Thursday, September 11, 2008

Það getur verið mjög snúið að vera fatlaður

Þetta er búin að vera snilldar dagur. Mættum í skólan rétt fyrir hádegi í Iðju tíma. Þar fengum við þau verkefni að vera lömuð fyrir neða mitti, blind, gömul og jafnvægislaus og með skerta sjón og snertiskyn. Svo var haldið niður í bæ. Ég byrjaði í hjólastólnum og lyftan í skólanum er nú ekki upp á marga fiska og skólinn allur á pöllum þannig að við þurftum að fara í 2 PONSU litlar lyftur. Svo varð smá bras að koma sér út í bíl, þannig að það endaði með smá svindli. Svo var skundað í miðbæinn. Þar fórum við í zikzak, á sýsló, í ríkið og á kaffihús. Myndirnar tala sínu máli... njótið ;)

ég orðin lömuð fyrir neðan mitti


Erna með skerta sjón og Vala blind

og þá var að koma sér út í bíl

mættar niður í bæ og tilbúnar í að takast á við verkefnin

ég er reyna að komast inn á pósthús, þurfti að bakka inn

Sibba blind í zikzak

Erna með skerta sjón og snertiskyn búin að versla sér skirtuSibba blind að bíða eftir aðst hjá Tryggingastofnun :)

Erna þurfti smá aðstoð upp til að komast inn á sýsló

ég búin að versla eina hvíta í ríkinu :) alveg nauðsylegur leiðangur :) hehe


Með skerta sjón og skert snertiskyn í ríkinu ;)


Sibba orðin 82 ára gömul og blaut og þá er mjög nauðsynlegt að komast í ríkið :) hhehe

Sibba orðin lömuðm ég blind og Rannveig með skert sjónsvið :)
Vala klæddi Sibbu í regnslánna :) ég eins og píanó snillingur ;)

Erna blind að borða, henni fannst það mjög erfitt

Sibba með skert sjón og sn.skyn að drekka kaffi :) gekk vel

Mættar aftur upp í skóla, Rannveig á leið í lyftuna upp í skóla

Vinkonurnar báðar orðnar blindar :) huggulegar ;)

Allir orðnir blindir og svona gengum við um skólann :) gekk ágætlega en var samt mjög erfitt

Over and out

2 comments:

Helga Björg said...

Vá hvað þetta hlýtur að hafa verið gaman en jafnframt erfitt!!! :)
Er svo stolt af þér elsku vinkona að hafa drifið þig norður í draumanámið! Þó svo að ég sjái þig sjaldnar... :) hehe... Þá er ég oft að hugsa hvað ég sé ánægð með þig að hafa gert þetta! Ég efast um að ég gæti þetta....

En það styttist alltaf og styttist í að við verðum nær!!

Knús til þín og haltu áfram að vera svona dugleg! :) :)

Anonymous said...

Já þetta var sko góður og strempinn dagur.
Hlakka til að hitta þig á morgun, strax farin að sakna þess að vera fyrir norðan.
Knús Sibba (sem nennir ekki í réttir sökum veðurs, svo það verður engin lopapeysa með rollu lykt...sorry)