Monday, March 31, 2008

Getur föstudagurinn 13. verið á sunnudegi OG mánudegi???

Já allavega hafa síðustu dagar verið ótrúlegir.... úff Ef við byrjum bara á byrjuninni.... Ég var búin að vera að fresta því í svolítinn tíma að kaupa gardínur í herbergið hjá Hafdísi Unu... enn svo þegar hún var farin að rífa sig á fætur aftur kl 6 að þá var brunað niður í RL vöru hús :) hehe og keyptar gardínur. Langarði í bleikar (ótrúlegt en satt) prinsessu gardínur og þær voru bara til tilbúnar með lykkjum (fyrir gardínu stöng) enn mig vantaði fyrir svona gamaldags z brautir. Ég ákvað að skella mér bara á þessar tilbúnu og breyta þeim. Ég hafði mælt gluggann fyrir löngu og þóttist muna hvað glugginn var stór. Svo dreif ég mig heim og byrjaði að sauma. Klippti lykkjurnar af, saumaði borðann á(blótaði smá) og krækti hjólunum(blótaði aðeins meira) og gerði voða fínar rikkingar. Svo var vippað sér inn í herbergi og byrjað að renna gardínunum upp á brautina... allt í einu fer að heyrast skringileg hljóð í Birki... þegar mér er litið á hann var hann að berjast við það að hlæja ekki. Gardínurnar voru AALLLLTTTT of stuttar. Gleymdi að gera ráð fyrir því að HELVV.. zetu brautin var upp í HELV lofinu... þannig að það vantaði ekki neima 30 cm uppá.....GRÁÁÁT!!! Ég reif niður gardínurnar og ætlaði að henda þeim. Enn fór að skoða hvort ég gæti eitthvað gert úr þessu... mundi allt í einu eftir gardínu stöng sem hékk inn í eldhúsi. Þannig að ég saumaði helv lykkjurnar á aftur enn nú snúa þær bara öðru vísi enn fyrst... í þessu geðvonsku kasti mínu hennti ég títuprjónunum öllum á gólfið... óvart.... og þá mundi ég afhverju ég hætti að sauma á sínum tíma..... ég tapa ALLTAF þolinmæðinni, klúðra öllu og þá fer ALLT úrskeiðis. Enn BÉV gardínurnar hanga uppi :) hehe og það er fyrir öllu :) á reyndar eftir að laga þær smá :) enn ákvað að róa mig aðeins á þeim áður enn ég laga þær :) hehe
Finnst ykkur nokkuð vera pirringssvipur á minni????

Hér eru svo blessuðu gardínurnar :) hehe

Svo í morgun þá þurfti ég að skafa af bílum, afþví að það er kominn vetur aftur á AK, allavega að þá vandaði ég mig voða mikið, tók vel af honum og teigði mig eins og ég gat upp á þakið á honum. Keyrði svo Hafsísi Unu til Lindu og skaust svo heim aftur og kláraði að finna mig til fyrir skólann. Svo rétt fyrir 10 lagði ég af stað í skólann... keyrði niður að hringtorgi(sem er í smá brekku niður)og viti menn... hviss bang búmm.... ég sá ekki neitt.... ALLUR snjórinn sem ég hafði ekki náð af þakinnu rann niður á rúðuna og ég án gríns sá EKKERT.... og varð að keyra þannig inn á hringtorgið og inn á planið hjá búðinni... og til að toppa þetta að þá var ein bekkjasystir mín í bílnum fyrir aftan mig... þannig að þegar ég komst loksins niður í skóla og fór að blóta þessu að þá fékk Anna Karen hláturskast... VARST ÞETTA ÞÚ hahhhaa

Vell vell sjáum hvort föstudagurinn 13 geti líka verið á þriðjudögum.

3 comments:

Anonymous said...

Hahaha snilld! "Þessi með fleka framan á bílnum" þetta voru pabba orð en ég hló og hló ;) gott í þér!

Anonymous said...

hahaha bið að heilsa pabba þínum Anna Karen :) hehehehe

Anonymous said...

hahahhah er búin að vera í kasti hérna....
Þú ert S N I L L I N G U R !!!

Knús - Sif S