Saturday, March 15, 2008

ein svona OFURvæmin færsla

Úfff maður fékk nú bara hálfgert samviskubit að hafa kvartað svona í síðasta bloggi eftir að hafa horft á Kompás þáttinn. Ég grét úr mér augun. Þessir foreldrar eiga sko alla mína samúð. Ég var búin að vera í geðvonsku kasti upp í skóla að vinna ótrúlega leiðinlegt verkefni og kom svo heim og horfði á þáttinn og fór svo beina leið inn í herbergi til Hafdísar Unu og knúsaði hana sofandi :) ég bara varð... og það var SVO gott. Fékk reyndar alveg smá hnút í magann yfir því að vera svona mikið frá henni síðustu daga. Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ver í skauti sér og þess vegna á maður að njóta dagsins í dag og láta alla vita að manni þykir vænt um þá. Manninn sinn, börnin sín, foreldra sína og síðast enn EKKI SÍST vini sína.

Talandi um að láta alla vita að þá hefur þessi síðasti vetur verið MJÖG svo spes eitthvað. Það eru allir búnir að vera á haus eitthvað. Þetta var svo notó þegar við vinkonurnar vorum svo margar saman í fæðingarorlofi... hittumst oft í viku og sumar daglega og bara tjilluðum saman með ungana okkar. Fórum út að labba... komum einu sinni eða tvisvar við í bakaríinu ;) hehe og nutum þess bara í botn að vera með hvorri annari. Svo leið árið sem við ákvaðum að vera heima með krílin okkar og síðan þá erum við bara varla búnar að hittast. Ég fór norður, Bella er á Hvanneyri og hinar að vinna og með stór heimili. Og það skondna er að það er svo mikið að gera hjá öllum að við höfum varla haft tíma til þess að hringja í hvora aðra. Hvað er það???? Helgan mín er reyndar voða dugleg að hringja í mig... vildi að ég væri jafn dugleg að hringja í þig mín kæra :) fer alveg að koma að því :) hehe Enn vonandi höfum við tíma í sumar til að hittast allar og knúsast svolítið :) hehe ótrúlega væmin eitthvað :) thí hí Sakna þess að hitta ykkur aldrei... að fara út að labba með þér Tinna, hringja oft á dag í þig Bella, Kíkja í kaffi til þín Sif, kíkja í kringluna með þér Helgan mín, fá mér bjór og fara á trúnó með Katrínu :) hehehe borða eitthvað gott mér Boggunni minni :) og bara að hanga með ykkur öllum :) Fékk smá heimþrá í gær þegar ég var að taka til í símanum mínum og áttaði mig á því að ég er allt of löt að gera það því að ég var að henda smsum síðan snemma á síðasta ári :) hehe Þar voru einmitt sms síðan við vorum að skipuleggja mömmuhittinga.... sms frá Tinnu um að koma með sér út að rölta um kvöldið og svona fleira skemmtilegt :) allavega fékk ég netta heimþrá við þessa tiltekt í símanum :)

Enn koma tínar koma ráð :) og svo er mér líka farið að langa ROSA mikið til þess að fá ykkur til mín spleppurnar mínar. ALLAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Er ekki málið að reyna að skipuleggja skvísuferð í mai??? Hvernig er staðan á brjóstakellingunum þá??? :) (Sif og Bogga)
Varð að hafa þessa með :) ótrúlega falleg börn :) enn það vantar Runna og Óla
Hér vantar bara Runólf Franz :) þvílíkur hópur :)

já já og ég sem ætlaði ekkert að væla í þessari færslu :) hehe finnst ykkur nokkuð skína í gegn hvað mig hlakkar til að komast ,,heim,, í páskafrí :) hehehehehe Enn nóg af væmni í bili :) Farin að læra..... Reyna að ákveða hvort ég ætla að skrifa ritgerð um heilablóðfall eða einhverfu??? hhmm kemur í ljós.

Knús á alla. Lov u
Valgý OFURvæmna :)

8 comments:

Anonymous said...

OOO sæt færsla! Nauðsynlegt að vera smá væmin stundum.. segi ég.. ofur viðkvæm alltaf!
En mér hitnaði í hjartanu við að lesa þessa færslu! Sakna ykkar ótrúlega mikið.. Þú á Akureyri & Bella á Hvanneyri...og við sem hittumst nánast á hverjum degi síðasta ár!!
Hlakka ótrúlega mikið til þess að hitta ykkur um páskana og sletta úr klaufunum!

Já líst vel á ferð norður í maí:-)
Knúsiknús..Tinsí :-)

Anonymous said...

Æðisleg færsla hjá þér Valgý mín, heppnar vinkonur þínar að eiga svona góða vinkonu eins og þig. Og ég líka heppin að hafa fengið að kynnast þér :-)

Flott myndin af ykkur saumaklúbbnum, sniðugt að fara svona saman í myndatöku.

Heyrumst,
Sibba

Anonymous said...

Hæ sæta mín:) Ohhh alveg sæt færsla og um að gera að vera stundum væmin ég get sko stundum verið allt of væmin heheh Skil líka vel að það sé erfitt að flytja frá öllum vinkonum og fjölskyldu það er sko ekki allir sem mundu getað það:)
Hlakka svo til að hitta þig í næstu viku, verður sko alveg gaman hjá okkur:)Svo kannski tökum við allar stelpurnar smá göngu með grislinganna okkar;) Væri bara gaman:)
Verð nú líka að bjalla oftar í þig elskan alltaf svo gaman að heyra í þér:)
En við sjáumst sko ofurhressar í brjáluðu stuði á fimmtudaginn:)
Lov yu kv Sif Jónsd

Anonymous said...

Já það er nú alltaf gott að eiga góða vini, þó að þeir séu ekki alltaf á sama stað og maður sjálfur. Gott að páskafrí sé framundan, ekki veitir ykkur af eftir allt veikindavesendið.
No worrys yfir prófatörninni, við setjum aukapúða á stólana í Holtagötunni, kaupum kaffi og súkkulaði (sykurlaust) í heildsölu og rúllum þessu upp, jafnt tölfræði sem lífeðlisfræði.
Bara bjart framundan sól og vor.
Sjáumst i fyrramálið, kátar.
EE

Helga Björg said...

knúsímúsin mín!

Mér finnst þú bara duglegust að hafa látið draumin rætast og skellt þér norður í það nám sem þig langaði í!!
Get bara alveg trúað því hvað það er erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum! Mér finnst allavega oft voðalega mikið erfitt að þú sért ekki hérna fyrir sunnan hjá mér :)

En við bætum bara upp fyrir það þegar við hittumst! :)
Vonandi næ ég að hitta eitthvað á þig þegar þú kemur um páskana!!

Hafðu það nú gott krúslan mín!
Knús í kaf

Anonymous said...

Æðisleg færsla, hlakka mikið til að fara með þér á trúnó á fimmtudaginn;)Verður bara gaman hjá okkur.

Sammála Tinnu líst vel á ferð norður í maí;)
Svo væri ég alveg til í aðra sumarbústaðaferð???

kv. Katrín

Anonymous said...

see baby shaken your ass.....hahahaha...vonandi hittumst við á fimmtudaginn;)ætla ekkert að vera neitt væmin hérna, það bara fyrir kellingar og homma...hahahahaha;=)
Bestu kveðjur frá bellunni þinni sem saknar ykkar allra ÓGEÐSLEGA MIKIÐ!!!!!

Anonymous said...

Það er sko nauðsynlegt að vera væminn af og til og ennþá nauðsynlegra að vera duglegur að láta fólkið sitt vita hvað manni þykir vænt um það :)

skil þig samt svo vel með svona stress einhvernveginn kannast ég nú við svoleiðis.

Hafðu það rosalega gott í fríinu þínu.

knús frá mér Anna Karen