Tuesday, March 11, 2008

Örmagna

Fannst þessi mynd lýsa best ástandi mínu :) hehehhehehehehheheheh
Já þessir síðustu dagar hafa einkennst af stressi, púsluspili og ENDALAUSRI verkefnavinnu. Er gjörsamlega á haus þessa dagana og finnst ég ekki ná andanum.... það er svo mikil verkefnavinna í skólanum í 2 áföngum að hinir 3 sitja ALGJÖRLEGA á hakanum þessa dagana. Sé próflestratörnina í hryllingi... þurfa að frumlesa efnið í þeim áföngum afþví að það er sko ekki séns í helvíti að ég hafi tíma til að lesa líka heima fyrir tímana. SVo er heilsann í einhverju fokki. Fékk brot af þessari flensu sem Hafdís Una fékk um daginn enn hafði engan tíma til þess að ná því eitthvað almennilega úr mér þannig að líkaminn er held ég alveg að segja stopp núna. Er sko búin að vera með hausverk, svima og flökurleika í rúmlega 2 vikur. Svo var jaxlatakan á föstudaginn síðasta þannig að það bættist ofan á þetta. Svo var ég að vinna verkefni með einni í bekknum í gæt sem er nuddair og hún tók smá nudda á mér og SHHIIIIITTTT hvað það var vont enn samt gott :) fór bara að heyra vel aftur (er búin að vera með suð og hellur) og sjá vel og allt. Hún ýtti á einhverja punkta sem leiða í kuðunginn í eyrunum (þar sem jafnvægissk. er) og ég hélt það myndi líða yfir mig það var svo vont. Er með vöðvabólgu DAUÐANS. Þarf svo að komast í nudd... enn vantar TÍMA :( vanntar alveg VEL nokkra tíma í sólahringinn þessa dagana. Enn held samt að ég VERÐI að reyna að komast í nudd.... ef ég ætla að reyna að standa upp rétt fram að páksum. Enn akkurat þessa stundina langar mig bara að standa upp og gefast upp... hætta þessu og njóta þess að vera með skottuna mína og geta knúsað kallinn minn öll kvöld.... og bara gert eitthvað skemmtilegt. Enn það er víst ekki í boði... eða er það nokkuð. Sé ekki fram úr neinu þessa stundina.

Vá hvað þetta er mikið þunglyndis blogg maður.... úffff enn á morgun kemur nýr dagur með hækkandi sólu... er það ekki :) hehehe er þessi blessaða sól ekki alltaf að láta sjá sig meira og meira og talandi um sól.... eigum við eitthvað að far aút í umræðuna um sumarið.... nei held ekki.... kannski seinna.... veit semsagt EKKERT hvað ég á af mér að gera í sumar. Nánar um það seinna

EEEENNNN nóg af þessu væli.... það nennir enginn að lesa þetta :) hehehehe enn ég létti allavega af hjarta mínu og pirring :) thí hí

Er upp í skóla að læra núna og ætla að reyna að massa það og fara svo heima og horfa á kompás... vá hvað það verður örugglega erfitt að horfa á það. Greyið foreldrarnir. Eiga hug minn allan.

Jæja ekkert hangs á þessum bæ.... reyna að koma mér í skrif gírinn í þessu LEIÐINLEGA verkefni.

Knús á þann sem nennti að lesa vælið í mér :) hahahhaha

7 comments:

Helga Björg said...

Sendi nú bara RISA KNÚS á þig tilbaka :) Mundu bara að þú ert duglegust og átt eftir að rúlla þessu upp!
Erfitt og tekur tíma en verður vel þess virði þegar þetta er búið!

Svo mannstu að það má hringja í Helguna með pirringinn! Ég er vön að hringja á þig með minn pirring :) híhí...

Gangi þér vel að læra sæta krúslan mín! Bjalla nú á þig fljótlega... Kannski barasta á morgun! :)

Aftur... RISAKNÚS
love u duglega!!

Anonymous said...

Hæ elskan mín!
Þú ert nú bara dugleg að nenna þessu og átt sko hrós skilið fyrir dugnað:) Segi það sama og Helga átt eftir að rúlla þessu upp heheh

Væri sko líka alveg til í að vera í þínum sporum og henda mér í skóla en það kemur í ljós;)

Gangi þér rosa vel að læra sæta skvís og ég hlakka svo til að sjá þig um páskanna:) Hitti Elínborgu í gær og við vorum að tala um að hittast hjá Tinnu á skírdag og fá okkur nokkra öllara:)
Risaknús til þín Lov jú kv Sif J

Anonymous said...

Jáháháhá.... það er sko hvítai hjá Tinnu á skírdag :) hlakka ógó til

Anonymous said...

æææ krúslan mín! Þetta líður allt... og þú ert svo klár að þetta verður ekkert mál!
Hlakka rosa til að hitta ykkur um páskana....úff get ekki beðið!!!

En þangað til...gangi þér vel!!!

Knúsiknús..Tinsí

Anonymous said...

Við klárum þetta saman elsku vinkona og verðum hrikalega stoltar af okkur eftir 3 og hálft ár þegar við verðum orðnar flottustu iðjuþjálfarnir á suðurlandinu :-)

Það verður gott fyrir þig að komast suður um páskana og slappa aðeins af. Búið að vera aðeins of mikið álag á ykkur litlu fjölskyldunni og þá er svo erfitt að vera langt frá fólkinu sínu. Þú veist að ég er alltaf til í að hjálpa þér ef ég get.

Sjáumst á morgun,

Sibba.

Anonymous said...

Hæ elskan
Vöðvabólga er sko ekkert grín.... ég meina ég fór með sjúkrabíl á sjúkrahús vegna þessa hehe.... En núna er ég búin að vera í nuddi 2x í viku í 6 vikur og þvílíkur munur. Einkaþjálfarinn minn sagði við mig í morgun að ég liti miklu betur út og hún sæi mun á líkamsburðinu. En veistu það ég held að þessi vöðvabólga sé orðin svo mikil hjá okkur unga fólkinu í dag. Alltaf svo mikið að gera og allt á fullu alla daga. Þetta er hræðileg þróun. Þú verður að slaka á og finna tíma fyrir nudd. Því trúðu mér þetta fer ekki að sjálfu sér. Ég hélt það um tíma....
Vonandi nærðu einhverri slökun um páskana því ég ætla að reyna það líka í kósýheitum heima hjá þér hihi...
Knús á þig elsku vinkona.
Sif St

Anonymous said...

Sælar þú ert svo dugleg að kommenta hjá mér að nú bara verð ég .....mig langar að benda þér á eitt sem á að vera og er rosalega gott fyrir vöðva og liði(+margt annað) það er Udos 3,6,9 omega olía. Ég er búin að taka þetta í 3 vikur og ég finn mun,,prufaðu endilega. Vonandi sjáumst við um páskana dúllana mín Kv Lóa