Friday, October 24, 2008

Hvað ber framtíðin í skauti sér????

..... já er mikið búin að vera að spá í því síðustu daga. Finnst stundum eins og maður sé staddur í einhverju tívolí tæki sem snýst í hringi, hring eftir hring eftir hring og maður kemst ekki úr tækinu. Maður opnar ekki fyrir sjónvarpið eða flettir blaði án þess að orðið kreppa sé á ALLRA vörum og á ÖLLUM blaðsíðum. Vá hvað maður getur verið þreyttur á þessu ástandi. Og hvað.... hverjum á að treysta og hver er að segja satt. Eina sem mér finnst ég heyra þessa dagana er KREPPA, reyniði að horfa jákvæðum augum á lífið og svo finnst mér ég heyra ANSI oft þessa dagna....: ég minnist þess ekki. Ef stjórnarmenn eru krafðir svara að þá er þetta greinilega vinsælasta línan hjá þeim í dag: ég minnist þess ekki. Minnið greinilega eitthvað farið að gefa sig.
En aftur að tívolítækinu..... ég hef það á tilfinningunni að við, þessi meðal jón, sitjum öll í þessu tívolítæki og stjórnarmennirnir sjái um skemmtunina.... í fyrstu var þetta skemmtilegt en hvað svo.... er ekki einhver takki til að slökkva á þessu tæki. Hefur enginn lykilinn af stjórnklefanum???? Hver ber ábyrgðina á þessu tívolítæki??? Eru það mennirnir sem sigruðu heiminn, keyptu tívolítækið, settu tækið af stað og stungu svo af. Nú sitja þeir í öðrum löndum og skemmta sér og sínum á meðan við erum föst í tívolítækinu hér á þessari litlu eyju.

Heyrði viðtal um daginn við séra Pálma og einhvern geðlækni. Séra Pálmi sagði að við myndum öll ganga í gegnum reiði á þessu miður spennadni tímabili sem við göngum í gegnum í dag.... sumir væri búnir að ganga í gegnum reiðina og byrjaðir á uppbyggingu, aðrir ættu hana eftir og óttuðust hana jafnvel. Ég er oft búin að ræða þetta blessaða mál og verð alveg pínu reið... en vá hvað hún er eitthvað að magnast þessa dagana. Þegar maður sest niður og hugsar um þetta. Hvað er í gangi í þjóðfélaginu okkar..... það voru örfáir menn sem ,,áttu,, landið okkar fyrir nokkrum mánuðum.....HVAR ERU ÞEIR NÚNA?????????? án gríns....

Þessi óvissa á held ég eftir að draga marga í gröfina. Hugsið ykkur alla þá sem eru veikir fyrir, eru að berjast við þunglyndi og þess háttar. Held við verðum að reyna öll að hlúa að náunganum næstu árin. Því þó svo að tívolítækið fari að hætta að snúast (sem ég vona svo innilega að fari að gerast fljótlega því ég er orðin ANSI ringluð) að þá er sko mikil vinna að baki. Þá meina ég ekki bara til að rétta landið okkar við peningalega séð heldur til að púsla öllum brotnu sálunum saman aftur.

Það er einn jákvæður punktur sem ég sé í þessu öllu... það er að vonandi fara þá ummönnunarstöður að verða full mannaðar. Þær stöður hafa setið á hakanum síðustu ár á meðan viðskipta og peningageirinn hefur tröllriðið öllu.

Jæja þá er rausið komið :) hehe búin að romsa út úr mér um efnahagsvandann okkar og nú er ég hætt :) og ætla að vera eins og þyngmennirnir og segja.... verum góð við hvort annað og knúsumst ;)

Að allt öðru:
Ég gat ekki annað en hlegið af mér um daginn. Mér varð hugsað alveg þó nokkur ár til baka, þegar ég sat í tíma í Fsu, í uppeldisfræði. Ég var í hópavinnu með nokkrum öðrum og við vorum að ræða um uppeldi. Hvað okkur finndist rétt og hvað rangt. Þá kom einn með sögu af systur sinni, hann sagði frá því að litla frænka hans, sem var bara lítil skotta þá, gæti kveikt á sjónvarpinu og videoinu alveg sjálf. Hann var vægt til orða tekið mjög hneikslaður á systir sinni :) hehe og ég tók sko undir með honum og við í hópnum öll minnir mig. Ég man að við ræddum sko að þegar við myndum eignast börn að þá ætluðum við (allir í hópnum) sko ekki að hafa þetta svona. Það skyldi sko hafa svona akkurat uppeldi :) svo um daginn að þá er ég eitthvað að vesenast, að undirbúa matinn og eitthvað. Ég ákvað að kaupa mér smá frið til að geta eldað og setti dvd mynd í tækið.... svo þegar ég lít við næst að þá er litla skottan mín búin að opna dvd spilarann, taka diskinn úr og setja nýjann disk í og loka :) hahahhahahah gat ekki annað en hlegið af þessu :) þar fór þetta SÚPER uppeldi sem ég hafði ætlað mér :) en tek það reyndar fram að hún horfir ekkert óeðlilega mikið á sjónvarp :) hehe á maður ekki bara að túlka þetta þannig að hún sé bara ofurklár :) hahahha

En svo að ALLT öðru :)
það er Hvítvínskvöld í kvöld. Erum að fara að hittast nokkrar sem unnum saman í sumar. Það var ákveðið að halda krepputallaust hvítvínskvöld :) hehe hljómar OFUR vel í mínum eyrum.

Svo held ég að það sé skyldumæting fyrir mig í balance tíma í fyrramálið :) er svo vel ballanceruð eftir þessa tíma að allt þetta krepputal nær ekki til mans :)

Jæja over and out!!!!!

Thursday, October 16, 2008

Frystiskápur svar við kreppunni ;)

Já ég fór og fjárfesti í einu st frystiskáp áðan. Er búin að vera að skoða út um allt og ástandið er frekar fyndið. Frystiskápar og kistur eru klárlega söluhæsta varan í ár :) hehe allt búið allstaðar :) Var búin að vera að skoða einn í Byko, pínu lítinn og frekar dýrann miða við það. Prufaði svo að googla frystiskápar áðan og fann þar voða fínan skáp í Heimilistækjum. Hann kostaði alveg sitt en er líka helmingi stærri. Ég var reyndar voða glöð þegar ég borgaði, hann var 10þ kr dýrari á netinu :) maður er alltaf að græða :)
Ég er svo bráðlát :) hehehe plataði Sibbu með mér til að skoða skápinn.... og svo var bara tekin ákvörðun einn tveir og í gær, hlupið út í bíl og öllum sætum skellt niður.... inn skyldu skápurinn :) hehe og það tókst. Svo skröltumst við tvær upp með hann úr bílnum og inn í íbúð :) KARLMENN HVAÐ ?? hahahaha

Svona lítur skápurinn út ;)

Þannig að mitt svar við kreppunni er að gera stór innkaup um helgina og baka. Ætla að baka brauðbollur, muffins og rosa góða orkustöng ;) Þannig að nú verður bara smurt nesti tekið með í skólann, brauðbolla og orkustöng :)


Ég skellti mér í nudd áðan. Sá auglýsingu í dagskránni, nemi að auglýsa klukkutíma nudd, bak, herðar háls og höfuð á 2500 :) oo þetta var svo notarlegt... og reyndar rosa vont líka :) hehe en svona gottvont.

Helgi framundan og ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að komast í smá frí. Var til 2 í nótt að klára verkefnið um iðjumynd. Því var svo skilað í morgun með bauga út á kinn :) hehe
En helgin fer bara í það að knúsa fjölskylduna, baka, knúsast og baka aðeins meira. Var búin að ákveða að læra ekkert en Birkir þarf eitthvað að læra þannig að við hjónin ætlum að sitja á móti hvort öðru og læra saman, með kertaljós, fulla skál af nammi :) kósý :) hehe

Jæja farina að taka til í geymslunni til að koma skápnum fyrir :)
Knús Valgý bráðláta :)

Tuesday, October 14, 2008

Slökun

.... er nauðsynleg á þessum síðustu og vestu.
Fór í Body balance áðan og þetta er bara, eins og hef örugglega sagt svo oft áður, algjörir snilldar tímar. Tala nú ekki um í öllu þessu stressi og óvissu sem einkennir þjóðina okkar í dag. Maður fer með eldfjallið í maganum inn í tíma og algjörlega endurnærður út aftur. Skora á ykkur öll að prufa. Gott fyrir líkama og sál ;)

Ætlaði að fara að rausa eitthvað voða merkilegt um efnahagsástandið hérna... en er bara ekki að nenna því.... er í svo góðu jafnvægi eftir tímann :) hehe þannig að ég held ég leggi ekki í þá umræðu í dag.... sjáum til hvort þið fáið rausið um það á morgun eða hinn.... ef það liggur voða illa á mér :)

Munum bara hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu ;) held að maður verði bara að fókusa á það þegar ástandið er svona.... knúsumst oft á dag og segjum ég elska þig ;)

Jæja farin að klára verkefni.... uu eða allavega vinna í því... klára sennilega ekki fyrr en á morgun.

Stórt knús
Valgý ofurslaka :)

Friday, October 10, 2008

hvert stefnir ungdómurinn okkar???

... fór á róló með litlu skottuna mína og stóra prinsinn í gær... þegar við komum þangað að þá voru 4 strákar og 2 stelpur þar. Þau voru á aldrinum 7-8 ára og vá.... ég bara átti ekki orð og starði á þessi blessuð börn allan tímann. ÉG heyrði ekkert nema andskotans fokking fáviti, djöfulsins heilalausi hálfviti, og svo kom blót runan á ensku líka. Strákarnir voru að grýta steinum í stelpunrnar, þangað til gribban ég stoppaði það... gat bara ekki horft lengur upp á þetta. Strákarnir tóku dótið sitt og einn foringinn kallaði: komiði strákar, nennum sko ekki að veta hér hjá þessari fokking helvítis kerlingar tussu :S sjææjsss er bara eðlilegt að svona ung börn tali svona. Ég var SVO glöð þegar stóri prinsinn, 11 ára, leit á mig þegar þeir fóru og sagði: vá hvað þessir strákar voru dónalegir.

Og ég tók þá ákvörðun að ef að þessir gaurar verða aftur á þessum leikskóla þegar ég fer næst að þá ætla ég eitthvað annað. Litla skottan mín er SVO mikill páfagaukur þessa dagana :) hehe YNDISLEGT. Stóri bróðir hennar var að leita af hjóla hjálminum, sá loks í hann lengst upp á hillu, þá saðgi hann oo my good ég næ honum aldrei :) hehe þá heyrðist í litla skottinu: om good ég get ekki :) heheheheh bara krúttlegt og nú segir hún om good í öðru hverju orði :)

Ég hef alveg smá áhyggjur af því hvað börn bera litla virðingu fyrir öðru og öðrum. Hvað gerðist??? Ég man allavega eftir því þegar ég var lítil hvað mér fannst eldri krakkar spennandi og hvað ég horfði mikið upp til þeirra. Að ég eða bara krakkar á mínum aldri hefði dottið í hug að tala dónalega við eldra fólk. Er þetta okkur sjálfum að kenna??? eða hvað kom fyrir??? Agaleysið er náttl skelfilegt. Það mátti skamma þegar ég var lítil, en í dag má ekkert segja við þessi blessuðu börn. Ég held að það hafi enginn gott af þessu ofverndaða umhverfi.

En það er komið helgafrí og ég er SVOOOOOOOOOOO glöð. Þessi vika er búin að vera skelfing. Var alla síðust helgi upp í skóla að læra fram á nótt fyrir próf og verkefni og vikan var ekki skárri. Fór aldrei að sofa fyrir kl hálf 12, var yfirleitt að fara að sofa milli 1 og 2 :S sjææjjss þannig að orkan er orðin ansi lítil og helgin verður sko notuð í það að slaka á og auðvitað læra :) hehe engin pása í því EN það verður sko ekkert stress.... bara kósý og huggulegt.

Jæja over and out
blogg eftir helgi

Saturday, October 4, 2008

Sprellið búið

Það var sprellmót í skólanum í gær og heppnaðist það líka svona ferlega vel........ ætla að henda inn nokkrum myndum... nenni ekki að skrifa.... enda segja myndirnar allt sem segja þar ;)

Vinkonurnar tilbúnar í sprellið.... sveitadurgar


Mættar á kaffi Amor að hita upp

Ester sveitadurgur :)

Ég og Erna í gírnum á torginu

sveitadurgaþrenningin

Mættar til Ernu og Völu... Vala að gera Mojito

og Erna að mylja ísinn í þessari líka flottu ísvel :)

Ester komin með drykkinn í hönd

Ég enn að bíða eftir mínum ;)
Sæt þrenna
mis flippaðar :) heheh
fórum í mjög skemmtilegan leik....
mjög skemmtilegur :)
amma mín er veik....... hvað er að henni
hún er með botnlangabólgu :) haha mjög erfitt með tannstöngulinn upp í sér :)
Katla ég og Vala mættar á Sjallann
Andri að fara að keppa í bjórþambi.... Erna að gefa góð ráð :)
Enda rústuðu þau keppninni ;)
Flotta atriðið okkar í söngvakeppninni.... ég og heilinn minn



hhmm og svo voru sagðir prumpubrandarar í lokinn.... er það ekki alveg viðeigandi í háksóla :) hahahaha.... okkur Kötlu fannst þeir allavega DREP fyndnir í gær :)

Svo er bara að læra undir sálfræðipróf það sem eftir er helgi.....brjálað fjör

over and out