Saturday, March 29, 2008

Komin með vinnu

Já ég er barasta komin með vinnu í sumar. Sótti um á tvem stöðum. Á öldrunar heimilinu Hlíð í dagþjónustu og á Árholti sem er eins og skólavist fyrir börn 10-16 ára með sérþarfir. Fannst báðir staðirnir mjög spennandi. Á föstudaginn var ég kölluð í atvinnuviðtal á Hlíð. Ég hafði kannsi aðeins meiri áhuga á Árholti þegar ég fór af stað í þetta viðtal... enn þar rennur umsóknarfrestur ekki út fyrr enn 6.apríl. Enn eftir viðtalið á Hlíð leist mér bara ofboðslega vel á þann stað. Þetta er þjónusta í samblandi við félagsstarfinu á Hlíð. Fólk er að koma þangað til þess að brjóta upp daginn hjá sér. Allavega að þá vildi sú sem ég fór í viðtal til fá svar í dag og ég hringdi í hana í dag og sagðist ætla að taka þetta að mér. Ég var með þá kröfu að vinna ekki 100% allt sumarið og það gekk efitr... verð í 2 vikur 100% og svo sennilega frá 8-14 sem ég er mjög sátt við :) Enn svo er það nátt púslið í sambandi við pössun á Hafdísi Unu... Hún hættir hjá dagmömmunni föstud 11 júlí og ég er ekki búin að fá nákvæmt svar frá leikskólanum, nákvæmlega hvenar hún kemst inn í aðlögun. Þannig að ég veit í raun ekkert hvað ég þarf langa pössun, hjá einhverri stelpu, í sumar... EENNN þetta hlýtur að reddast. Birkir fer náttl eitthvað í sumarfrí og verður því raðað í samhengi við þetta :)
Enn ég er sátt og spennt. Klára prófin 8 mai og fæ þá sennilega smá frí og byrja sennilega seinnipartinn í maí. Hlakka til.

Ég er búin að fara út að hlaupa 3 síðan ég byrjaði.... og ætla að halda áfram.... ótrúlega erfitt að koma sér af stað.. en VÁ hvað er gott þegar maður er komin af stað og tala nú ekki um þegar þetta er búið. Ætla líka að hringja í Átak á mánudaginn og skrá mig á annað fit-pilates námskeið. Sá þa í biblíunni í gær, það er að byrja annað 6 vikna námskeið, byrjar 6. apríl minnir mig og er þá fram í lok maí. Var rosa ánægð með síðasta námskeið og ætla að skella mér aftur.

Annars er það lítið sem ég hef að segja.... kallinn er út á videoleigu... spennandi að sjá hvað hann kemur með... hhmm svolítið fastur í því að taka þvílíkar bardaga og hasar myndir... væri alveg til í eina aðeins væmnari :) hehe sjáum til :)

Langar svo að fara með Hafdísi Unu í svona íþróttaskóla... er búin að vera að leita á netinu enn fynn ekki neitt... sá þetta auglýst síðasta haust enn man ekkert hjá hverjum þetta var. Ef þið sem lesið síðuna mína hérna á Akureyri sjáið eða vitið eitthvað um þetta... endilega látið mig vita ;)

Jæja over and out

3 comments:

Helga Björg said...

Til lukku með djobbið :) Æðigæði...

Og svo færðu rosa mikið hrós frá mér með skokkið! Ég er búin að fara út að labba núna síðustu daga, ca klst. en ég hef mig ekki í það að skokka smá á milli! hehe... klikk er ég!!

Anonymous said...

hæhæ, takk fyrir innlitið á síðuna :) Akureyri var mjög fínt. Mæli vel með Átak, hrykalega flott stöð, æfðum þar um helgina ;) kv.Svava

Anonymous said...

Til hamingju með vinnuna þína vinkona. Þetta á allt eftir að ganga rosa vel