Friday, February 29, 2008

Suður um páskana... verkefna vinna ofl


Aðeins kominn páska fílingur í mann :)
Og það er barasta komin helgi enn og aftur... vá hvað tíminn gjörsamlega hleypur frá manni. Og þið sem hafið ekki áttað ykkur á því að það er 1.MARS á morgun. ÚFFF er bara ekki að trúa því. En það er víst bara svoleiðis. Þessi vika er einhvern vegin ekki búin að vera með í okkar dagatali.... En tíminn bíður víst ekkert. Var í gær til hálf 12 uppi hjá Sibbu að vinna verkefni sem við eigum að skila á mánudaginn. Ótrúlega skemmtilegt verkefni. Eigum að flytja fyrirlestur með glærum og svo eigum við að gefa út kynningarbækling. Við erum að gera verkefni um nálgunarðaferð sem heitir Spark of life=lífsneistinn: Hvernig ástvinur þinn getur notið þess að búa á hjúkrunarheimili. Þessi aðferð er notuð með fólki með heilabilun. Þar er unnið mikið með leiki og liti. Ótrúlega spennandi :)

Við erum enn með Hafdísi Unu heima. Ætlum ekki að taka neina sénsa núna... (gerðum það reyndar ekki heldur síðast..hhmm) en vonum að þetta sé búið í bili. En vá hvað hún þarf að fara að komast í rútínuna sína með krökkunum og Lindu. Búin að vera lokuð inn í litlu rými aðeins of lengi. En við ætlum nú að taka smá bíltúr um helgina og svona... aðeins að skoða hérna í kringum okkur.

Erum búin að pannta okkur flug suður um páskana :) Var ekki að nenna að keyra þetta enn eina ferðina. Var búin að kíkja reglulega á flugið og það var svo óg dýrt. Var komið vel yfir 30 þúsund. EN svo í fyrradag kom páskatilboð þegar ég sat fyrir framan tölvuna og ég bara panntaði án þess að hugsa það neitt lengra :) hehe Fengum flug fyrir okkur öll á 17þ :) þannig að þá er orðið ódýrara fyrir okkur að taka flug :) Reyndar er smá ókostur við að taka flugið og það er að verða bíllaus fyrir sunnan. EN það eru allir að vilja gerðir að lána okkur bíla og húsnæði :) þannig að ég held að þetta reddist. Ætla reyndar að reyna í þetta skitpið að hafa það bara svolítið rólegt. Vera ekki á endalausum þvælingi.... hehe segi þetta núna.... var að tala um það í gær hvað mig hlakkaði til að fara í kringluna(á nefnilega enn gjafabréf þar :) jeiijj)... svo komst ég ekkert í IKEA síðast þegar ég var fyrir sunnan. Þanngi að mig grunar nú að það verði nú tekin eins og ein Shop ferð í höfuðborgina :) Allavega þá eigum við flug kl 16:40 miðvikud 19.mars og norður aftur á mánud kl 11:15

Jæja orðin langloka :)
sendum bara knús á alla og vonandi sjáumst við bara sem flest um páskana :)


2 comments:

Anonymous said...

Ok ég skal kvitta :-)

Hlakka til að hitta þig á morgun og halda áfram með verkefnið. Skilst að strákarnir í íbúð 604 séu að klára sitt verkefni. Og þeir sem byrjuðu miklu seinna en við??

Við klárum þetta á morgun !! Enda engin árshátíð á okkar bæ!!

Knús Sibba

Helga Björg said...

Ohhh ég næ örugglega ekkert að hitta þig um páskana... :(
Allavega ekki ef 4x4 ferðin er enn á dagskrá!

En kannski kannski... og vonandi næ ég eitthvað að hitta á þig :)

Knús í kotið