Tuesday, December 23, 2008

Jóla...jóla... jólajóla

Já nú er þetta bara að skella á. Jólin bara á morgun og allt að verða reddý.

Komum suður á laugardaginn og skottan byrjaði á að næla sér í hita..... þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í að hafa það MEGA kósý og gera ekkert. Ég fór á sunnud.kvöldinu og hitti skvísurnar mínar, Sif og Helgu og tókum við okkar árlega laugarveg. BARA yndi.... röltum allan laugarann, fengum okkur kaffi to go og röltum meira. Fórum inn á Solon og borðuðum, fengum okkur hvítt og kjöftuðum. Bara snilldar kvöld.

Svo var skottan mun hressari í gær og ákvaðum við því að fara í hveró og á Hellu í dag. Hitta Ía okkar, ömmur og afa ofl. Skottan var rosa hress fyrripartinn en rauk svo upp í 39 stiga hita um kaffileiti þannig að við brunuðum bara í bæinn þegar búið var að gera það allra nauðsynlegasta. Vorum á leið í mat til Sifjar og co en ég fór bara ein og þau feðginin knúsuðust heima á meðan. Helga og Gulli voru líka hjá Sif og vá SNIIIIILLLLDDDAAARRR súpa sem Sif ofur kokkur bauð uppá. Hef bara sjaldan smakkað jafn góða súpu...... verð klárlega að fá uppskriftina. Takk fyrir mig Sif mín... alltaf SVOOO gott og gaman að koma til þín ;)

Svo sit ég hér ein, klára að skreyta tréið, hlusta á Bubba á Bylgjunni og skrifa þessa færslu :) Birkir sofnaði með skvísuni. Hann er orðinn hálf slappur líka :( vonandi hristir hann það af sér fljótt.

En VÁÁÁ hvað ég var búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að keyra í rkv. Sjeeeettt er ekkert að grínast.... skil ekki hvað fólk getur verið ótrúlega stressað hérna. Ég skaust í gær og ætlaði að klára smá sem eftir var og ég er ekkert að grínast en ég var bara mega hrædd að keyra Miklubrautina. Fólk var að TAPA sér. Bibandi, svínandi og klessandi á hvort annað :S Ég keyrði að Kringlunni og þar var margra kílómetra röð inn og út af öllum bílastæðum og ég hætti SNARLEGA við að þurfa að fara þangað inn...... ákvað að prufa að fara á Korputorg.... er eitthvað verið að grínast með það????? Torg hvað? Þetta er margra kílómetra langt hús, ekki gegnumgengt á milli búða, ca 3 búðir í öllum þessum kílómetrum og eins og veðrið var í gær var þetta EKKI að gera sig.
Var líka búin að gleyma hvað er ÓG langt á milli staða í rvk :) hahahhahaha er semsagt voða glöð með Akureyri akkurat núna :) hahhaha

Jæja ætla að klára að skreyta, hlusta, tölvast og taka til og koma mér svo að sofa með feðginunum sem kúra sig saman upp í hjónarúmi :)

Monday, December 15, 2008

og svo var bara komið jólafrí :)

já lítið gerst hér :)

En jólafríið er skollið á á þessum bæ :) og ég er að fíla það :)

Gekk ágætlega í prófunum.... allavega þangað til annað kemur í ljós :) en nú er biðin endalausa.... er komin með SIbbu veikina á þetta og farin að kíkja á HA síðuna ansi oft á dag :) hehe enda á fyrsta eink að koma í hús í síðastalagi á miðvikudaginn... úff úr fyrsta prófinu sem var líffærafræði heilans..... krossum putta og VOOOOOOOOONUM það besta :) Er komin með eina eink, úr próflausa áfanganum og fékk 8,5. Maður er nú svo klikk að maður vill alltaf meira :( hefði alveg viljað 9 í þessum áfanga. En er samt bara alveg sátt.

Það var próflokadjamm á föstudeginum og ég var bara ekki að meika að fara. Birkir eldaði humar handa mér og Sibbu til að fagna próflokum...mmmmm humar ala Birkir klikkar ALDREI.
Svo kíkti ég aðeins niður til Sibbu og drakk 2 Mojito og kom mér svo heim að sofa. María gisti hjá okkur föstud nóttina og svo svissuðum við á laugardagsnóttina :) þá gisti HU hjá Sibbu sín og Maja sín :) og við hjónin skelltum okkur á jólahlaðborð á hótel KEA, á kaffi amor og svo á vélsmiðjuna á Hara systur, Abba þema. Þær systur klikka sko ekki frekar en fyrri daginn. Við hjúin náðum að hanga úti til hálf 4 :) hefur ekki gerst í mörg ár :) YNDISLEGT kvöld með skemmtilegu fólki.
Við hjúin á leið á jólahlaðborð :)

Ótrúlegt hvað er stutt til jóla..... við stefnum á að keyra suður snemma 20.des. Verðum í rvk á aðfangadag, við og pabbi. Verður voða kósý. Svo er það jóladagur hjá ömmu og afa. Það eru ekki jól án þess að fara þangað :) hlakka svo til að hitta alla fjölskylduna þar :)
Svo er bara óráðið hvernig áramótin verða??? Rvk eða Hveró???

SKottan byrjaði jólafríið á að verða veik..... held reyndar að henni hafi bara vantað mömmudag :) við mægður kúrðum okkur til kl 12 í hádeginu :) BARA NICE.... gerist aldrei á þessum bæ :)

Jæja ætla að halda áfram að knúsast í skottunni ;)
svo er spurning hvort maður prufi að reyna að baka sörur á morgun :S langar SVOO í smá sörur :) sjáum til hvernig þolinmæðin tekur því :) hehe

Jólaknús