Sunday, July 6, 2008

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur

Já fer að geta vinkað innfæddum Húsvíkingum, er búin að koma svo oft þangað síðust vikuna :) hehe Fórum rúntin um á laugardaginn fyrir viku, svo fór ég með vinnunni á þriðjudaginn og svo ákvaðum við mjög skyndilega að hætta við Vaglaskóg og taka stefnuna á Ásbyrgi... þannig að húsavík fékk að njóta nærveru okkar um helgina. Fórum í sund þar í dag á heimleiðinni. En ég verð nú að koma einu að... það er ekkert bakarí opið þar um helgar... eða hvað??????? Það var allavega lokað fyrir kaffi á laugardaginn fyrir viku og svo hálf 2 í dag að þá var líka allt lokað. (sá að það var opið á þriðjudaginn þannig að það er eitthvað líf þar) en vá hvað mér(sælkeranum ógurlega) finnst það furðulegt :) hehe En sundlaugin var rosa fín og veðrið æði... frekar fyndið... vorum búin að keyra í þoku að Húsavík og svo um leið og við keyrðum út úr bænum fórum við beint inn í þokuna... en það var brakandi blíða í sundi :)

En ení há..... þá var fyrsta útileguhelgin þetta árið æðisleg.... Náðum ekki að leggja af stað fyrr en 10 í 7 og það var byrjað að rigna... hversu típíst er það... en létum það ekki slá okkur út af laginu og brunuðum af stað. Þegar við nálguðumst Vaglaskóg jógst rigninginn og við vorum ekki að nenna að tjalda í rigningu.... þannig að við tókum ákvörðun á 0,1 og slepptum beygjunni að vagló.... Ásbyrgi skyldi það verða :) svo var bara brunað.

Þvílík náttúruperla

Þegar við lentum þar... rétt fyrir 9 var æðislegt veður.... HU var hent í peysu og vindbuxur og svo skelltum við mæðgur okkur á róló og pabbinn tjaldaði :) HU var úti ALLA helgina og var algjörlega í S-inu sínu :) og ROTAÐIST á kvöldin :) ekkert smá kósý að kúra svona öll saman í einni klessu :) við Birkir vorum einmitt að hlægja að því þegar við vorum að fara að sofa að við þyrftum að fara MIKLU oftar í útilegu :) þó ekki væri nema til að fá að hafa hana á milli :) vá hvað það er kósý og gott :) en hún ekki mikið fyrir það hérna heima... hún hefur aldrei sofið á milli nema þegar hún er lasin. Henni hefur sko alveg staðið það til boða en hún sefur hvergi betur en ein í sínu rúmi.... og þau skipti sem ég hef ætlað að reyna að plata hana til að koma uppí til mín að þá er hún bara vöknuð og á leið fram að leika.... þannig að í útilega er það :)

Verið að koma sér fyrir :)


Semsagt frábær helgi og vá hvað allir eru þreyttir eftir helgina.... svona þæginlega þreyttir :)

Pabbinn að taka fjölskyldumynd :)


3 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan mín:) En hvað það hefur verið æðislegt hjá ykkur í útilegunni:)Bara gaman að ferðast svona:)
Vona að þú sért búin að jafna þig í eyranu ekki gott að fá svona úfff..
Risaknús til þín elskan og til músinar þinnar yndislegu:)
Lov jú og sakn sakn!
Kv Sif Jónsd

Anonymous said...

En æðislegt hjá ykkur í Ásbyrgi. Yndislegur staður :)
Við fórum í Varmaland frá lau til mán og það var ÆÐI ! Við hreinlega elskum þessar útilegur .... algjört æði ! Krakkarnir einmitt úti ALLAN daginn og steinrotast á kvöldin.. og við hálfpartin líka :) Þurfti ekki meira en 1 hvítvínsglas til að slökkva gjörsamlega á manni hihi....
Knús og kossar á þig elsku vinkona :)

Kv. Sif S

Helga Björg said...

Frábært að þið hafið loksins komist í útilegu :)
Þetta er svo yndislega gaman... og sérstaklega reyndar þegar maður fær almennilegt veður :) híhí

Knús á ykkur