Wednesday, July 2, 2008

greind með ungbarnasjúkdóm :) hehe

já já maður reynir hvað maður getur að halda í barnið í sér :) nær sér meira að segja í eitt st eyrnabólgu.... VÁÁÁÁ hvað þetta er ógeðslega vont... úfff. Fékk kvef í síðustu viku og svo fannst mér það nú lagast um helgina. Svo á mánudagskvöldið að þá fæ ég þessa fínu hellu fyrir hægra eyrað. Svo þegar ég er að fara að sofa að þá fera að koma verkur og hann jókst og jókst. Ég semsagt gekk um gólf ALLA nóttina (var án gríns pottþétt að verða komin í gegnum gólfið... svo lítill gólfflöturinn :) hehe) en spauglaust að þá svaf ég ekkert. Samt búin að taka eina parkódín og eina íbúfen... það sló ekki á verkin í 5 mínútur. Ég hringdi vælandi í vinnuna og saðgist ekki geta komið sökum eyrnaverks.... hversu halló er það. Svo hringdi ég upp á heilsugæslustöð til að reyna að komast að hjá lækni... en nei ekkert laust fyrr en í opnu tímana kl hálf 3. Þannig að ég hélt áfram að ganga um gólf og væla og horfa á bév klukkuna. Loksins sló hún tvö og þá var víst vissara að fara að hunskast því að fólk er farið að mæta ansi snemma til að ná tíma... og ég ætlaði sko EKKI að missa af þessum 10 tímum. hehe ég var fyrst á staðinn :) en þegar konan í afgreiðslunni spurði mig hvort að ég vissi að þetta væri svona bráðavagt þá var ég næstum búin að garga á hana.... vá hvað ég þurfi að einbeita mér að segja mjög fallega : já þetta er neyðartilfelli hjá mér (svona áður en ég missi vitið :) ) en ég var sem betur fer fyrst inn til doksa og um leið og hann leit inn í eyrað sagði hann strax, þú er nú bara með ungbarnasjúkdóm og það mjög slæman :) þannig að hann skrifaði upp á lyfseðil og sterkar verkjatöflur svona þangað til lyfin færu að virka... VÁÁÁ hvað ég var glö þegar verkjalyfin fóru að virka smá. Lá fyrir allan daginn. Lyfir eru farin að virka smá á verkinn en hellan hefur aukist þvílít. Svo held ég að hljóðhimnan hafi eitthvað gefið sig í gærkveldi og nótt... það vall úr eyranu á mér í alla nótt... oojjj bara.
Frekar erfitt að vera í vinnuni í dag.... og heyra bara hálfa heyrn og minna en það.... ef það eru fleiri en 2 að tala í einu að þá heyri ég bara ekki neitt nema suð :) hehe frekar pirrandi.

En nóg um það... vonum að lyfin kippi þessu í lag sem allra fyrst.

S'iðasta helgi var vætusöm. Við vorum búin að vera að gæla við það að fara í útilegu... en það varð lítið úr því :( en vorum alveg hárð ákveðin í því að sitja ekki heima og gera ekki neitt... þannig að við ákvaðum að styrkja olíufélögin þessa helgina :) Fórum til Húsavíkur á laugardeginum, vorum svosem bara mest á rúntinum. Fórum á kaffihús og höfðum það kósý. Komum svo við á bílasafni á leiðinni heim. Svo á sunnudeginum ætluðum við að fara lengrileiðina á Sauðárkrók, fara Dalvík, Ólafsfjörð, Sauðárkrókur en þar sem að HU ákvað að sofna ekkert (sofnaði ekkert þann daginn) þá ákváðum við bara að taka Dalví-Ólafsfjörður og svo aftur á Dalvík og í kaffi til Óla frænda. Vakti mikla lukku hjá HU..... þar var kisa og bíbí :) mín var FREKAR ánægð og elti greyið köttinn út um allt... og fékk á endanum smá klór á ennið... en hún var ekki lengi að jafna sig á því... um leið ig kötturinn stökk í burtu að þá gleymdist óóið og kötturinn varð spennandi á ný :)

En næstu helgi VERÐUR farií útilegu... það er bara algjörlega klárt mál. SPáin er góð ennþá... Hvert við förum er ekki ákveðið og verður bara ákveðið á föstudaginn... vaglaskógur kemur samt sterkt inn... fara bara stutt svona fyrst ;)

Jæja jæja ætla að koma mér í háttinn... er nefnilega að fara aftur til Húsavíkur á morgun :) það er eldriborgaraferð :) gaman gaman :)

Over and out
Stórt knús
Valgý og eyrnaslapi :)

2 comments:

Anonymous said...

sendi þér samúð ! ég greindist með ungbarnasjúkdóm þegar ég vann á leikskóla einu sinni .... og já þetta er ekkert grín vinkona !!

knús á óldís ;)
Lára Kristín

Unknown said...

Láttu þér batna.

Kærar kveðjur úr bíðunni fyrir vestan :o)