Monday, February 18, 2008

Allt hefst þetta á endanum


Úfff var að skila af mér verklýsingu. Erum að vinna verkefni sem heitir skapandi iðja. Áttum að velja okkur eitt verkefni, eitthvað skapandi, til þess að gera og kenna 3 samnemendum. Það er reyndar ekki alveg komið að því að gera verkefnið sjálft.. þe að kenna það. En urðum að gera verklýsingu sem lýsti verkefninu algjörlega frá a-ö. Þannig að utanaðkonandi manneksja gæti sest og gert þetta án þess að fá nánari leiðbeiningar. Þetta er ekkert rosalega flókið. EENN samt eitthvað ótrúlega flókið þegar maður er að strögglast við þetta. ÖLL smáatriðin verða að vera með... var t.d búin með þetta... að ég hélt... En svo þegar ég var að lesa þetta yfir að þá sá ég að ég hafði gleymt að nefna það að það ætti að taka títuprjónana úr :) samt var Ester búin að segja mér það í dag að hún hefði líka gert þetta... þannig að ég ætlaði nú aldeilis að passa mig... en gleymdi því samt... ææ manni finnst þetta eitthvað svo common sense EN það er það víst ekki fyrir þann sem hefur kannski aldrei saumað. En já gleymdi nú að segja hvert verkefnið væri :) hehe En ég ákvað að gera grjón brjóstapúða fyrir nýbakaðar mæður :) hehe Ég var með svona grjóna púða lánaðann hjá Rakel Magg þegar Hafdís Una fæddist (eða Birkir var með hann í láni út af bakinu) en ég notaði hann þvílíkt mikið. Um leið og ég fann að það var að koma stífla að þá hitaði ég pokann og setti hann á brjóstið. Þetta er bara algjör snilld. Og þess vegna ákvað ég bara að búa til henntugri stærð :) sem leggst vel að brjóstinu :)

Annars er bara allt fítn af okkur að frétta hér í Tröllagilinu. Bíðum spennt eftir næstu helgi. Imba og Valli eru að koma norður. Og svo var pabbi að hringja og hann og Jan ætla að koam norður líka. Þannig að það verður fjör :) SVO gaman að fá gesti :)
Eitthvað verið að skipuleggja laugardagskvöldið... út að borða á Greifann og eitthvað skemmtilegt.
Er búin að vera að ,,þjálfa,, barnapíu fyrir þessa helgi :) vonum bara að það gangi vel. Það hefur gengið vel hingað til. Svo er líka spurning hvað Afinn er að fara að gera um helgina :) hehe kannski honum langi bara til að passa :) thí hí
sjáum til

Well Well ætli maður verði ekki að fara að skríða uppí.... verð heima á til 10 á morgun, Birkir kemur þá heim og ég fer í einn tíma frá 10-11:40 og svo aftur heim... Strákarnir hjá dagmömmunni eru allir veikir þannig að púslið heldur áfram hjá okkur :) en það er víst bara svona... ömurleg flensa sem herjar á mannskapinn.

Knúsið hvort annað.
Over and out

1 comment:

Helga Björg said...

Hæ skvísin mín!
Alltaf nóg að gera hjá þér...

Ég er svo pirruð yfir þessu íbúðarleysi þarna á AKU!!
Það er vonandi að eitthvað gerist og ég fái íbúð uppí hendurnar... hehe... :)

Bið bara að heilsa í bili!
Lætur mig vita ef þú fréttir af einhverri íbúð mín kæra.. :)