Friday, October 24, 2008

Hvað ber framtíðin í skauti sér????

..... já er mikið búin að vera að spá í því síðustu daga. Finnst stundum eins og maður sé staddur í einhverju tívolí tæki sem snýst í hringi, hring eftir hring eftir hring og maður kemst ekki úr tækinu. Maður opnar ekki fyrir sjónvarpið eða flettir blaði án þess að orðið kreppa sé á ALLRA vörum og á ÖLLUM blaðsíðum. Vá hvað maður getur verið þreyttur á þessu ástandi. Og hvað.... hverjum á að treysta og hver er að segja satt. Eina sem mér finnst ég heyra þessa dagana er KREPPA, reyniði að horfa jákvæðum augum á lífið og svo finnst mér ég heyra ANSI oft þessa dagna....: ég minnist þess ekki. Ef stjórnarmenn eru krafðir svara að þá er þetta greinilega vinsælasta línan hjá þeim í dag: ég minnist þess ekki. Minnið greinilega eitthvað farið að gefa sig.
En aftur að tívolítækinu..... ég hef það á tilfinningunni að við, þessi meðal jón, sitjum öll í þessu tívolítæki og stjórnarmennirnir sjái um skemmtunina.... í fyrstu var þetta skemmtilegt en hvað svo.... er ekki einhver takki til að slökkva á þessu tæki. Hefur enginn lykilinn af stjórnklefanum???? Hver ber ábyrgðina á þessu tívolítæki??? Eru það mennirnir sem sigruðu heiminn, keyptu tívolítækið, settu tækið af stað og stungu svo af. Nú sitja þeir í öðrum löndum og skemmta sér og sínum á meðan við erum föst í tívolítækinu hér á þessari litlu eyju.

Heyrði viðtal um daginn við séra Pálma og einhvern geðlækni. Séra Pálmi sagði að við myndum öll ganga í gegnum reiði á þessu miður spennadni tímabili sem við göngum í gegnum í dag.... sumir væri búnir að ganga í gegnum reiðina og byrjaðir á uppbyggingu, aðrir ættu hana eftir og óttuðust hana jafnvel. Ég er oft búin að ræða þetta blessaða mál og verð alveg pínu reið... en vá hvað hún er eitthvað að magnast þessa dagana. Þegar maður sest niður og hugsar um þetta. Hvað er í gangi í þjóðfélaginu okkar..... það voru örfáir menn sem ,,áttu,, landið okkar fyrir nokkrum mánuðum.....HVAR ERU ÞEIR NÚNA?????????? án gríns....

Þessi óvissa á held ég eftir að draga marga í gröfina. Hugsið ykkur alla þá sem eru veikir fyrir, eru að berjast við þunglyndi og þess háttar. Held við verðum að reyna öll að hlúa að náunganum næstu árin. Því þó svo að tívolítækið fari að hætta að snúast (sem ég vona svo innilega að fari að gerast fljótlega því ég er orðin ANSI ringluð) að þá er sko mikil vinna að baki. Þá meina ég ekki bara til að rétta landið okkar við peningalega séð heldur til að púsla öllum brotnu sálunum saman aftur.

Það er einn jákvæður punktur sem ég sé í þessu öllu... það er að vonandi fara þá ummönnunarstöður að verða full mannaðar. Þær stöður hafa setið á hakanum síðustu ár á meðan viðskipta og peningageirinn hefur tröllriðið öllu.

Jæja þá er rausið komið :) hehe búin að romsa út úr mér um efnahagsvandann okkar og nú er ég hætt :) og ætla að vera eins og þyngmennirnir og segja.... verum góð við hvort annað og knúsumst ;)

Að allt öðru:
Ég gat ekki annað en hlegið af mér um daginn. Mér varð hugsað alveg þó nokkur ár til baka, þegar ég sat í tíma í Fsu, í uppeldisfræði. Ég var í hópavinnu með nokkrum öðrum og við vorum að ræða um uppeldi. Hvað okkur finndist rétt og hvað rangt. Þá kom einn með sögu af systur sinni, hann sagði frá því að litla frænka hans, sem var bara lítil skotta þá, gæti kveikt á sjónvarpinu og videoinu alveg sjálf. Hann var vægt til orða tekið mjög hneikslaður á systir sinni :) hehe og ég tók sko undir með honum og við í hópnum öll minnir mig. Ég man að við ræddum sko að þegar við myndum eignast börn að þá ætluðum við (allir í hópnum) sko ekki að hafa þetta svona. Það skyldi sko hafa svona akkurat uppeldi :) svo um daginn að þá er ég eitthvað að vesenast, að undirbúa matinn og eitthvað. Ég ákvað að kaupa mér smá frið til að geta eldað og setti dvd mynd í tækið.... svo þegar ég lít við næst að þá er litla skottan mín búin að opna dvd spilarann, taka diskinn úr og setja nýjann disk í og loka :) hahahhahahah gat ekki annað en hlegið af þessu :) þar fór þetta SÚPER uppeldi sem ég hafði ætlað mér :) en tek það reyndar fram að hún horfir ekkert óeðlilega mikið á sjónvarp :) hehe á maður ekki bara að túlka þetta þannig að hún sé bara ofurklár :) hahahha

En svo að ALLT öðru :)
það er Hvítvínskvöld í kvöld. Erum að fara að hittast nokkrar sem unnum saman í sumar. Það var ákveðið að halda krepputallaust hvítvínskvöld :) hehe hljómar OFUR vel í mínum eyrum.

Svo held ég að það sé skyldumæting fyrir mig í balance tíma í fyrramálið :) er svo vel ballanceruð eftir þessa tíma að allt þetta krepputal nær ekki til mans :)

Jæja over and out!!!!!

3 comments:

Helga Björg said...

Ég held að maður verði bara að ákveða hvort maður ætli að láta þetta krepputal hafa áhrif á sig eða ekki... ég hef frá byrjun ákveðið að hafa ekki áhyggjur af þessu! Maður getur nákvæmlega ekkert gert nema bara horfa betur í það sem maður eyðir og auðvitað peppað fólkið í kringum mann upp!! Auðvitað er þetta hrikalegt ástand og er nú þegar búið að senda nokkra í gröfina... en maður verður jú að reyna að vera bjartsýnn og lifa lífinu!
Ég ætla allavega ekki að FARAST úr áhyggjum. Hef fulla trú á að því að þetta farið á betri veg fljótlega - tekur auðvitað tíma að rétta þetta allt saman af aftur en ég held að á meðan maður á gott fólk í kringum sig, skjól yfir höfuðið og getur borið matá borð þá sé maður nokkuð góður :) :)

En já talandi um hvítvínskvöld... ég er að fara að bruna á gamlar heimaslóðir og verð í bústað í Ölfusborgum um helgina... hehe...
Með öl og rauðvín!! mmmm

Hafðu það gott um helgina krúslan mín og ég heyri í þér eftir helgina!
Skemmtu þér vel í kvöld...
KNÚS

Anonymous said...

Góð færsla hjá þér dúlla. Og ég er sko sammála þessu með að passa upp á náungann, held að tíðni sjálfsvíga eigi því miður eftir að hækka á næstu mánuðum og árum.
Knúsumst og verum góð við hvert annað.

K, Sibba

Anonymous said...

Vá talað eins og útúr mínu hjarta ! Kreppa kreppa kreppa.... ég er löngu hætt að hlusta á fréttir og flétta blöðum...mbl.is og visir.is hvað er það....e-ð oná brauð ???
Ég held einmitt að besta ráðið við ástandinu í dag er að standa þétt við hvort annað, ekki fylgjast með fréttum heldur gera e-ð allt annað... og muna bara að það besta í lífinu er ókeypis !!! Ef við eigum þak yfir höfuðið og mat til að leggja á borð eins og Helga talar um þá erum við í nokkuð góðum málum....það eru ekki allir eins lánsamir !

Hvítvín er líka eitt gott ráð til að slaka á í tímum eins og þessum hihi....

Lov jú elskan og hlakka til að sjá þig um jólin :) Eftir svita og tár í prófunum hehe...

Knús - Sif S