Wednesday, June 18, 2008

bloggidí blogg

Já það fer eitthvað lítið fyrir bloggstuðinu :) hehe var meira að segja búin að skrifa helling um daginn en æææ fannst ég eitthvað ekki vera að segja frá neinu :S þannig að ég nennti ekki að senda það inn.... spes

En allavega að þá er skottan mín lasin og vinnan fámennuð... þannig að það er smá púsl í gangi... en ekki hvað :) en við erum svo ,,heppin,, að stóri bróðininn er hjá okkur og hefur hann verið að bjarga okkur. Hann er SVO duglegur þessi elska :) ég er sko ALGJÖRLEGA með klónunum þegar hann er búinn að vera hjá okkur :) hehe yndislegur alveg hreint. En hann er mest svektur yfir því að geta ekki komið með mér í vinnuna :) hann kom sko með mér á mánudaginn og fannst æði :) þegar hann hringdi í mömmu sína um kvöldið og var að segja henni hvað hann hafði gert gat ég ekki annað en hlegið :) hann jarðaði gullfisk, þreif páfagauka ofl í þeim dúr :) hehe mamma hans var ekki alveg með það á hreinu hvar ég væri að vinna :) en svona er vinnan mína :) ótrúlega heimilisleg og kósý :) hugsa um húsdýr, drekka kaffi, spjalla og fleira :)

Hann átti að fara heim í dag... en það langaði öllum að vera/hafa hann lengur þannig að fluginu var seinkað og fer hann heim á sunnudaginn.
Við fáum gesti um helgina og eftir helgi :) BARA GAMAN. Sibba og María koma á föstudaginn og verða fram á mánudag held ég og Helga og Gulli koma á sunnudaginn og verða eitthvað fram eftir viku :) yndislegt alveg hreint.

Okkur langar VOÐA mikið að fara að komast í útilegur... ætluðum að stefna á að fara allavega eina nótt næstu helgi... en spáin er frekar köld og skvísan náttl enn veik... þannig að það verður nú sennilega einhver bið á því... ekki nema spáin breytist :) krossa putta :)

Við foreldrarnir fórum á fund í leikskólanum í dag... svona kynningarfund :) já það styttist í að skvísan á bænum verði leikskólaskvísa :) okkur leist MJÖG vel á skólann og alla sem við hittum þar. Svo er foreldraviðtal á mánudaginn næsta.... þá er svona persónulegra viðtal. Þá hittum við deildastjórann á deildinni hennar... Móar... spennandi. Svo byrjar aðlögunin 11. ágúst.


Við ,,skutumst,, suður um daginn... úff vissi ekki hvort ég væri að koma eða fara. ALLT of mikið að fara fyrir svona stuttan tíma. Náði að hitta ALLT of fáa, og var það eiginlega bara fjölskyldan þetta skiptið.... Bogga vissi ekki einu sinni af mér fyrr en sein á laugardagskvöldinu :S lofa að það komi aldrei fyrir aftur Bogga mín :) hehehehhe
En verð nú bara að viðurkenna það að ég fékk fyrstu alvuru heimþránna þarna.... ég bý í HOLU hérna fyrir norðan en á HÖLL fyrir sunnan :) hehe eða mér finnst þetta höll eftir að hafa verið hér :) með öllum þessum garði og víðáttu... en nei þá elst Hafdís Una upp í HOLU með pínu svölum :( úff púfff og hún þessi þvílíki úti ormur... gæri verið úti allan sólahringinn ef henni stæði það til boða.... þess vegna er ég líka svona spennt fyrir útilegu.... hún á eftir að njóta sín í BOTN.

En það verður allavega gott að flytja heim aftur. En talandi um Víðigerði að þá vantar mig leigjanda... þannig að ef það veit einhver um trausta og góða leigjendur að þá er bara að hafa samband :)

Jæja ætla að fara að ganga frá hérna og kíkja svo á imban.

over and out