Wednesday, February 27, 2008

Spítalavistin


Úfff þetta er sko búin að vera þvílík veikindi á þessari litlu skottu.

Hún byrjaði á því að fá sýkingu í eyrað fyrir rúmu hálfum mán síðan. Var búin að vera með hita í tæpa viku þegar það fór að leka úr eyranu á henni. Þá skelltum við okkur upp á læknavakt og fengum pensilín við sýkingunni. Ákváðum að halda HU inni hitalausri í alveg 2 daga til að vera örugg :) þannig að hún fór til dagmömmunnar í 2 daga(miðvikud og fimmtud) og svo var hún komin með bullandi hita aftur á föstudeginum. Ég ákvað að fara með hana strax aftur til upp á vakt til að láta ath hvort það væri nokkuð komin aftur sýking í eyrað enn svo var ekki. Læknirinn sá ekkert athugavert og sendi okkur heim. Hún hékk alla helgina í 39-40 stiga hita. Svo á sunnudaginn að þá var okkur hætt að lítast á blikuna. Hún var bara varla með rænu. Sofnaði og vaknaði í fanginu á mér allan daginn. Svo um hádegi hætti hún algjörlega að vilja drekka. Um hálf fimm ákváðum við því að hringja vaktlækni og hann sagði okkur að koma með hana strax. Þannig að það var pakkað skvísunni inn og brunað af stað. Yndislegur læknir sem tók á móti okkur. Hann var rólegur og yfirvegaður og skoðaði hana vel. Hann sá ekkert sérstakt að henni fyrir utan það hvað hún væri ofboðslega slöpp. Hann vildi fá annað álit og kallaði til barnalækni. Á meðan við biðum eftir barnalækninum kom læknir af lyfjadeildar og kíkti á hana, ásamt hjúkrunarfræðingi. Svo kom barnalæknirinn.. YNDISLEGUR alveg hreint. Hann skoðaði hana voða vel og svo þegar við vorum að skoða hana að þá sá ég eins og húðblæðingarbletti í handarkrikanum á henni og sýndi honum þá og þá hófst kapphlaupið. Hann reif hana úr sokkabuxunum og þar voru fleiri blettir á ristunum á henni. Úfff andrúmsloftið á þessari stundu var mjög þrungið. Það fór allt á þrjúhundruð og læknar og hjúkrunarfræðingar hlupu á milli hæða með sýni í rannsókn. Það voru teknar fleiri fleiri blóðsýni og svo var tekin mænuvökvi. Við foreldrarnir vorum beðnir um að bíða frammi á meðan það sýni yrði tekið. Og ég ætla ekki að reyna að lísa því hvað það var erfitt. Og hugsanirnar sem þjóta í gegnum hugan á svona stundu... úff fæ nú bara sting í hjartað bara við að skrifa þetta. EN það tók fljótt af. Svo hófst bara biðin endalausa. Við vorum færð í einangraða stofu á barnadeildinni og þar vorum við þangað til í dag. Það var Hafdís Una tengd við alls konar slöngur og vélar. Hún lá algjörlega hreyfingarlaus og svaf og vaknaði. Svo sofnaði hún við hliðiná mér um 10 og svaf til morguns. Læknarnir komu með reglulegu millibili alla nóttina. Til að ath með húðblettina ofl. Morguninn eftir vaknaði hún mun hressari. Enn samt voða lasin ennþá. Dagurinn leið svo bara hægt og rólega hjá okkur í einangruninni. Birkir fékk að stökkva heim (þ.e. þegar hann var búinn að fara í gegnum sótthreinsun) og ná í hrein föt á okkur og svona smotterí. Læknarnir og hjúkkurnar skiptust á að koma til okkar og gefa henni pensilín í æð, mæla blóþr. Mettun ofl. Svo þegar leið á daginn fóru þeir nú að anda léttar. Allar rannsónirnar voru að koma mun betur út en sýndist í fyrstu. Seinnipart á mánud var næringin tekin úr æðinni hennar þannig að þá gat hún nú aðeins farið að spássera um herbergið. Hún fór að borða ágætlega og fylltist orku :) og við foreldrarnir bara krossuðum putta um að við þyrftum ekki að vera lengi með hana inn í þessari litlu stofu svona hressa :) hehe hún byrjaði að príla upp á allt, tosa í allar snúrur og fikta í ÖLLUM græjunum sem voru þarna inni :) En svo kom boðaði læknirinn fund um kl 10 á þriðjud morguninn og sagði að við gætum bara farið að undibúa heimkomu... það hefði ekkert ræktast úr sýnunum. En það hefði fundist Influensa B í horsýni hjá henni. Og hefur hún verið að valda húðblæðingunni. Við höfum ALDREI verið jafn glöð með flensu :) þannig að þá fór allt á fullt að flytja út aftur :) ótrúlegt dót sem fylgir manni alltaf :)

Það var SVO gott að komast aftur heim. Hafdís Una er reyndar enn með smá hita, hangir í 7-8 kommum. En er sko ALLT önnur. Verst er að mamman virðist vera að smitast :( ekki í boði.

Ég hef oft hugsað það þegar börn vinkvenna minna hafa þurft að fara inn á spítala, hvernig það yrði ef að ég þyrfti að fara með HU. Hún náttl stoppar ALDREI. Gæti aldrei verið lokuð inn í herbergi inn á sjúkrahúsi og verið kjurr þar. EN raunin varððð önnur. Hún lá bara eins og slitti þetta litla grey og svo var maður SVO glaður þegar hún fór að fikta í öllu dótinu :) var bara orðin eins og hún átti að sér að vera J

Nú krossum við bara putta um að veikindin séu búin í bili :)

Stefnum suður um páskana :) Fengum bara hálfgerða heimþrá við öll þessi veikindi :)

Fyrir utan þetta allt saman er bara gott af okkur að frétta. Skólinn er náttl búinn að mæta rest síðustu daga út af veikindunum þannig að það er víst NÓG að gera þar.. úff púfff. En þá er bara að spíta í lófana og bretta ermarnar hátt :)

Látum þessa langloku duga í bili

Knús á ykkur öll og njótið þess að vera til.


Mynd: við foreldrarnir ákvaðum að útskrifa skvísuna af spítalanum þegar hún var komin í þennan gír :) farin í húsverkin :) þá var skvísan okkar orðin eins og hún átti að sér að vera :) hehe

1 comment:

Anonymous said...

Æi hvað það er gott að heyra að hún sé að koma til og að þetta hafi ekki verið neitt alverlegt.
Fékk alveg sting í hjartað af að lesa þessa færslu þín, en gott að þetta fer að verða búið.
knús úr Hveragerðinni
Katrín og co.