Monday, May 26, 2008

Sumar og sól


Er í eitthvað voða litlu blogg stuði þessa dagana. Veit ekki hvað það er.... alltaf þegar ég er komin við tölvuna og ætla að byrja að þá bara hef ég ekki frá neinu að segja... súrt.

EENNN Helgin var vægt til orða YNDISLEG... Fengum Helguna mína og Gulla í heimsókn og það var borðað, drukkið, borðað, borðað, farið í sund, borðað, drukkið :) heheheh allavega er maður á blístri eftir helgina og það er sko komið að STRÖNGU aðhaldi. Nú gerist það :) hehe
Takk fyrir frábæra helgi Helgan mín :) hlakka til að fá ykkur aftur á norðurlandið eftir nokkrar vikur ;)

Vinnan gengur rosa vel og ég er mjög sátt þarna. Yndislegur vinnustaður og samstarfsfólk.

Jæja held ég láti þetta duga í bili. Gleymdi alveg að taka myndir um helgina... þannig að ég bíð spennt eftir myndum frá Helgu ;) blikk blikk :) hehe

over and out

4 comments:

Helga Björg said...

Ohhh takk fyrir yndislega helgi elsku vinkona! Vá hvað það var nú gott að hittast loksins og ég tala nú ekki um að fá þennan ljúffenga morgunmat báða morgnana.. fæ vatn í munninn við tilhugsunina!!! :)
Takk aftur fyrir okkur og svo sjáumst við bara eftir 2 og hálfa viku ca ef allt gengur að óskum :)

Ég er búin að setja inn myndirnar! Og myndin af Hafdísi Unu að detta... eigum við eitthvað að ræða það eða... auðvitað hrikalegt að hún hafi dottið og meitt sig en myndin er of góð til að sleppa henni! Maður sér bara Birki taka stökkið!!!!

En jæja... búin að vera á milljón síðan ég kom heim þannig að ég ætla að fara að henda mér í bólið!! :)

Knús í kaf á ykkur krúttin mín! :)

Anonymous said...

Sakn, sakn. Ég sakna ykkar ótrúlega mikið og get eiginlega bara ekki beðið eftir að koma aftur norður ;-)
Knúsaðu skottuna frá okkur mæðgum.

Stórt knús alla leið til ykkar.

Anonymous said...

Sæl og blessuð Valgý mín:)
Maður er bara farin að sakna ykkar allra!!! hehe það er allavega góðs viti að sakna ykkur...þið eruð semsagt skemmtileg og þá heur maður líka e-ð til að hlakka til að koma heim í haust:)

Anonymous said...

Bíð eftir bloggstuðinu:-)

Saknaðarknúsiknús...Tinsí