Wednesday, March 26, 2008

páskafrí, gleði og offita :)

Já nú er barasta páskafríið búið og alvaran tekin við aftur. Áttum YNDISLEGA páska fyrir sunnan. Gerðum allt og ekki neitt :) og þannig átti það bara að vera. Byrjaði fríið á því að hitta nokkrar af skvísunum mínum og fá okkur SMÁ í aðra tánna :) hehe það var algjör snilld. Enduðum í singstar :) verðum að koma okkur upp singstar safni.... vorum bara með einn disk.... enn ég er svona meira hálf 4 manneskja í singstar :) ég vill alltaf taka rólegu löginn sem enginn nennir að syngja þegar mesta stuðið er... þess vegna myndi hennta mér mun betur að mæta á svið þegar allir eru orðnir svo drukknir að þeir eru komnir í kósý fílinginn aftur :) hehehhee ... meira svona... it must have been love típa :) hehehehehe enn þetta var MJÖG hresst. Og sumir sem ég þekki til í að gera þetta á hverjum degi... það er að segja að fá sér í tánna :) allavega fékk ég þetta skemmtilega sms um nóttina ( um nóttina segi ég :) það var kl 2 :) hahaha þá var ég semsagt farin heim :) ),, Hviss, bumm bang brjálað fjör á kellu maður djö ég verð að detta í það á hverjum degi þetta er geðveikt,, (verða ekki alltaf svona beinar tilvitnanir að vera í gæsalöppum) :)




Föstudagurinn var tekinn snemma með skottunni því að Birkir þurfti að fara að vinna aðeins í bænum. Enn það var bara kósý... heilsan hin sæmilegasta þannig að þetta var fínt. Það hafði verið ákveðið deginum áður að hittast allar saman með krakka ormana og mæla götur Hveragerðis... verð nú að viðurkenna að það var ROSA girnó að setja símann á silent og leggja sig með HU... EENN er rosa glöð að hafa ekki gert það. Það var semsagt lagt í göngu, ég, sif, Tinna og Bogga, um hádegi og ég var að koma heim um kl 6. EKki beint hollasta gönguferð sem ég hef farið... byrjuðum í bakaríinu, svo niður í eden, í mæruna og svo heim til Boggu. Svoendaði ég gönguna hjá Tengdó.
Á laugardeginum fór ég svo í nudd enn varð svo hálf lasin á eftir... óglatt og eitthvað ves... þannig að ég var heima undir sæng á meðan Birkir og Hafdís Una skelltu sér í rvk í afmæli hjá Agli. Ég var aðeins hressari þegar þau komu heim þannig að við skötuhjúin skelltum okkur til Boggu og Gísla og HAfdís Una í pössun til ömmu Haddýar. Planið var að skipuleggja ættarmótið í sumar.. enn það fór nú eitthvað lítið fyrir því... svo var bara röllt sér heim og kúrt fram að hádegi :) mmmddddaaa...

Svo tókum við mæðgur flug norður á mánudeginum og Birkir greyið keyrði einn... hann keypti sér nefnilega vinnubíl fyrir sunnan. Enn okkar mæðgna beið föngulegur hópur þegar við komum heim. Sif S og fjölskylda hafði nefnilega verið í íbúðinni okkar yfir páksana og var búið að fara í bakaríið og svona kósý þegar við komum. Við hittum þau í smá tíma enn svo þurftu þau að leggja í hann suður. Stutt og laggott :)

SKólinn byrjaður á skriljón og leiðinlegasta verkefni EVER verður flutt á morgun... vá hvað ég verð glöð :) enn þá tekur líka bara næsta við :) enn það er aðeins meira spennandi.

Í kvöld fékk ég allt í einu algjörlega nóg af sjálfri mér... ég sat við tölvuna að læra og leið óg feitt :) þannig að ég stökk á fætur... hoppaði í íþróttagallan... kyssti kallinn og sagðist vera farin út að skokka :) hahah biluð... enn ég fór í 30 og skokkaði 2, labbaði 4 og svo koll af kolli. Svo á maður að auka skokkið og minnka labbið. Hvað haldiði að ég endist lengi :) hahahha sjáum til. Svo eru það bara magaæfingarnar :) þarf að kaupa mér svona bolta eins og er í fit pilates :) Já og svo þegar ég kom heim þá skipaði ég kallinum að labba einn hring :)

Vell vell orðið ALLT of langt :) held ég ætti að blogga aðeins oftar og þá styttra í einu :) hehe

3 comments:

Anonymous said...

og kannski að venja mig á það að lesa yfir færsluna áður enn ég sendi hana inn :) úfff allt í rugli

Helga Björg said...

Duglega stelpa! Verst bara að maður þarf að vera komin með ÓGEÐ á sjálfri sér áður en maður gerir eitthvað í því... hehe...
Ég held ég fari nú ekki í skokkið, ég labba bara :) Eða ég myndi kannski skokka ef ég vissi að það væri engin sem myndi sjá mig :)

Það er bara svooo gott þegar maður fer að hreyfa sig og sjá árangur! Það er æði... hlakka til í júní, vona að takmarkinu verði náð þá!!

EN nóg um þetta raus...
Bið bara að heilsa þér í bili mín kæra - heyri bara í þér sem fyrst sæta mín :)

Anonymous said...

Hæ sæta mín!
Það var svooo gaman að hitta ykkur skvísurnar á skírdag:)
Það sem var gaman að lifta sér aðeins upp:) Þú ert nú alveg geggjuð í singstar ég tók þig og Elínborgu sko upp á video þið voruð alveg flottar:):):)

Knús í tættlur elskan:)

P.S Rosalega góð mynd af mér fyrir aftan Báru og Katrínu heheh hvað var ég eiginlega að gera hahahah