar maður er að strögglast við þetta. ÖLL smáatriðin verða að vera með... var t.d búin með þetta... að ég hélt... En svo þegar ég var að lesa þetta yfir að þá sá ég að ég hafði gleymt að nefna það að það ætti að taka títuprjónana úr :) samt var Ester búin að segja mér það í dag að hún hefði líka gert þetta... þannig að ég ætlaði nú aldeilis að passa mig... en gleymdi því samt... ææ manni finnst þetta eitthvað svo common sense EN það er það víst ekki fyrir þann sem hefur kannski aldrei saumað. En já gleymdi nú að segja hvert verkefnið væri :) hehe En ég ákvað að gera grjón brjóstapúða fyrir nýbakaðar mæður :) hehe Ég var með svona grjóna púða lánaðann hjá Rakel Magg þegar Hafdís Una fæddist (eða Birkir var með hann í láni út af bakinu) en ég notaði hann þvílíkt mikið. Um leið og ég fann að það var að koma stífla að þá hitaði ég pokann og setti hann á brjóstið. Þetta er bara algjör snilld. Og þess vegna ákvað ég bara að búa til henntugri stærð :) sem leggst vel að brjóstinu :)

Annars er bara allt fítn af okkur að frétta hér í Tröllagilinu. Bíðum spennt eftir næstu helgi. Imba og Valli eru að koma norður. Og svo var pabbi að hringja og hann og Jan ætla að koam norður líka. Þannig að það verður fjör :) SVO gaman að fá gesti :)
Eitthvað verið að skipuleggja laugardagskvöldið... út að borða á Greifann og eitthvað skemmtilegt.
Er búin að vera að ,,þjálfa,, barnapíu fyrir þessa helgi :) vonum bara að það gangi vel. Það hefur gengið vel hingað til. Svo er líka spurning hvað Afinn er að fara að gera um helgina :) hehe kannski honum langi bara til að passa :) thí hí
sjáum til

Well Well ætli maður verði ekki að fara að skríða uppí.... verð heima á til 10 á morgun, Birkir kemur þá heim og ég fer í einn tíma frá 10-11:40 og svo aftur heim... Strákarnir hjá dagmömmunni eru allir veikir þannig að púslið heldur áfram hjá okkur :) en það er víst bara svona... ömurleg flensa sem herjar á mannskapinn.

Knúsið hvort annað.
Over and out

Wednesday, February 13, 2008

Photoshop æði :)


Er komin með þetta fína fína photoshop forrit í tölvuna hjá mér en það versta er að ég kann ekkert á það... eða fyrir svona klukkutíma kunni ég EKKERT... en eftir smá símtal við Sif Jóns að þá kann ég smá ;) hehehehe ætla að skella inn fyrstu myndinni minni :) svo er bara að æfa sig :) hehe bara svona af því að ég hef svo ROSALEGA lítið að gera (hóst, hóst) :)

Þúsund þakkir Sif mín :)

over and out :)

Bloggidi blogg


Við hjónin skelltum okkur í bíó í gærkveldi. Hún Sibba elskuleg kom niður og var með skottuna á meðan. Þúsund þakkir Sibba mín. Vonandi get ég endurgoldið þér greiðana þegar skottan þín flytur til þín :) verður æði að fá hana Maríu hingað til okkar :)

Við fórum að sjá Brúðguman... og hún er æði. Það er smá drama... maður getur hlegið og svo auðvitað er rassalingurinn hann Hilmir SNær að leika í henni og auðvitað sést smá í gluteus maximus :) og ekki fer hann versnandi með árunum :) hehehe snilldar mynd. Það var ótrúlega krúttlegt... það voru tvö börn með foreldrum sínum í bíó og þegar kelu atriðið kom að þá heyrðist mjög hátt.. OOOJJJJJ :) hehehe frekar krúttlegt. Og svo inn á milli þegar hann sagðist elska konuna sína að þá sagði stelpan... enn mamma hann er bara að plata hana... það er svo ljótt að plata svona :) hehe bara krúttur.

Það var nú að eins heitara í bíó þetta skiptið. Fór í bíó um daginn og hél ég myndi FRJÓSA.... svo í hléinu var kvartað og þá var loftræstinginn ÓVART að blása inn köldu.... shiitttt hvað var kalt. Svo var poppið ÓG salt, snakkið ÓG sterkt og mentosið hart :) hehehehhe EN myndin var góð :)

Vá hvað ég væri til í að henda skoppu og skrítlu og söngvaborg í ruslið þessa dagana... skottan búin að vera lasin í viku og búin að horfa ANSI mikið á þetta... úffff en hún er öll að hressast og fer vonandi til Lindu á morgun... er ´buin að vera hitalaust í 2 daga... en bara svo ÓG kvefuð að ég ákvað að vera með hana heima. Hún er komin á pensilín... var komin með sýkingu í eyrað... það dropaði sko úr eyranu á meðan við vorum á biðstofunni til læknisins. En hún er ölla að koma til... :)

Jæja ætla að fara að finna mig til.... Við Birkir skiptumst á að vera heima fyrir og eftir hádegi... hann er í vinnuni núna og svo fer ég í skólann eftir hádegi.


en já eitt.... ætli OB bensín sponseri Magna???? Það er OB bensínstöð á búðarplaninu hérna fyrir neðan okkur og það er alltaf tónlist... voða huggó að dæla bensíni við ljúfa tóna :) hehe en það mætti nú samt alveg skipta um disk af og til. Hef EKKERT á móti Magna... snilldar söngvari. EENN það er búið að spila diskinn hann síðan hann kom út... úfff og maður heyrir í þessu í hvert skipti sem maður labbar út í búð.
Bara smá vangavelt hérna :)

Jæja farin í skólan.

Luv

Tuesday, February 12, 2008

Enn eitt nýja bloggið :)


hehe já ég hef enn einu sinni ákveðið að skipta um bloggstað. Alveg glatað þetta sem ég var á... gat ekki sett inn myndir í færsluna... eða gat ekki tekið þær beint úr albúminu mínu í tölvuni... og finnst það ALGVEG glatað. Þetta verður að vera MJÖG auðvelt og skýrt til þess að ég nenniað standa í þessu :) og við Hveró skvísurnar erum með síðu hérna líka þannig að ég kann aðeins á þetta :)

En ætli maður látu þetta ekki duga svona í prufu blogginu. Reyni að setja inn alvuru færslu hérna á morgun.

Hendi inn einni mynd af mér í skautasveiflu :)

Over and out :)