Friday, February 22, 2008

Veikindi á veikindi ofan


Já geta varla sagt þetta án þess að fara að gráta... en elskulega dóttir mín er orðin lasin AFTUR!!! Hún fékk pensilín á mánudaginn þarsíðasta. Kláraði það á miðvikudaginn og var semsagt góð eftir það í einn dag. Svo í gærkveldi að þá fór ég að heyra svona ískur hljóð í henni aftur (alveg eins og síðast) þegar hún grét eða hóstaði að þá ískraði í henni. Svo í morgun að þá var hún komin með 38,5 stiga hita og MJÖG slöpp. Hún lá í fagninu á mér og svaf og vakti til skiptis og hreyfði sig varla. Þetta er sko EKKI hún... stoppar aldrei. Svo ákvað ég að fara með hana á læknavaktina kl hálf 3 og láta tékka í eyrun hennar og bara skoða hvort þetta væri alveg eðlilegt. Rétt áður en við lögðum af stað þangað þá ældi hún smá.... svo þegar við vorum að bíða á biðstofunni að þá ældi hún og ældi... greyið litla. Ég vissi alveg hvað þetta þýddi... hitinn var að hækka hjá henni... datt ekki einu sinni í hug að þetta væri ælupest... sem reyndist líka vera rétt... þegar læknirinn mældi hana með eyrnamæli var hitinn kominn upp í 39,3 (og hún ný vöknuð) og svo er alltaf sagt að maður eigi að bæta nokkrum kommum við þessa eyrna mæla. En læknirinn sá ekkert athugasamt þannig að við vorum bara sendar heim aftur. Ég byrjði strax á því að gefa henni stíl til að sjá hvort að hann myndi ekki slá á hitann og mér svona sýnist hann gera það... hún er aðeins farin að hreyfa sig.

Veit ekki hvað þetta á að þýða... hún var veik alla þarsíðustu helgi... þegar mamma og Harpa voru hérna... þannig að það var lítið gert þá. SVo núna eru Imba og Valli á leiðinni og þá aftur... Held að ef að einhver ætli að koma til okkar að þá verði hann bara að koma surprice :) hehe

Jæja ætla að halda áfram að knúsa sjúklinginn minn.
Set inn eina mynd af skvísunni :) þennan morgun rifumst við mæðgur um hvaða húfu hún ætti að fara með :) og auðvitað vann hún :) hvernig verður þetta :) hún er BARA 1 og hálfs :)

1 comment:

Anonymous said...

Hvernig hefur litla snúllan það, er búið að komast að því hvað er að?
kv. Katrín