Wednesday, July 30, 2008

Hefði viljað vera fluga á vegg

Hvernig er það.... án þess að ég ætli að vera með nokkra kynþáttafordóma... ALLS EKKI en er það bara orðið í lagi að tala ensku við afgreiðslustörf. Þurfa útlendingar ekki að læra málið okkar????? Hefði svo verið til í að vera fluga á vegg þegar ég hljóp inn í 10-11 í stúdentagörðunum í bænum. Var á leiðinni upp á völl og stökk þarna inn. Svo þegar ég var að borga að þá spurði hún á ensku hvort það væri fleira og ég bara starði...hahahha hélt kannski að hún héldi að ég væir útlensk :) já veit... ljóshærð :) þannig að ég svaraði hátt og skýrt NEI TAKK og hún hélt áfram að tala á ensku og ég eiginlega bara glápti... og náði svo að aula út úr mér.. Á ENSKU one bag please. HVAÐ ER MÁLIÐ????????

En allavega að þá styttist í SUMARFRÍIÐ mitt ógurlega :) hehe vika á suðurlandinu :) vá hvað mig hlakkar til. EKki að það sé neitt slæmt að vera hér fyrir norðan... bara yndislegt. En er SVO farin að þrá það að geta verið í rólegheitum fyrir sunnan. ekki alltaf á þessu bév flakki, skottúrar suður. Nú verður bara rölt um götur Hveragerðis :) hehe spennó, kíkt í bæinn og tekið GÓÐAN dag í að fara í kringluna, IKEA og á kaffihús. Var að tala við Sif áðan og við vorum að spá hvort við ættum ekki bara að fjölmenna í IKEA rúnt og fara svo á kaffihús. Hverjir eru memm?????? Miðvikudag eða fimmtudag????????? Koma svo :)

jæja farin að sofa..... vinna, læra vinna læra FUNN FUNN

No comments: