Thursday, August 21, 2008

Sumarið á enda

jæja nú er barasta sumarið á enda... kominn 21.ágúst, síðasti vinnudagurinn á morgun og skóli á mánudaginn :) verður voða gott að byrja aftur í skólanum :) :) Það er eitthvað SVO gaman að vera orðin 2.árs iðjuþjálfanemi :) hehe allt annað líf :)
Þetta sumar er gjörsamlega búið að ÞJÓTA áfram..... en búið að vera voða fínt líka. Hefði reyndar viljað fara í MIKLU fleiri útilegur, en þar sem að við þurftum að vera svo mikið fyrir sunnan að þá varð minna úr útilegum en búið var að plana. En þetta verður sko EKKI svona næsta sumar. Þá ætla ég sko að taka mér smá sumarfrí og njóta þess að skottast með skvísunni minni og kallinum :) við vorum eiginlega ekkert saman í fríi þetta sumarið. Svo erum við komin með eitt boðskort í brúðkaup næsta sumar :) Bogi og Elísabet ætla að ganga í það heilaga...... í Svíþjóð :) 11 júlí..... væri æði að skella sér bara til Svíþjóðar í 2 vikur næsta sumar. Hele famillýan í sumarfrí saman.

Já skólinn er bara að byrja á mánudaginn :) en ég er nú í ágætis æfingu... þar sem ég þurfti að taka upp bév lífeðlisfræðina. Ég var held ég við það að lesa yfir mig :) hehe BJÓ upp á bókasafni í rúma viku, og var líka búin að glugga í þetta allan júlí. Svo nú er bara að krossa puttana með að þetta hafi sloppið.

Tók mynd af básnum mínum upp á bókasafni..... var orðin eins og í auglýsingunni ,,stjórnstöð, það vantar kaffi,, :)

Ég varð bara hálf lasin eftir þessa törn, spennufall og eitthvað. Drakk náttl óg mikið af kaffi á meðan á þessu stóð, hélt samt að ég væri í æfingu eftir sumarið :) hehe drekk rosa mikið kaffi þar, en það var samt ekkert miðað við próftörnina.

Jæja ætla að fara að finna til eitthvað gúmmelaði til að taka með í vinnuna á morgun :) verður pottþét mikil veisla, þar sem að Kristín er líka að hætta á morgun og hún ætlar líka að koma með eitthvað voða voða gott :) eins gott að megrunin byrjar ekki fyrr en á mánudaginn :) hahhahha

Over and out
túrilú

1 comment:

Helga Björg said...

Já sumarið er eiginlega bara alveg búið... Þá er það bara að bíða eftir fyrstu jeppaferðinni! :)

En dugleg ertu og já... þetta lítur alveg eins út og í auglýsingunni!! hehe...

Bið að heilsa í bili og vonandi er nú ekki of langt þangað til við hittumst næst

Knús í kotið