Thursday, October 16, 2008

Frystiskápur svar við kreppunni ;)

Já ég fór og fjárfesti í einu st frystiskáp áðan. Er búin að vera að skoða út um allt og ástandið er frekar fyndið. Frystiskápar og kistur eru klárlega söluhæsta varan í ár :) hehe allt búið allstaðar :) Var búin að vera að skoða einn í Byko, pínu lítinn og frekar dýrann miða við það. Prufaði svo að googla frystiskápar áðan og fann þar voða fínan skáp í Heimilistækjum. Hann kostaði alveg sitt en er líka helmingi stærri. Ég var reyndar voða glöð þegar ég borgaði, hann var 10þ kr dýrari á netinu :) maður er alltaf að græða :)
Ég er svo bráðlát :) hehehe plataði Sibbu með mér til að skoða skápinn.... og svo var bara tekin ákvörðun einn tveir og í gær, hlupið út í bíl og öllum sætum skellt niður.... inn skyldu skápurinn :) hehe og það tókst. Svo skröltumst við tvær upp með hann úr bílnum og inn í íbúð :) KARLMENN HVAÐ ?? hahahaha

Svona lítur skápurinn út ;)

Þannig að mitt svar við kreppunni er að gera stór innkaup um helgina og baka. Ætla að baka brauðbollur, muffins og rosa góða orkustöng ;) Þannig að nú verður bara smurt nesti tekið með í skólann, brauðbolla og orkustöng :)


Ég skellti mér í nudd áðan. Sá auglýsingu í dagskránni, nemi að auglýsa klukkutíma nudd, bak, herðar háls og höfuð á 2500 :) oo þetta var svo notarlegt... og reyndar rosa vont líka :) hehe en svona gottvont.

Helgi framundan og ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að komast í smá frí. Var til 2 í nótt að klára verkefnið um iðjumynd. Því var svo skilað í morgun með bauga út á kinn :) hehe
En helgin fer bara í það að knúsa fjölskylduna, baka, knúsast og baka aðeins meira. Var búin að ákveða að læra ekkert en Birkir þarf eitthvað að læra þannig að við hjónin ætlum að sitja á móti hvort öðru og læra saman, með kertaljós, fulla skál af nammi :) kósý :) hehe

Jæja farina að taka til í geymslunni til að koma skápnum fyrir :)
Knús Valgý bráðláta :)

1 comment:

Helga Björg said...

Endilega sendu mér uppskriftir af einhverju sniðugu sem þú átt... eins og spelt bollur eða eitthvað :)
Ég á frystiskáp en hann er nú að verða tómur, fylltist alltaf á haustin þar sem við fengum svo mikið kjöt úr sveitinni en það er ekkert svoleiðis núna því miður :(
En ég ætla að taka þig til fyrirmyndar og eyða jafnvel sunnudeginum í bakstur og fylla frystiskápinn ;)

Hafðu það súper dúper gott um helgina elsku vinkona! :)

Knús í kaf