Monday, March 31, 2008

Getur föstudagurinn 13. verið á sunnudegi OG mánudegi???

Já allavega hafa síðustu dagar verið ótrúlegir.... úff Ef við byrjum bara á byrjuninni.... Ég var búin að vera að fresta því í svolítinn tíma að kaupa gardínur í herbergið hjá Hafdísi Unu... enn svo þegar hún var farin að rífa sig á fætur aftur kl 6 að þá var brunað niður í RL vöru hús :) hehe og keyptar gardínur. Langarði í bleikar (ótrúlegt en satt) prinsessu gardínur og þær voru bara til tilbúnar með lykkjum (fyrir gardínu stöng) enn mig vantaði fyrir svona gamaldags z brautir. Ég ákvað að skella mér bara á þessar tilbúnu og breyta þeim. Ég hafði mælt gluggann fyrir löngu og þóttist muna hvað glugginn var stór. Svo dreif ég mig heim og byrjaði að sauma. Klippti lykkjurnar af, saumaði borðann á(blótaði smá) og krækti hjólunum(blótaði aðeins meira) og gerði voða fínar rikkingar. Svo var vippað sér inn í herbergi og byrjað að renna gardínunum upp á brautina... allt í einu fer að heyrast skringileg hljóð í Birki... þegar mér er litið á hann var hann að berjast við það að hlæja ekki. Gardínurnar voru AALLLLTTTT of stuttar. Gleymdi að gera ráð fyrir því að HELVV.. zetu brautin var upp í HELV lofinu... þannig að það vantaði ekki neima 30 cm uppá.....GRÁÁÁT!!! Ég reif niður gardínurnar og ætlaði að henda þeim. Enn fór að skoða hvort ég gæti eitthvað gert úr þessu... mundi allt í einu eftir gardínu stöng sem hékk inn í eldhúsi. Þannig að ég saumaði helv lykkjurnar á aftur enn nú snúa þær bara öðru vísi enn fyrst... í þessu geðvonsku kasti mínu hennti ég títuprjónunum öllum á gólfið... óvart.... og þá mundi ég afhverju ég hætti að sauma á sínum tíma..... ég tapa ALLTAF þolinmæðinni, klúðra öllu og þá fer ALLT úrskeiðis. Enn BÉV gardínurnar hanga uppi :) hehe og það er fyrir öllu :) á reyndar eftir að laga þær smá :) enn ákvað að róa mig aðeins á þeim áður enn ég laga þær :) hehe
Finnst ykkur nokkuð vera pirringssvipur á minni????

Hér eru svo blessuðu gardínurnar :) hehe

Svo í morgun þá þurfti ég að skafa af bílum, afþví að það er kominn vetur aftur á AK, allavega að þá vandaði ég mig voða mikið, tók vel af honum og teigði mig eins og ég gat upp á þakið á honum. Keyrði svo Hafsísi Unu til Lindu og skaust svo heim aftur og kláraði að finna mig til fyrir skólann. Svo rétt fyrir 10 lagði ég af stað í skólann... keyrði niður að hringtorgi(sem er í smá brekku niður)og viti menn... hviss bang búmm.... ég sá ekki neitt.... ALLUR snjórinn sem ég hafði ekki náð af þakinnu rann niður á rúðuna og ég án gríns sá EKKERT.... og varð að keyra þannig inn á hringtorgið og inn á planið hjá búðinni... og til að toppa þetta að þá var ein bekkjasystir mín í bílnum fyrir aftan mig... þannig að þegar ég komst loksins niður í skóla og fór að blóta þessu að þá fékk Anna Karen hláturskast... VARST ÞETTA ÞÚ hahhhaa

Vell vell sjáum hvort föstudagurinn 13 geti líka verið á þriðjudögum.

Saturday, March 29, 2008

Komin með vinnu

Já ég er barasta komin með vinnu í sumar. Sótti um á tvem stöðum. Á öldrunar heimilinu Hlíð í dagþjónustu og á Árholti sem er eins og skólavist fyrir börn 10-16 ára með sérþarfir. Fannst báðir staðirnir mjög spennandi. Á föstudaginn var ég kölluð í atvinnuviðtal á Hlíð. Ég hafði kannsi aðeins meiri áhuga á Árholti þegar ég fór af stað í þetta viðtal... enn þar rennur umsóknarfrestur ekki út fyrr enn 6.apríl. Enn eftir viðtalið á Hlíð leist mér bara ofboðslega vel á þann stað. Þetta er þjónusta í samblandi við félagsstarfinu á Hlíð. Fólk er að koma þangað til þess að brjóta upp daginn hjá sér. Allavega að þá vildi sú sem ég fór í viðtal til fá svar í dag og ég hringdi í hana í dag og sagðist ætla að taka þetta að mér. Ég var með þá kröfu að vinna ekki 100% allt sumarið og það gekk efitr... verð í 2 vikur 100% og svo sennilega frá 8-14 sem ég er mjög sátt við :) Enn svo er það nátt púslið í sambandi við pössun á Hafdísi Unu... Hún hættir hjá dagmömmunni föstud 11 júlí og ég er ekki búin að fá nákvæmt svar frá leikskólanum, nákvæmlega hvenar hún kemst inn í aðlögun. Þannig að ég veit í raun ekkert hvað ég þarf langa pössun, hjá einhverri stelpu, í sumar... EENNN þetta hlýtur að reddast. Birkir fer náttl eitthvað í sumarfrí og verður því raðað í samhengi við þetta :)
Enn ég er sátt og spennt. Klára prófin 8 mai og fæ þá sennilega smá frí og byrja sennilega seinnipartinn í maí. Hlakka til.

Ég er búin að fara út að hlaupa 3 síðan ég byrjaði.... og ætla að halda áfram.... ótrúlega erfitt að koma sér af stað.. en VÁ hvað er gott þegar maður er komin af stað og tala nú ekki um þegar þetta er búið. Ætla líka að hringja í Átak á mánudaginn og skrá mig á annað fit-pilates námskeið. Sá þa í biblíunni í gær, það er að byrja annað 6 vikna námskeið, byrjar 6. apríl minnir mig og er þá fram í lok maí. Var rosa ánægð með síðasta námskeið og ætla að skella mér aftur.

Annars er það lítið sem ég hef að segja.... kallinn er út á videoleigu... spennandi að sjá hvað hann kemur með... hhmm svolítið fastur í því að taka þvílíkar bardaga og hasar myndir... væri alveg til í eina aðeins væmnari :) hehe sjáum til :)

Langar svo að fara með Hafdísi Unu í svona íþróttaskóla... er búin að vera að leita á netinu enn fynn ekki neitt... sá þetta auglýst síðasta haust enn man ekkert hjá hverjum þetta var. Ef þið sem lesið síðuna mína hérna á Akureyri sjáið eða vitið eitthvað um þetta... endilega látið mig vita ;)

Jæja over and out

Wednesday, March 26, 2008

páskafrí, gleði og offita :)

Já nú er barasta páskafríið búið og alvaran tekin við aftur. Áttum YNDISLEGA páska fyrir sunnan. Gerðum allt og ekki neitt :) og þannig átti það bara að vera. Byrjaði fríið á því að hitta nokkrar af skvísunum mínum og fá okkur SMÁ í aðra tánna :) hehe það var algjör snilld. Enduðum í singstar :) verðum að koma okkur upp singstar safni.... vorum bara með einn disk.... enn ég er svona meira hálf 4 manneskja í singstar :) ég vill alltaf taka rólegu löginn sem enginn nennir að syngja þegar mesta stuðið er... þess vegna myndi hennta mér mun betur að mæta á svið þegar allir eru orðnir svo drukknir að þeir eru komnir í kósý fílinginn aftur :) hehehhee ... meira svona... it must have been love típa :) hehehehehe enn þetta var MJÖG hresst. Og sumir sem ég þekki til í að gera þetta á hverjum degi... það er að segja að fá sér í tánna :) allavega fékk ég þetta skemmtilega sms um nóttina ( um nóttina segi ég :) það var kl 2 :) hahaha þá var ég semsagt farin heim :) ),, Hviss, bumm bang brjálað fjör á kellu maður djö ég verð að detta í það á hverjum degi þetta er geðveikt,, (verða ekki alltaf svona beinar tilvitnanir að vera í gæsalöppum) :)




Föstudagurinn var tekinn snemma með skottunni því að Birkir þurfti að fara að vinna aðeins í bænum. Enn það var bara kósý... heilsan hin sæmilegasta þannig að þetta var fínt. Það hafði verið ákveðið deginum áður að hittast allar saman með krakka ormana og mæla götur Hveragerðis... verð nú að viðurkenna að það var ROSA girnó að setja símann á silent og leggja sig með HU... EENN er rosa glöð að hafa ekki gert það. Það var semsagt lagt í göngu, ég, sif, Tinna og Bogga, um hádegi og ég var að koma heim um kl 6. EKki beint hollasta gönguferð sem ég hef farið... byrjuðum í bakaríinu, svo niður í eden, í mæruna og svo heim til Boggu. Svoendaði ég gönguna hjá Tengdó.
Á laugardeginum fór ég svo í nudd enn varð svo hálf lasin á eftir... óglatt og eitthvað ves... þannig að ég var heima undir sæng á meðan Birkir og Hafdís Una skelltu sér í rvk í afmæli hjá Agli. Ég var aðeins hressari þegar þau komu heim þannig að við skötuhjúin skelltum okkur til Boggu og Gísla og HAfdís Una í pössun til ömmu Haddýar. Planið var að skipuleggja ættarmótið í sumar.. enn það fór nú eitthvað lítið fyrir því... svo var bara röllt sér heim og kúrt fram að hádegi :) mmmddddaaa...

Svo tókum við mæðgur flug norður á mánudeginum og Birkir greyið keyrði einn... hann keypti sér nefnilega vinnubíl fyrir sunnan. Enn okkar mæðgna beið föngulegur hópur þegar við komum heim. Sif S og fjölskylda hafði nefnilega verið í íbúðinni okkar yfir páksana og var búið að fara í bakaríið og svona kósý þegar við komum. Við hittum þau í smá tíma enn svo þurftu þau að leggja í hann suður. Stutt og laggott :)

SKólinn byrjaður á skriljón og leiðinlegasta verkefni EVER verður flutt á morgun... vá hvað ég verð glöð :) enn þá tekur líka bara næsta við :) enn það er aðeins meira spennandi.

Í kvöld fékk ég allt í einu algjörlega nóg af sjálfri mér... ég sat við tölvuna að læra og leið óg feitt :) þannig að ég stökk á fætur... hoppaði í íþróttagallan... kyssti kallinn og sagðist vera farin út að skokka :) hahah biluð... enn ég fór í 30 og skokkaði 2, labbaði 4 og svo koll af kolli. Svo á maður að auka skokkið og minnka labbið. Hvað haldiði að ég endist lengi :) hahahha sjáum til. Svo eru það bara magaæfingarnar :) þarf að kaupa mér svona bolta eins og er í fit pilates :) Já og svo þegar ég kom heim þá skipaði ég kallinum að labba einn hring :)

Vell vell orðið ALLT of langt :) held ég ætti að blogga aðeins oftar og þá styttra í einu :) hehe

Saturday, March 15, 2008

ein svona OFURvæmin færsla

Úfff maður fékk nú bara hálfgert samviskubit að hafa kvartað svona í síðasta bloggi eftir að hafa horft á Kompás þáttinn. Ég grét úr mér augun. Þessir foreldrar eiga sko alla mína samúð. Ég var búin að vera í geðvonsku kasti upp í skóla að vinna ótrúlega leiðinlegt verkefni og kom svo heim og horfði á þáttinn og fór svo beina leið inn í herbergi til Hafdísar Unu og knúsaði hana sofandi :) ég bara varð... og það var SVO gott. Fékk reyndar alveg smá hnút í magann yfir því að vera svona mikið frá henni síðustu daga. Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ver í skauti sér og þess vegna á maður að njóta dagsins í dag og láta alla vita að manni þykir vænt um þá. Manninn sinn, börnin sín, foreldra sína og síðast enn EKKI SÍST vini sína.

Talandi um að láta alla vita að þá hefur þessi síðasti vetur verið MJÖG svo spes eitthvað. Það eru allir búnir að vera á haus eitthvað. Þetta var svo notó þegar við vinkonurnar vorum svo margar saman í fæðingarorlofi... hittumst oft í viku og sumar daglega og bara tjilluðum saman með ungana okkar. Fórum út að labba... komum einu sinni eða tvisvar við í bakaríinu ;) hehe og nutum þess bara í botn að vera með hvorri annari. Svo leið árið sem við ákvaðum að vera heima með krílin okkar og síðan þá erum við bara varla búnar að hittast. Ég fór norður, Bella er á Hvanneyri og hinar að vinna og með stór heimili. Og það skondna er að það er svo mikið að gera hjá öllum að við höfum varla haft tíma til þess að hringja í hvora aðra. Hvað er það???? Helgan mín er reyndar voða dugleg að hringja í mig... vildi að ég væri jafn dugleg að hringja í þig mín kæra :) fer alveg að koma að því :) hehe Enn vonandi höfum við tíma í sumar til að hittast allar og knúsast svolítið :) hehe ótrúlega væmin eitthvað :) thí hí Sakna þess að hitta ykkur aldrei... að fara út að labba með þér Tinna, hringja oft á dag í þig Bella, Kíkja í kaffi til þín Sif, kíkja í kringluna með þér Helgan mín, fá mér bjór og fara á trúnó með Katrínu :) hehehe borða eitthvað gott mér Boggunni minni :) og bara að hanga með ykkur öllum :) Fékk smá heimþrá í gær þegar ég var að taka til í símanum mínum og áttaði mig á því að ég er allt of löt að gera það því að ég var að henda smsum síðan snemma á síðasta ári :) hehe Þar voru einmitt sms síðan við vorum að skipuleggja mömmuhittinga.... sms frá Tinnu um að koma með sér út að rölta um kvöldið og svona fleira skemmtilegt :) allavega fékk ég netta heimþrá við þessa tiltekt í símanum :)

Enn koma tínar koma ráð :) og svo er mér líka farið að langa ROSA mikið til þess að fá ykkur til mín spleppurnar mínar. ALLAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Er ekki málið að reyna að skipuleggja skvísuferð í mai??? Hvernig er staðan á brjóstakellingunum þá??? :) (Sif og Bogga)
Varð að hafa þessa með :) ótrúlega falleg börn :) enn það vantar Runna og Óla
Hér vantar bara Runólf Franz :) þvílíkur hópur :)

já já og ég sem ætlaði ekkert að væla í þessari færslu :) hehe finnst ykkur nokkuð skína í gegn hvað mig hlakkar til að komast ,,heim,, í páskafrí :) hehehehehe Enn nóg af væmni í bili :) Farin að læra..... Reyna að ákveða hvort ég ætla að skrifa ritgerð um heilablóðfall eða einhverfu??? hhmm kemur í ljós.

Knús á alla. Lov u
Valgý OFURvæmna :)

Tuesday, March 11, 2008

Örmagna

Fannst þessi mynd lýsa best ástandi mínu :) hehehhehehehehheheheh
Já þessir síðustu dagar hafa einkennst af stressi, púsluspili og ENDALAUSRI verkefnavinnu. Er gjörsamlega á haus þessa dagana og finnst ég ekki ná andanum.... það er svo mikil verkefnavinna í skólanum í 2 áföngum að hinir 3 sitja ALGJÖRLEGA á hakanum þessa dagana. Sé próflestratörnina í hryllingi... þurfa að frumlesa efnið í þeim áföngum afþví að það er sko ekki séns í helvíti að ég hafi tíma til að lesa líka heima fyrir tímana. SVo er heilsann í einhverju fokki. Fékk brot af þessari flensu sem Hafdís Una fékk um daginn enn hafði engan tíma til þess að ná því eitthvað almennilega úr mér þannig að líkaminn er held ég alveg að segja stopp núna. Er sko búin að vera með hausverk, svima og flökurleika í rúmlega 2 vikur. Svo var jaxlatakan á föstudaginn síðasta þannig að það bættist ofan á þetta. Svo var ég að vinna verkefni með einni í bekknum í gæt sem er nuddair og hún tók smá nudda á mér og SHHIIIIITTTT hvað það var vont enn samt gott :) fór bara að heyra vel aftur (er búin að vera með suð og hellur) og sjá vel og allt. Hún ýtti á einhverja punkta sem leiða í kuðunginn í eyrunum (þar sem jafnvægissk. er) og ég hélt það myndi líða yfir mig það var svo vont. Er með vöðvabólgu DAUÐANS. Þarf svo að komast í nudd... enn vantar TÍMA :( vanntar alveg VEL nokkra tíma í sólahringinn þessa dagana. Enn held samt að ég VERÐI að reyna að komast í nudd.... ef ég ætla að reyna að standa upp rétt fram að páksum. Enn akkurat þessa stundina langar mig bara að standa upp og gefast upp... hætta þessu og njóta þess að vera með skottuna mína og geta knúsað kallinn minn öll kvöld.... og bara gert eitthvað skemmtilegt. Enn það er víst ekki í boði... eða er það nokkuð. Sé ekki fram úr neinu þessa stundina.

Vá hvað þetta er mikið þunglyndis blogg maður.... úffff enn á morgun kemur nýr dagur með hækkandi sólu... er það ekki :) hehehe er þessi blessaða sól ekki alltaf að láta sjá sig meira og meira og talandi um sól.... eigum við eitthvað að far aút í umræðuna um sumarið.... nei held ekki.... kannski seinna.... veit semsagt EKKERT hvað ég á af mér að gera í sumar. Nánar um það seinna

EEEENNNN nóg af þessu væli.... það nennir enginn að lesa þetta :) hehehehe enn ég létti allavega af hjarta mínu og pirring :) thí hí

Er upp í skóla að læra núna og ætla að reyna að massa það og fara svo heima og horfa á kompás... vá hvað það verður örugglega erfitt að horfa á það. Greyið foreldrarnir. Eiga hug minn allan.

Jæja ekkert hangs á þessum bæ.... reyna að koma mér í skrif gírinn í þessu LEIÐINLEGA verkefni.

Knús á þann sem nennti að lesa vælið í mér :) hahahhaha

Saturday, March 8, 2008

Ótrúlega dugleg stelpa :)


Já er bara ótrúlega stolt af mér :) lét LOKSINS verða að því að láta taka einn endajaxl. Hann er sko búin að pirra mig af og til í ALLT of langan tíma... erum sko að tala um ár :( Hann byrjaði reglulega á að reyna að bora sér upp... enn komst ekkert. Þannig að ég lét mig hafa það í nokkra daga... hét því svo að hringja og pannta tíma til að láta takann enn þá hætti hann að bögga mig og ég ákvað að geyma það AÐEINS lengur. Enn svo um daginn varð þetta orðið óbærilegt... var með hálsbólgu, eyrnaverk og hausverk í marga daga út af helv.. jaxlinum og þá lét ég loksins verða af því að hringja. Gekk fyrst eitthvað hálf brösulega að finna tíma sem henntaði öllum. Var svo hrædd um að verða alveg frá eftir þetta þannig að ég frestaði þessu 2. EENNNN lét svo verða af þessu í gær... og hefði sko átt að vera löngu búin að þessu... því að þetta var barasta ekkert mál :) ótrúlega dugleg spleppa :) hehe
Fann bara svona tosa og þrýsting og svo var hann bara farinn.. þessi elska :) Þurfi að sauma 3 spor og svo bara heim að kúra sér. Versta hingað til er þegar HELV deyfingin var að fara úr... það var VIBBI. Enn svo er ég bara búin að vera hin hressasta. Tek bara parkódín með jöfnu millibili. Er reyndar enn bara á fljótandi fæði... og er farið að langa FREKAR mikið í eitthvað í föstu formi :) ætli maður prufi það ekki í kvöld... eitthvað mjúkt enn þó í föstu formi :) hehe er eiginlega komin með nóg af skyri og bollasúpu.

Maður er svo hress eftir þetta að ég ákvað að pannta miða í leikhús í kvöld fyrir okkur hjúin :) maður er náttl SVO klikkaður. Sibba er með alla familíuna sína í heimsókn og hún var búin að pannta fyrir sig og Ingvar á Fló á skinnni og mig er búið að langa svo að fara... þannig að það var ákveðið á svona 1 og hálfri mín að krakkarnir hjá Sibbu myndu koma niður og horfa á tv heima hjá okkur svo að við Birkir gætum troðið okkur með Sibbu og Ingvari í leikhús :) hehe ótrúlega uppáþrenjgandi par :) En hlakka samt rosa til... fólk talar um að þetta sé snilldar sýning.

Fékk einkunn í dag fyrir fyrsta verkefnið sem við þurftum að flytja. Vorum 3 saman, ég, Ester og Sibba og við fengum 8,5. Svo er maður svo KLIKK að ég var bara eitthvað hálf svekt með 8,5. Hefði viljað fá hærra... Maður er náttl ekki í lagi. Enn það sem dró okkur niður var að við gleymdum að setja nöfnin okkar á bæklinginn sem við geðrum með verkefninu. Þar töpuðum við o,5. Enn höfum aldrei gert svona bækling áður þannig að við vitum það bara næst :)

Annars er bara allt bærilegt af okkur að frétta.... erum orðin spennt að koma suður um páksana :) og tíminn á sko örugglega eftir að þjóta áfram... það er sko brjálað að gera fram að páskum í skólanum... já og jafnvel smá um páskana. Þarf örugglega að vinna eitthvað smá í ritgerð um páskana. Enn vonandi verð ég komin vel af stað. Er sko ekki byrjuð á henni. Það er búið að vera BRJÁL að gera í verkefna vinnu upp á síðkastið. Það tekur sko hvert verkefnið við af öðru. Þannig að það er eins gott að vera með vel brettar ermar :)

EN vá hvað ég er farin að ÞRÁ að komast eitthvert út og kíkja kannski SMÁÁÁÁ í H&M í leiðinni... lá límd við tölvuna í fyrrakvöld og skoðaði h&m... gæti held ég verslað ALLA Hello Kitty línuna á Hafdísi Unu. Klárlega LANG flottustu og bestu fötin sem maður fær.

Jæja ætla að rembast við að klára bév athafnagreininguna sem ég á að skila á mánudaginn. Er að fara að skila verkefni á mánudaginn. Skapandi iðja. Þarf að kenna 2 samnemendum einhverja skapandi iðju. Ég valdi að gera grjónapúða fyrir mjólkandi mæður :) Er búin að gera verklýsingu, fyrir algjöra ILLA. Og svo þarf ég að gera athafnagreiningu líka... t.d þarf maður að hafa meðvitund, vera stöðugur og halda flæði, hafa fínhreyfingu og samhæfingu til þess að geta þrætt saumnál :) ÓÓÓÓtrúlega spennanid... eða ekki.

Knús á ykkur og njótið þess að vera til

já og p.s bekkurinn minn er kominn með heimasíðu www.idjur.bloggar.is um að gera kíkja