Saturday, March 8, 2008

Ótrúlega dugleg stelpa :)


Já er bara ótrúlega stolt af mér :) lét LOKSINS verða að því að láta taka einn endajaxl. Hann er sko búin að pirra mig af og til í ALLT of langan tíma... erum sko að tala um ár :( Hann byrjaði reglulega á að reyna að bora sér upp... enn komst ekkert. Þannig að ég lét mig hafa það í nokkra daga... hét því svo að hringja og pannta tíma til að láta takann enn þá hætti hann að bögga mig og ég ákvað að geyma það AÐEINS lengur. Enn svo um daginn varð þetta orðið óbærilegt... var með hálsbólgu, eyrnaverk og hausverk í marga daga út af helv.. jaxlinum og þá lét ég loksins verða af því að hringja. Gekk fyrst eitthvað hálf brösulega að finna tíma sem henntaði öllum. Var svo hrædd um að verða alveg frá eftir þetta þannig að ég frestaði þessu 2. EENNNN lét svo verða af þessu í gær... og hefði sko átt að vera löngu búin að þessu... því að þetta var barasta ekkert mál :) ótrúlega dugleg spleppa :) hehe
Fann bara svona tosa og þrýsting og svo var hann bara farinn.. þessi elska :) Þurfi að sauma 3 spor og svo bara heim að kúra sér. Versta hingað til er þegar HELV deyfingin var að fara úr... það var VIBBI. Enn svo er ég bara búin að vera hin hressasta. Tek bara parkódín með jöfnu millibili. Er reyndar enn bara á fljótandi fæði... og er farið að langa FREKAR mikið í eitthvað í föstu formi :) ætli maður prufi það ekki í kvöld... eitthvað mjúkt enn þó í föstu formi :) hehe er eiginlega komin með nóg af skyri og bollasúpu.

Maður er svo hress eftir þetta að ég ákvað að pannta miða í leikhús í kvöld fyrir okkur hjúin :) maður er náttl SVO klikkaður. Sibba er með alla familíuna sína í heimsókn og hún var búin að pannta fyrir sig og Ingvar á Fló á skinnni og mig er búið að langa svo að fara... þannig að það var ákveðið á svona 1 og hálfri mín að krakkarnir hjá Sibbu myndu koma niður og horfa á tv heima hjá okkur svo að við Birkir gætum troðið okkur með Sibbu og Ingvari í leikhús :) hehe ótrúlega uppáþrenjgandi par :) En hlakka samt rosa til... fólk talar um að þetta sé snilldar sýning.

Fékk einkunn í dag fyrir fyrsta verkefnið sem við þurftum að flytja. Vorum 3 saman, ég, Ester og Sibba og við fengum 8,5. Svo er maður svo KLIKK að ég var bara eitthvað hálf svekt með 8,5. Hefði viljað fá hærra... Maður er náttl ekki í lagi. Enn það sem dró okkur niður var að við gleymdum að setja nöfnin okkar á bæklinginn sem við geðrum með verkefninu. Þar töpuðum við o,5. Enn höfum aldrei gert svona bækling áður þannig að við vitum það bara næst :)

Annars er bara allt bærilegt af okkur að frétta.... erum orðin spennt að koma suður um páksana :) og tíminn á sko örugglega eftir að þjóta áfram... það er sko brjálað að gera fram að páskum í skólanum... já og jafnvel smá um páskana. Þarf örugglega að vinna eitthvað smá í ritgerð um páskana. Enn vonandi verð ég komin vel af stað. Er sko ekki byrjuð á henni. Það er búið að vera BRJÁL að gera í verkefna vinnu upp á síðkastið. Það tekur sko hvert verkefnið við af öðru. Þannig að það er eins gott að vera með vel brettar ermar :)

EN vá hvað ég er farin að ÞRÁ að komast eitthvert út og kíkja kannski SMÁÁÁÁ í H&M í leiðinni... lá límd við tölvuna í fyrrakvöld og skoðaði h&m... gæti held ég verslað ALLA Hello Kitty línuna á Hafdísi Unu. Klárlega LANG flottustu og bestu fötin sem maður fær.

Jæja ætla að rembast við að klára bév athafnagreininguna sem ég á að skila á mánudaginn. Er að fara að skila verkefni á mánudaginn. Skapandi iðja. Þarf að kenna 2 samnemendum einhverja skapandi iðju. Ég valdi að gera grjónapúða fyrir mjólkandi mæður :) Er búin að gera verklýsingu, fyrir algjöra ILLA. Og svo þarf ég að gera athafnagreiningu líka... t.d þarf maður að hafa meðvitund, vera stöðugur og halda flæði, hafa fínhreyfingu og samhæfingu til þess að geta þrætt saumnál :) ÓÓÓÓtrúlega spennanid... eða ekki.

Knús á ykkur og njótið þess að vera til

já og p.s bekkurinn minn er kominn með heimasíðu www.idjur.bloggar.is um að gera kíkja

3 comments:

Anonymous said...

Hlakka geggjað til að suma brjóstagjafapúða með þér á morgun :-)Sniðugt verkefni handa samnemendunum sem eru hættar að eiga börn !! En...ég get nú vonandi gefið systrum mínum svona einhvern daginn. VONANDI!!!

Heyrumst á eftir og þið voruð ekki uppáþrengjandi í gær ;-)
Leikritið var algjör snilld.

Knús Sibba.

Anonymous said...

Hæ elskan mín. Þú ert EKKERT smá dugleg með allt saman :)
Takk fyrir alla hjálpina í dag með eldamennskuna mína og sveppasósu uppskriftina... er með vatn í munninum hlakka ekkert smá til að smakka hana í kvöld :)

Knús á þig
Sif

Helga Björg said...

Hæhæ krúslan mín! Þú ert náttúrulega alveg duglegust... ekkert smá flottar einkunnir :)

Og þetta með H&M - ég er að andast mig langar svo út. Og svo er ég alltaf að finna betri og betri ástæður fyrir verslunarferð! Eins og t.d. það að strákarnir eru að taka vaxtakipp og það er allt að verða of lítið á þá... Miklu hagstæðara að fara út að versla... :) híhí...

Knús í kaf
Helga Björg