Tuesday, October 14, 2008

Slökun

.... er nauðsynleg á þessum síðustu og vestu.
Fór í Body balance áðan og þetta er bara, eins og hef örugglega sagt svo oft áður, algjörir snilldar tímar. Tala nú ekki um í öllu þessu stressi og óvissu sem einkennir þjóðina okkar í dag. Maður fer með eldfjallið í maganum inn í tíma og algjörlega endurnærður út aftur. Skora á ykkur öll að prufa. Gott fyrir líkama og sál ;)

Ætlaði að fara að rausa eitthvað voða merkilegt um efnahagsástandið hérna... en er bara ekki að nenna því.... er í svo góðu jafnvægi eftir tímann :) hehe þannig að ég held ég leggi ekki í þá umræðu í dag.... sjáum til hvort þið fáið rausið um það á morgun eða hinn.... ef það liggur voða illa á mér :)

Munum bara hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu ;) held að maður verði bara að fókusa á það þegar ástandið er svona.... knúsumst oft á dag og segjum ég elska þig ;)

Jæja farin að klára verkefni.... uu eða allavega vinna í því... klára sennilega ekki fyrr en á morgun.

Stórt knús
Valgý ofurslaka :)

5 comments:

Anonymous said...

Stórt knús til þín Valgý mín þú átt það skilið, þú ert frábær!

Anonymous said...

hehe þú ert líka frábær Erla mín :) og ekkert smá klár að geta kvittað :)

Treysti á að þú skipuleggir annað hvítvínskvöld ;) held okkur veiti ekki af smá hvítvíni og spjalli... spjall um eitthvað ALLT annað en efnahagsástandið :)

Anonymous said...

Hvernig líst þér á krepputalslaust hvítvínskvöld á næsta föstudag?Hitti Kristínu í dag og hún er til í föstudaginn og hann hentar Ragnhildi líka vel.

Anonymous said...

Já ég held að ég komist þá líka.... Þá er það bara staður og stund???

Anonymous said...

við Ragnhildur skipuleggjum það og látum ykkur svo vita.
Knús til þín!