Thursday, February 21, 2008

Já það er sko marg sem þarf að hugsa um... þó maður sé lítill :)

hahaha já lífið getur verið ansi flókið og margt sem hugsa þarf um... þó maður sé lítill :) fékk þessa mynd á maili í gær og finnst hún SNILLD :)

Hér í tröllagilinu er allt í ljómandi standi.... allir orðnir hressir og komnir á fullt.

Það er búið að vera svo hlítt hérna að það er allur snjór farinn... eða svona nánast.... eini snjórinn sem eftir er eru hrúgur hér og þar... aðalega eftir mokstur. Það var svo mikill snjór hérna um tíma að það mynduðust há fjöll þegar búið vara að moka göturnar að mestu. Og þær húgur standa sumar hverjar enn... En allar götur og stéttar já og grös orðnar snjólausar. Þegar allur snjórinn var að bráðna voru göturnar VIBBI.... blautar og skítugar. Það er nefnilega ekki saltað hérna... heldur borinn á sandur.. þannig að það var ekkert mjög snyrtilegt að keyra göturnar og þar sem ég er að reyna að koma að með þessari rullu er að bíllinn minn er ÓGEÐ... shitt hvað hann er skítugur. Ætlaði að skjótast áðan, áður en ég myndi ná í HU, og renna bílnum í gegnum einu þvottarstöðina hérna... en það voru víst fleiri en ég sem fengu þessa BRILL hugmynd :) þegar ég keyrði inn á bílaplanið hjá þvottastöðinni að þá var ca 10 bíla röð :( þannig að það varð ekkert úr þvotti. Það er eiginlega orðið of kalt núna til að þvo hann úti... Ætla að tékka á stöðinni aftur á eftir. Það er ekki hægt að fara inn í bílinn svona eins og hann er.. OOJJJ Held samt að það mætti alveg vera ca ein þvottastöð í viðbót á Akureyri....

Svo er bara komið að því á morgun að við fáum gesti :) Jeiiijj :) Imba, Valli og Alma Rún koma til o kkar á morgun og gista eina nótt hjá okkur og svo eina nótt á hóteli held ég :) Þannig að annað kvöld verður bara kósý prinsessu kvöld :) náttfatapartý hjá skvísunum :)
Svo á laugardagskvöldið förum við ásamt ásamt fleirum að borða á Greifanum (held ég) og svo bara eitthvað tjútt :) verður æði... á eftir að fletta biblíunni og ath hvort eitthvað er um að vera um helgina :)

Svo er það hausverkurinn mikli.... erum að reyna að ákveða hvort við förum suður um páskana. Langar ótrúlega að vera bara heima hjá mér og slappa af... vera bara öll í fríi. EN langar líka ótrúlega að hitta alla fyrir sunnan. En þetta blessaða ferðalag... er algjörlega komin með ógeð. En sjáum til hvernig ég verð stemd fram að páskum :)

Jæja ætla út að leika með skvísuna.

Over and out

3 comments:

Anonymous said...

Er ekki spurning um að fólkið að sunnan komi norður um páskana??

Anonymous said...

Það er bara svo askoti erfitt að fá húsnæði yfir páskana hérna fyrir norðan :(

Helga Björg said...

Belive me... ég er búin að reyna alla staði og það eru allar íbúðir uppbókaðar fram yfir páska!! Grenj...

En við komum brátt!! Og ekki ætla ég nú að koma norður nema Valgýin mín sé þar! Sé nú ekki mikin tilgang að koma norður nema hitta ykkur Birnu :)

Ætli við förum ekki á Ísó eftir jeppaferðina... en svo í lok mars eða byrjun apríl er planið að koma! Ef engin íbúð dettur upp í hendurnar á okkur :)

Knús í kaf og vonandi finnur þú galdrameðal á litlu skottuna!!!